Skip to content

Arnar Davíð Jónsson KFR sigraði í samanlögðu á Norðurlandamóti ungmenna

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Arnar Davíð Jónsson sigraði í samanlögðu á Norðurlandamóti ungmenna 2015Um helgina lauk Norðurlandamóti ungmenna í keilu en keppt var í Noregi. Arnar Davíð Jónsson KFR varð efstur í samnlögðu (All Events) á mótinu með 224,4 í meðaltal en þar eru tekin saman úrslit úr öllum keppnum mótsins. Sigraði hann þar m.a.  Svíann Jesper Svensson sem er í 5. sæti á Evróputúrnum í ár.

Eins og fram hefur komið náði Arnar Davíð stórglæsilegum árangri á mótinu en hann spilaði m.a. 300 leik og varð í öðru sæti í einstaklingskeppninni. Er þetta einn besti árangur sem íslenskur keilari hefur náð á Norðurlandamóti.

Vel gert Arnar Davíð.

Allar nánari upplýsingar um mótið og úrslit má finna á vef mótsins.

Nýjustu fréttirnar