Skip to content

Þátttöku Íslendinga lokið á AMF World Cup 2015

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Hin enska Keira Reay sem var fyrst til að keila 300 leik á AMF World Cup 2015 í Las VegasÞau Alda og Hafþór hafa nú lokið keppni á AMF World Cup í Las Vegas. Síðustu 8 leikirnir í forkeppninni voru spilaðir í gær. Hvorugt þeirra komst í gegn um 24 manna niðurskurð en Hafþór var á flugi fyrri part síðustu leikjanna. Vann sig úr 32. sæti upp í það 24. á tíma en gaf svo örlítið eftir á lokametrunum og komst því ekki áfram.

Francois Louw frá Suður Afríku trygði sér efsta sætið í forkeppninni í karlaflokki með 223.42 í meðaltal og hún Maria Bulanova frá Rússlandi trygði sér efsta sætið í kvennaflokki með 216,00 í meðaltal. Það var hinsvegar hin enska Keira Reay sem var fyrst til þess að ná 300 leik á þessu móti. Glæsilegt það og gaman að kona hafi núna verið fyrst til að landa fullkomnum leik á mótinu.

Í dag fara svo fram enn aðrir 8 leikir í 24. manna úrslitum í báðum flokkum og svo verður skorið niður í 8 manna Round Robin úrslit sem fara fram á morgun kl. 16:00 og svo úrslit kl. 19:30

Allar nánari upplýsingar um mótið má finna á vef mótsins.

Nýjustu fréttirnar