Skip to content

Norðurlandamót ungmenna 2015

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Hópurinn sem keppir fyrir Íslands hönd. Fremri röð frá vinstri: Hafdís Pála og Katrín Fjóla. Aftari röð: Andri Freyr, Arnar Davíð, Guðlaugur og Einar Sigurður.Í dag hefst Norðurlandamót Ungmenna (Nordic Youth Cup) í Hönefoss í Noregi. Þátttakendur fyrir íslands hönd eru: 

Piltaflokkur: 

  • Andri Freyr Jónsson
  • Arnar Davíð Jónsson 
  • Einar Sigurður Sigurðsson 
  • Guðlaugur Valgeirsson 

Stúlknaflokkur: 

  • Hafdís Pála Jónasdóttir 
  • Katrín Fjóla Bragadóttir

 

Með liðinu eru Thedóra Ólafsdóttir, þjálfari og Sesselja Unnur Vilhjálmsdótir, fararstjóri og aðstoð.

Í dag er mæting í mót og fyrstu æfingar. Keppni hefst á morgun í einstaklings- og fyrri hluta liðakeppni. Á föstudag er síðan seinni hluta liðakeppninnar og síðan tvímenningur. Á laugardag er “masters” keppni en þar keppa átta efstu einstaklingarnir og síðan eru úrslit í framhaldinu. 

Hægt verður að fylgjast með mótinu (livescoring) hér.

Úrslit úr mótinu má finna hér.

Óskum keppendum góðs gengis.

Nýjustu fréttirnar