ÍR liðin KLS og TT urðu í gærkvöldi bikarmeistarar karla- og kvennaliða í keilu en þá fór fram úrslitakeppnin í Keiluhöllinni Egilshöll. ÍR KLS vann ÍR PLS í bráðabana en jafnt var eftir 4 leiki hjá þeim. Hjá konum fór það þannig að ÍR TT bar sigurorð af ÍR Buff í þrem leikjum 3 – 0. ÍR KLS er nokkuð sigursælt í bikarkeppninni en alls hafa þeir unnið bikartitilinn 11 sinnum síðan 1987 en ÍR TT vann síðast bikarinn árið 2012 og alls er þetta í þriðja sinn sem þær hafa unnið hann.
ÍR KLS vann fyrsta leikinn á móti ÍR PLS með 690 pinnum gegn 660. Í öðrum leik náður PLS strákar sigri með aðeins einum pinna eða 586 gegn 585. KLS náði svo sigri í þriðja leik 647 gegn 605 og í fjórða leik snérist dæmið enn við en þá vann PLS með 614 pinnum gegn 545. Grípa þurfti því til bráðabana en þá vann KLS með 28 pinnum gegn 21.
ÍR TT sigldi bikarnum örugglega í höfn með því að leggja ÍR Buff stúlkur í þrem leikjum 545 gegn 475, 517 gegn 493 og svo 528 gegn 482.
Eins og segir var mjög jafnt hjá körlunum og var heildarskor þeirra þannig að ÍR KLS var með 2.467 pinna eða 205,58 í meðaltal en ÍR PLS var aðeins með tveimur færri pinnum 2.465 pinnar eða 205,42 í meðaltal. ÍR TT var með 1.590 pinna eða 176,67 í meðaltal en ÍR Buff var með 1.450 pinna eð 161,11 í meðaltal.


KFR Afturgöngur urðu í gær Íslandsmeistarar í tvímenningi deildarliða en þær unnu 4 af 5 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Í öðru sæti urðu ÍR TT en þær unnu einnig 4 leiki af 5 en KFR Afturgöngur enduðu með hærra pinnahlutfall eða sem nemur 110 pinnum. Í þriðja sæti varð svo KR C, sjá

Í gær fóru fram úrslit á Íslandsmóti unglinga. Í úrslitum þurfti að vinna 2 leiki í bæði undanúrslitum og úrslitum til að hampa titlinum, sé leikur jafn í lokin er spilað svokallað Roll Off þar sem hver liðsmaður fær eitt skot og telja pinnarnir sem falla.


Frá mótanefnd. Gerðar hafa verið örlitlar breytingar á dagskrá. Sett hefur verið á úrslitaumferð í tvímenningi deildarliða sunnudaginn 17. apríl kl.19:00. Úrslit í bikarkeppninni hafa verið færð fram um einn dag og verða þriðjudaginn 19. apríl kl. 19. Þau voru 20. en þar sem það er síðasti vetrardagur þann 20. er von á að það verði ekki næði í húsinu þann daginn vegna skemmtanahalds sem allt útlit er fyrir að verði. Búið er að uppfæra
Í gærkvöldi lauk Íslandsmóti öldunga 2016. Til úrslita kepptu í karlaflokki Kristján Þórðarson KR og Davíð Löve KR. Kristján vann úrslitin í þrem leikjum 243 – 139, 167 -199 og svo 199 – 152. Sigurlaug sigraði Sigríði Klemensdóttur úr ÍR einnig í þrem leikjum 188 – 162, 135 – 211 og síðan 167 – 152. Í þriðja sæti hjá körlum varð Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR og hjá konum varð það Ragna Guðrún Magnúsdóttir úr KFR.

Keppt verður með og án forgjafar í karla og kvennaflokkum og verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Spilaðir verða fjórir leikir og sigrar sá/sú sem hefur hæstu 4 leikja seríuna.