Frá Qatar – Tvímenningur

Ungmennalandslið Íslands áður en það lagði af stað í ferðinaÍ gær var  keppt í tvímenningi á boðsmóti unglingaliða í Doha í Qatar. Það vantaði lítið upp á að Katrín Fjóla og Jóhanna Ósk næðu á verðlaunapall en þær enduðu í 5. sæti eftir að hafa verið í því öðru fyrir síðasta leik. Katrín Fjóla er núna í 3. sæti í samanlögðu á mótinu. Í dag er liðakeppnin og er hún hafin og má fylgjast með úrslitum á síðu mótsins.

Tvímenningurinn fór annars þannig að hjá stúlkunum enduðu eins og fyrr segir þær Katrín Fjóla og Jóhanna Ósk í 5. sæti með 2.253 pinna eða 187,75 í meðaltal. Þær Elva Rós og Helga Ósk urðu svo í 11. sæti með 1.893 pinna eða 157,75 í meðaltal.

Hjá strákunum voru það Andri Freyr og Jökull Byron sem urðu í 13. sæti með 2.210 pinna eða 184,17 í meðaltal og þeir Aron Fannar og Þorsteinn urðu í 17. sæti með 2.067 pinna eða 172,25 í meðaltal.

Katrín Fjóla Bragadóttir KFR í 2. sæti í Qatar

Katrín Fjóla Bragadóttir úr KFR á verðlaunapalli í QatarKatrín Fjóla Bragadóttir úr KFR náði í gær 2. sæti í einstaklingskeppni á alþjóðlegu móti unglingaliða í Qatar. Katrín Fjóla spilaði 6 leikja seríu og náði 1.220 pinnum eða 203,33 í meðaltal. Katrín Fjóla var aðeins 7 pinnum á eftir Guarro Michelle frá Mexíkó sem sigraði með 1.227 pinna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvennkeilari kemst á verðlaunapall á alþjóðlegu móti.

Eins og fram hefur komið er ungmennalandsliðið okkar á alþjóðlegu boðsmóti í Qatar þessa dagana. Einstaklingskeppnin var spiluð í gær og má sjá öll úrslit hér. Hjá stelpunum fór það þannig að Katrín Fjóla varð í 2. sæti. Jóhanna Guðjónsdóttir úr ÍA varð í 18. sæti og svo komu þær Helga Ósk Freysdóttir KFR í 20. sæti og Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR í 21. sæti.

Hjá strákunum varð Andri Freyr Jónsson KFR í 20. sæti með 1.113 pinna og Jökull Byron Magnússon úr KFR varð í 21. sæti með 1.111 pinna. Aron Fannar Beinteinsson úr ÍA varð síðan í 31. sæti og Þorsteinn Kristinsson úr ÍR varð í 34. sæti.

Í dag fer svo fram tvímenningur og þá spila saman hjá strákunum þeir Andri og Jökull annarsvegar og þeir Aron og Þorsteinn hinsvegar. Stelpurnar parast þannig saman að þær Katrín og Jóhanna mynda annan tvímenninginn og þær Helga og Elva hinn.

Dregið í 4 liða úrslit bikarkeppni KLÍ 2016

Dregið var í 4 liða úrslit Bikarkeppni KLÍ í kvöld. Leikirnir eiga að vera samkvæmt dagskrá miðvikudaginn 24. febrúar.

Í kvennaflokki drógust saman:

KFR-Valkyrjur/KFR-Afturgöngur gegn ÍR-TT

ÍA gegn ÍR-Buff

Í karlaflokki drógust saman:

ÍR-KLS gegn ÍR-L

ÍR-PLS gegn KFR-Stormsveitin

 

Enn á eftir að spila einn leik í 8 liða úrslitum kvenna en hann verður spilaður mánudaginn 22. febrúar.

KFR-Valkyrjur gegn KFR-Afturgöngur

 

Ungmenni til Qatar

Ungmennalandsliðið mætt í DohaÍ dag fór ungmennalið á vegum KLÍ áleiðis til Qatar þar sem þau taka þátt í boðsmóti fyrir unglinga að 20 árs aldri.  Þetta er boðsmót sem Keilusamband Qatar hefur verið með undanfarin ár og hafa verið að þróa. Mun það vera 6. árið í röð sem þetta mót er haldið og auk íslenska liðsins og heimamana þá er eftirtöldum þjóðum boðið: 

  • Columbía 
  • Finland 
  • Noregur
  • Svíðþjóð 
  • Sádi Arabía 
  • Mexico 

Íslensku ungmennin sem eru í þessari ferð eru: 

Stúlkur:

  • Elva Rós Hannesdóttir ÍR
  • Helga Ósk Freysdóttir KFR
  • Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir ÍA
  • Katrín Fjóla Bragadóttir KFR

Piltar: 

  • Andri Freyr Jónsson KFR
  • Aron Fannar Benteinsson ÍA
  • Jökull Byron Magnússon KFR
  • Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR

Með liðinu eru Theódóra Ólafsdóttir og Guðmundur Sigurðsson sem þjálfarar og fararstjórar. 

Hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu mótsins.

Ungmennalandslið Íslands 2016

 

Hafdís Pála Jónasdóttir og Arnar Davíð Jónsson KFR Íslandsmeistarar

Arnar Davíð Jónsson og Hafdís Pála Jónasdóttir KFR Íslandsmeistarar einstaklinga 2016Núna í kvöld lauk Íslandsmóti einstaklinga í keilu en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Hafdís Pála Jónasdóttir og Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur sigruðu í úrslitakeppninni. Hafdís Pála sigraði Lindu Hrönn Magnúsdóttur úr ÍR í tveim leikjum 161 gegn 160 og síðan 213 gegn 192. Með sigrinum í kvöld er Hafdís Pála yngsta konan sem vinnur Íslandsmeistaratitil í keilu en hún er aðeins 21 árs gömul. Hafdís Pála spilaði mjög vel á mótinu og setti meða annars Íslandsmet kvenna í einum leik þegar hún fyrst kvenna á Íslandi náði fullkomnum leik eða 300 pinnum, 12 fellur í röð. Í þriðja sæti varð svo Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR

Hjá körlunum var það Arnar Davíð Jónsson sem sigraði Stefán Claessen úr ÍR einnig í tveim leikjum. Í fyrsta úrslitaleiknum varð þó jafnt milli þeirra 214 gegn 214 og þurfti því að grípa til bráðabana til að fá úr því skorið hver fengi stigið. Arnar Davíð náði fellu en Stefán fékk einungis 9 pinna. Í öðrum leiknum fór það svo að Arnar silgdi þessu nokkuð örugglega heim en hann náði 235 gegn 168. Í þriðja sæti varð svo Freyr Bragason úr KFR.

 

 

Hafdís Pála   Arnar Davíð

Íslandsmót einstaklinga 2016 – Forkeppnin

Hafdís Pála Jónasdóttir KFR spilaði fyrst íslenskra kvenna 300 leikí dag voru seinni 6 leikirnir spilaði í forkeppni Íslandsmóts einstaklinga 2016. Eins og fram hefur komið spilaði Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 300 leik. Kom 300 leikurinn hjá henn í öðrum leik dagsins. Hafdís Pála ef efst í kvennaflokki með 2.326 pinna eða 193,83 í meðaltal. Arnar Davíð Jónsson einnig úr KFR er efstur í karlaflokki með 2.525 eða 210,42 í meðaltal eftir 12 leiki í forkeppninni.

Á morgun kl. 19 hefst milliriðill en þá keppa 16 efstu karlarnir og 12 efstu konurnar. Á þriðjudaginn á sama tíma verða svo undanúrslit og úrslit. Keilarar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma í Egilshöll og fylgjast með, aðgangur ókeypis að venju.

Lokastaðan eftir forkeppnina er sem hér segir:

Karlaflokkur:
Sæti Nafn Félag 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 í 16. sæti Samtals  Mtl
1 Arnar Davíð Jónsson KFR 201 266 205 169 193 213 264 182 279 171 157 225,00 239 2.525 210,42
2 Stefán Claessen ÍR 194 171 214 186 212 235 231 168 222 233 221 181,00 182 2.468 205,67
3 Hlynur Örn Ómarsson ÍR 208 191 213 192 202 209 210 236 266 171 158 197,00 167 2.453 204,42
4 Róbert Dan Sigurðsson ÍR 254 231 200 154 214 209 208 142 171 210 231 213,00 151 2.437 203,08
5 Þorleifur Jón Hreiðarsson KR 214 171 169 194 195 232 201 185 215 237 224 190,00 141 2.427 202,25
6 Andrés Páll Júlíusson ÍR 204 235 170 162 161 186 199 267 235 156 193 202,00 84 2.370 197,50
7 Arnar Sæbergsson ÍR 162 151 172 210 222 231 203 191 202 214 225 186,00 83 2.369 197,42
8 Steinþór Jóhannsson KFR 192 197 209 190 223 216 189 196 180 201 182 190,00 79 2.365 197,08
9 Freyr Bragason KFR 155 172 203 214 167 185 212 175 213 233 192 244,00 79 2.365 197,08
10 Skúli Freyr Sigurðsson KFA 183 170 201 211 237 163 219 187 178 188 222 198,00 71 2.357 196,42
11 Bjarni Páll Jakobsson ÍR 170 170 191 199 132 212 189 182 232 257 206 216,00 70 2.356 196,33
12 Gústaf Smári Björnsson KFR 186 228 160 221 211 175 125 190 278 197 182 199,00 66 2.352 196,00
13 Ásgrímur Helgi Einarsson KFR 166 151 200 169 204 222 170 211 232 215 199 200,00 53 2.339 194,92
14 Björn Birgisson KFR 213 188 237 203 203 193 169 147 224 202 145 211,00 49 2.335 194,58
15 Hafþór Harðarson ÍR 233 166 183 186 192 174 191 225 180 190 193 213,00 40 2.326 193,83
16 Guðlaugur Valgeirsson KFR 155 167 216 188 211 177 181 159 223 184 255 170 0 2.286 190,50
17 Kristján Þórðarson KR 158 220 175 194 236 194 190 193 179 187 171 178 -11 2.275 189,58
18 Einar Már Björnsson ÍR 214 162 147 169 210 155 213 195 201 170 222 201 -27 2.259 188,25
19 Jökull Byron Magnússon KFR 150 169 204 242 225 137 191 175 169 176 176 209 -63 2.223 185,25
20 Andri Freyr Jónsson KFR 152 225 162 170 232 167 180 187 165 272 138 158 -78 2.208 184,00
21 Guðjón Júlíusson KFR 170 181 169 203 177 185 179 216 212 206 136 171 -81 2.205 183,75
22 Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 213 202 222 225 147 170 179 180 200 165 160 128 -95 2.191 182,58
23 Aron Fannar Benteinson KFA 161 212 158 121 203 195 178 161 221 221 192 154 -109 2.177 181,42
24 Svavar Þór Einarsson ÍR 173 232 187 191 138 172 143 184 187 145 195 163 -176 2.110 175,83
25 Alexander Halldórsson ÍR 141 198 215 235 176 132 152 150 151 181 177 153 -225 2.061 171,75
26 Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson KR 159 152 145 176 145 145 188 191 212 190 170 143 -270 2.016 168,00
27 Jóel Eiður Einarsson KFR 185 165 144 135 151 169 146 135 187 167 181 181 -340 1.946 162,17
28 Jóhann Ragnar Ágústsson ÍR 148 138 128 185 183 157 166 159 148 191 148 152 -383 1.903 158,58
29 Bharat Singh ÍR 138 156 149 131 125 133 158 145 210 146 152 255 -388 1.898 158,17
30 Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR 131 175 138 204 124 134 135 109 177 126 152 169 -512 1.774 147,83
Kvennaflokkur:
Sæti Nafn Félag 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 í 12. sæti Samtals  Mtl
1 Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 194 232 184 198 181 180 152 300 212 172 158 163 490 2.326 193,83
2 Ástrós Pétursdóttir ÍR 205 135 196 201 185 182 211 174 216 219 144 203 435 2.271 189,25
3 Dagný Edda Þórisdóttir KFR 185 200 168 213 169 173 188 187 169 180 187 203 386 2.222 185,17
4 Ragnheiður Þorgilsdóttir KFR 184 181 185 163 201 177 176 185 192 181 189 201 379 2.215 184,58
5 Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 147 189 222 179 202 181 189 158 160 177 177 180 325 2.161 180,08
6 Guðný Gunnarsdóttir ÍR 152 165 209 183 172 146 213 127 187 157 185 210 270 2.106 175,50
7 Katrín Fjóla Bragadóttir KFR 150 167 183 195 160 196 144 160 184 203 173 166 245 2.081 173,42
8 Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir KFA 175 171 148 171 178 189 168 167 179 159 177 183 229 2.065 172,08
9 Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR 139 163 139 155 161 155 171 162 189 196 158 191 143 1.979 164,92
10 Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR 168 149 182 166 153 123 125 178 207 160 176 161 112 1.948 162,33
11 Helga Ósk Freysdóttir KFR 152 153 164 150 149 181 182 191 124 159 162 150 81 1.917 159,75
12 Elva Rós Hannesdóttir ÍR 151 141 181 149 139 112 174 198 121 148 173 149 0 1.836 155,63
13 Anna Kristín Óladóttir KFR 199 145 175 180 146 178 138 162 107 153 119 123 -11 1.825 152,08
14 Bára Ágústsdóttir KFR 171 160 145 136 148 148 146 132 176 169 128 156 -21 1.815 151,25
15 Jóna Gunnarsdóttir KFR 122 156 115 142 165 135 148 160 170 178 142 128 -75 1.761 146,75

 

Fyrsti 300 leikurinn hjá íslenskum kvennkeilara

Hafdís Pála Jónasdóttir KFR setti 300 leik í dagHafdís Pála Jónasdóttir KFR var rétt í þessu að spila fullkominn leik eða 300 á Íslandsmóti einstaklinga sem fram fer í Keiluhöllinni Egilshöll. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur kvennkeilari nær þessum merka áfanga og er þar um leið Íslandsmet hjá konum í einum leik. Gamla metið hefur staðið ansi lengi eða frá 9. febrúar 2004 en þá spilaði Sigfríður Sigurðardóttir úr KFR 290 leik í Keilu í Mjódd.

Óskum Hafdísi Pálu til hamingju með glæsilegt met.

Íslandsmót einstaklinga – Forkeppni

Hafþór Harðarson ÍR og Ragnheiður Í morgun voru spilaðir 6 leikir á Íslandsmóti einstaklinga og var keppt í Keiluhöllinni Egilshöll. Staða efstu keilara er sem hér segir:

Í karlaflokki:

1. sæti Róbert DAn Sigurðsson ÍR með 1.262
2. sæti Arnar Davíð Jónsson KFR með 1.247
3. sæti Björn Birgisson KFR með 1.237

Í kvennaflokki:

1. sæti Hafdís Pála Jónasdóttir KFR með 1.169
2. sæti Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR með 1.120
3. sæti Dagný Edda Þórisdóttir KFR með 1.108

Heildarstaða í karla- og kvennaflokki er sem hér segir:

Sæti Nafn Kennitala Félag 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 í 16. sæti Samtals  Mtl
1 Róbert Dan Sigurðsson 0402882529 ÍR 254 231 200 154 214 209             148,0 1262 210,33
2 Arnar Davíð Jónsson 2103942069 KFR 201 266 205 169 193 213             133,0 1247 207,83
3 Björn Birgisson 2712694719 KFR 213 188 237 203 203 193             123,0 1237 206,17
4 Steinþór Jóhannsson 1508815289 KFR 192 197 209 190 223 216             113,0 1227 204,50
5 Hlynur Örn Ómarsson 1212962339 ÍR 208 191 213 192 202 209             101,0 1215 202,50
6 Stefán Claessen 3007882119 ÍR 194 171 214 186 212 235             98,0 1212 202,00
7 Gústaf Smári Björnsson 0304842159 KFR 186 228 160 221 211 175             67,0 1181 196,83
8 Gunnar Þór Ásgeirsson 3103852719 ÍR 213 202 222 225 147 170             65,0 1179 196,50
9 Kristján Þórðarson 1902635339 KR 158 220 175 194 236 194             63,0 1177 196,17
10 Þorleifur Jón Hreiðarsson 0312745679 KR 214 171 169 194 195 232             61,0 1175 195,83
11 Skúli Freyr Sigurðsson 2210913109 KFA 183 170 201 211 237 163             51,0 1165 194,17
12 Arnar Sæbergsson 0806693059 ÍR 162 151 172 210 222 231             34,0 1148 191,33
13 Hafþór Harðarson 1012862159 ÍR 233 166 183 186 192 174             20,0 1134 189,00
14 Jökull Byron Magnússon 1205002520 KFR 150 169 204 242 225 137             13,0 1127 187,83
15 Andrés Páll Júlíusson 2812765739 ÍR 204 235 170 162 161 186             4,0 1118 186,33
16 Guðlaugur Valgeirsson 2311923019 KFR 155 167 216 188 211 177             0,0 1114 185,67
17 Ásgrímur Helgi Einarsson 3007693309 KFR 166 151 200 169 204 222             -2,0 1112 185,33
18 Andri Freyr Jónsson 1807963049 KFR 152 225 162 170 232 167             -6,0 1108 184,67
19 Alexander Halldórsson 2007973029 ÍR 141 198 215 235 176 132             -17,0 1097 182,83
20 Freyr Bragason 2011695939 KFR 155 172 203 214 167 185             -18,0 1096 182,67
21 Svavar Þór Einarsson 1405754459 ÍR 173 232 187 191 138 172             -21,0 1093 182,17
22 Guðjón Júlíusson 0605824409 KFR 170 181 169 203 177 185             -29,0 1085 180,83
23 Bjarni Páll Jakobsson 1606892859 ÍR 170 170 191 199 132 212             -40,0 1074 179,00
24 Einar Már Björnsson 0112815169 ÍR 214 162 147 169 210 155             -57,0 1057 176,17
25 Aron Fannar Benteinson 3112963299 KFA 161 212 158 121 203 195             -64,0 1050 175,00
26 Jóel Eiður Einarsson 1607725069 KFR 185 165 144 135 151 169             -165,0 949 158,17
27 Jóhann Ragnar Ágústsson 2911675439 ÍR 148 138 128 185 183 157             -175,0 939 156,50
28 Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson 1308714379 KR 159 152 145 176 145 145             -192,0 922 153,67
29 Þorsteinn Hanning Kristinsson 1101982059 ÍR 131 175 138 204 124 134             -208,0 906 151,00
30 Bharat Singh 0202802049 ÍR 138 156 149 131 125 133             -282,0 832 138,67

 

 

Sæti Nafn Kennitala Félag 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 í 12. sæti Samtals  Mtl
1 Hafdís Pála Jónasdóttir 0107952579 KFR 194 232 184 198 181 180             257,0 1169 194,83
2 Linda Hrönn Magnúsdóttir 1709595079 ÍR 147 189 222 179 202 181             208,0 1120 186,67
3 Dagný Edda Þórisdóttir 0712825709 KFR 185 200 168 213 169 173             196,0 1108 184,67
4 Ástrós Pétursdóttir 1712913809 ÍR 205 135 196 201 185 182             192,0 1104 184,00
5 Ragnheiður Þorgilsdóttir 0205685349 KFR 184 181 185 163 201 177             179,0 1091 181,83
6 Katrín Fjóla Bragadóttir 0307962419 KFR 150 167 183 195 160 196             139,0 1051 175,17
7 Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir 2704982139 KFA 175 171 148 171 178 189             120,0 1032 172,00
8 Guðný Gunnarsdóttir 1305597949 ÍR 152 165 209 183 172 146             115,0 1027 171,17
9 Anna Kristín Óladóttir 2505693009 KFR 199 145 175 180 146 178             111,0 1023 170,50
10 Helga Ósk Freysdóttir 2505003270 KFR 152 153 164 150 149 181             37,0 949 158,17
11 Bergþóra Rós Ólafsdóttir 1908902959 ÍR 168 149 182 166 153 123             29,0 941 156,83
12 Ragna Guðrún Magnúsdóttir 1111644609 KFR 139 163 139 155 161 155             0,0 912 152,00
13 Bára Ágústsdóttir 2709595399 KFR 171 160 145 136 148 148             -4,0 908 151,33
14 Elva Rós Hannesdóttir 1703022490 ÍR 151 141 181 149 139 112             -39,0 873 145,50
15 Jóna Gunnarsdóttir 0504504579 KFR 122 156 115 142 165 135             -77,0 835 139,17

 

Næst verður keppt í mótinu á morgun snnudaginn 7. janúar og hefst keppni kl. 09 og verður þá forkeppnin klárur. Milliriðill verður svo á mánudaginn kl. 19 og svo undanúrslit og úrslit á þriðjudaginn kl. 20