Nýr þjálfari hjá afrekshópi karla

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Arnari Sæbergssyni er því miður ekki fært að halda áfram með Afrekshóp karla í Keilu vegna persónulegra aðstæðna út samningstímabilið, eða fram yfir EM karla sem verður í Brussel í ágúst n.k.

Til að klára málið og halda utanum afrekshópinn, velja lið og halda því við efnið hefur KLÍ fengið Ásgrím Helga Einarsson til starfsins.

KLÍ vill þakka Arnari hans störf fyrir sambandið og á sama tíma óska Ásgrími Helga velfarnaðar í starfi.

Stjórn KLÍ

Nýjustu fréttirnar