Minningarmót Stefáns Þórs Jónssonar

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þann 12. maí n.k. kl. 20:00 verður haldið Minningarmót Stebba. Er það í annað sinn sem mótið fer fram en Stebbi lést langt fyrir aldur fram 19. janúar í fyrra. Mótið í ár verður með aðeins breyttu sniði frá því í fyrra. Keppt verður í þrem flokkum, óvanir, vanir án forgjafar og vanir með forgjöf. Farandbikar verður fyrir 1. sætið í flokkunum með og án forgjafar sem og nokkur aukaverðlaun. Verð í mótið er kr. 3.500,- sem renna óskipt í minningarsjóð Stebba. Mótið er C mót. Olíuburður verður HIGH STREET – 8144 – 44 fet. Nánari upplýsingar og skráning á Fésbókarsíðu mótsins.

Nýjustu fréttirnar