Frá og með 15. mars 2016 hefur Alþjóða keilusambandið lagt bann við notkun á eftirfarandi kúlum frá framleiðandanum Motive. Það eru kúlurnar the Jackal og the Jackal Carnage. Sjá nánar tilkynningu frá Alþjóða keilusambandinu. Þessar kúlur eru því alfarið bannaðar í keppni hér á landi og eru keilarar sem eiga slíkar kúlur beðnir um að virða þetta bann.
KR Íslandsmeistari félaga 2016
Um síðustu helgi lauk félagakeppnin í keilu. KR hafi sigur í keppninni og er þetta í fyrsta sinn sem KR-ingar fagna sigri í þessari keppni. Mótið var ansi spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta leik. ÍR hafði verið á topnum fram að síðasta leik en tapaði þá á meðan KR sótti sigur og seig fram úr. ÍR endaði því í 2. sæti og KFR karlar í því þriðja.
Lokastaðan varð sem hér segir:
- KR Karlar – 7.117 pinnar – 177,9 mtl. – 70,0 stig
- ÍR Karlar – 7.281 pinnar – 182,0 mtl. – 69,0 stig
- KFR Karlar – 7.352 pinnar -183,8 mtl. – 68,0 stig
- ÍA Karlar – 7.037 pinnar – 175,9 mtl. – 62,0 stig
- ÍR Konur – 6.600 pinnar – 165,0 mtl. – 61,0 stig
- KFR Konur – 6.441 pinnar – 161,0 mtl. – 38,0 stig
Íslenska landsliðið á EYC2016
Um páskana fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll Evrópumót ungmenna EYC2016. Er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið hér á landi og kemur það til vegna þess hversu vel gekk að halda hér Evrópumót einstaklinga um haustið 2014. Evrópumót ungmenna er þó öllu stærra í framkvæmd því flest lið senda um nokkra keppendur í bæði pilta- og stúlknaflokki auk þjálfara og aðstoðarfólks.Alls verða um 140 þátttakendur á mótinu frá 26 Evrópuþjóðum og verða vel á annað hundrað þjálfarar og aðstoðarmenn þeim til halds og trausts.
Fyrir hönd Íslands keppa 4 piltar og 4 stúlkur en það eru þau:
- Ágúst Ingi Stefánsson ÍR
- Jóhann Ársæll Atlason ÍA
- Jökull Byron Magnússon KFR
- Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR
og
- Elva Rós Hannesdóttir ÍR
- Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór (vantar á mynd)
- Helga Ósk Freysdóttir KFR
- Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir ÍA
Meðal þátttakenda á mótinu er núverandi Evrópumeistari kvenna í fullorðinsflokki hún Maria Bulanova frá Rússlandi en hún er fædd í október 1998 og því á 18. ári. Maria keppti hér á landi á áðurnefndu Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fram fór í október 2014. Maria sigraði á ECC2015 sem fram fór í San Marino á síðasta ári. Einnig mæta til leiks mjög sterkir keilarar frá Svíþjóð og Finnlandi svo einhverjir séu nefndir.
Mótið hefst í Keiluhöllinni Egilshöll á sunnudaginn með formlegri æfingu kl. 10 og stendur hún fram eftir degi. Allar upplýsingar um mótið, dagskrá, keppendur, skor o.fl. má finna á vef mótsins www.eyc2016.eu
Fréttir af mótinu verða einnig birtar hér og á Fésbókarsíðu Keilusambandsins.
Páskamót keiludeildar ÍR 2016
Þá er komið að hinu árlega páskamóti keiludeildar ÍR en það verður haldið laugardaginn 19. mars kl. 10 í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið er flokkaskipt og verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Í verðlaun eru páskaegg að sjálfsögðu. Spiluð er ein þriggja leikja sería og kostar 3.500 í mótið. Olíuburður verður HIGH STREET – 8144 44 fet. Skráning í mótið fer fram hér.
Þorleifur Jón Hreiðarsson KR með 300 leik
Þorleifur Jón Hreiðarsson úr KR setti í einn 300 leik í 1. leik 15. umferðar KR E á móti JP Kast í 2. deild en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Þetta er annar 300 leikur Þorleifs á skömmum tíma en hann náði sínum fyrsta í beinni á SportTV.is þegar RIG mótið fór fram í lok janúar. Staðan er þá þannig að tveir keilarar hafa náð 300 leik í deildarkeppni þetta tímabilið rétt eins og á því síðasta en núna eru það Róbert Dan Sigurðsson ÍR PLS í 1. deild og Þorleifur í 2. deild. Hæsti leikur kvenna í deild er hjá Dagnýju Eddu Þórisdóttur úr KFR en hún náði 290.
Íslandsmót unglinga 2016
Í morgun var keppt á Íslandsmóti unglinga í keilu í Egilshöll. 44 krakkar úr öllum félögum kepptu þar í 1. til 5. flokki og einnig var keppt í opnum flokki pitla og stúlkna. Úrslit urðu sem hér segir:
1. flokkur pilta
- Gunnar Ingi Guðjónsson ÍA
- Þorsteinn Hanning Kristinsson ÍR
- Benedikt Svavar Björnsson ÍR
1. flokkur stúlkna
- Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA
Í 2. flokki pilta urðu úrslit þessi:
- Ágúst Ingi Stefánsson ÍR
- Jökull Byron Magnússon KFR
- Jóhann Ársæll Atlason ÍA
2. flokkur stúlkna:
- Helga Ósk Freysdóttir KFR
- Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór
- María Ragnhildur Ragnarsdóttir KFR
3. flokkur pilta:
- Einar Máni Daníelsson KFR
- Lárus B Halldórsson ÍR
- Adam Geir Baldursson ÍR
3. flokkur stúlkna:
- Elva Rós Hannesdóttir ÍR
- Málfríður Jóna Freysdóttir KFR
- Dagmar Alda Leifsdóttir ÍR
4. flokkur pilta:
- Hinrik Óli Gunnarsson ÍR
- Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR
- Hlynur Atlason ÍA
4. flokkur stúlkna:
- Sara Bryndís Sverrisdóttir ÍR
- Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR
- Harpa Ósk Svansdóttir ÍA
5. flokkur pilta:
- Róbert Leó Gíslason ÍA
- Tristan Máni Nínuson ÍR
- Ísak Freyr Konráðsson ÍA
5. flokkur stúlkna:
- Svava Lind Haraldsdóttir KFR
Opinn flokkur pilta:
- Ágúst Ingi Stefánsson ÍR
- Jökull Byron Magnússon KFR
- Jóhann Ársæll Atlason ÍA
Opinn flokkur stúlkna:
- Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA
- Helga Ósk Freysdóttir KFR
- Elva Rós Hannesdóttir ÍR
Keilusambandið óskar öllum þessum myndarlegu krökkum til hamingju með árangurinn og gott mót.
Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2016
Á þriðjudaginn lauk keppni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf. Forkeppnin var á laugardag og sunnudag og fóru 10 efstu karlar og konur áfram í milliriðil og svo 6 efstu áfram í undanúrslit. Daníel Rodriguez úr ÍR og Bergþóra Pálsdóttir úr Þór urðu Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2016. Alls tóku 36 karlar og 26 konur þátt í mótinu og er þetta með fjölmennara Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf sem haldið hefur verið.
Daníel Rodriguez sigraði Höskuld Stefánsson í úrslitum í 4 leikjum 199 – 209, 198 – 179, 152 179 og svo 232 – 179. Bergþóra Pálsdóttir sigraði Kristrúnu Helgu Pétursdóttir einnig úr Þór í þrem leikjum 220 – 206, 223 – 231 og svo 202 -175. Ef minni fréttaritara bregst ekki þá er þetta fyrsti landstitill sem keilari úr Þór vinnur og óskum við Bergþóru og Þór til hamingju með titilinn sem og einnig Daníel Rodriguez úr ÍR.
Í 3. sæti í karlaflokki varð svo Steindór Máni Björnsson úr ÍR og í 3. sæti í kvennaflokki varð svo Karen Lynn Thorsteinsson úr KFR.
Lokastaða eftir undanúrslit var þessi:
Sæti | Nafn | Félag | Forgjöf | Flutt | Skor | Auka- pinnar | Sam- tals | Meðal- tal | Mism. í 2. sæti |
1 | Daníel Rodriguez | Keiludeild ÍR | 36 | 2502 | 958 | 60 | 3520 | 203,53 | 49 |
2 | Höskuldur Stefánsson | Þór | 54 | 2321 | 1060 | 90 | 3471 | 198,88 | 0 |
3 | Steindór Máni Björnsson | Keiludeild ÍR | 38 | 2349 | 1052 | 60 | 3461 | 200,06 | -10 |
4 | Guðjón Gunnarsson | Keilufélag Akraness | 45 | 2395 | 975 | 70 | 3440 | 198,24 | -31 |
5 | Valdimar G. Valdimarsson | Þór | 30 | 2322 | 975 | 20 | 3317 | 193,94 | -154 |
6 | Guðjón Reyr Þorsteinsson | Keiludeild ÍR | 43 | 2323 | 859 | 0 | 3182 | 187,18 | -289 |
Sæti | Nafn | Félag | Forgjöf | Flutt | Skor | Auka- pinnar | Sam- tals | Meðal- tal | Mism. í 2. sæti |
1 | Bergþóra Pálsdóttir | Þór | 44 | 2493 | 969 | 60 | 3522 | 203,65 | 15 |
2 | Kristrún Helga Pétursdóttir | Þór | 57 | 2415 | 1022 | 70 | 3507 | 202,18 | 0 |
3 | Karen Lynn Thorsteinsson | Keilufélag Reykjavíkur | 38 | 2387 | 1015 | 100 | 3502 | 200,12 | -5 |
4 | Geirdís Hanna Kristjánsdóttir | Þór | 54 | 2393 | 949 | 40 | 3382 | 196,59 | -125 |
5 | Vilborg Lúðvíksdóttir | Keilufélag Akraness | 47 | 2405 | 924 | 10 | 3339 | 195,82 | -168 |
6 | Margrét Björg Jónsdóttir | Keilufélag Akraness | 42 | 2394 | 920 | 20 | 3334 | 194,94 | -173 |
Frá aðalfundi keiludeildar ÍR
Aðalfundur keiludeildar ÍR fór fram í gærkvöldi. Ný stjórn var kjörin en í henni sitja: Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður, Andrés Haukur Hreinsson, Sigríður Klemensdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir og Svavar Þór Einarsson. Daníel Rodriguez og Karen Hilmarsdóttir eru varamenn. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum sem verður á næstu dögum. Úr stjórn gengu Hörður Ingi Jóhannsson og Þórarinn Már Þorbjörnsson. Þeim er þökkuð störf þeirra í stjórn á liðnum árum.
Aðalfundur Keilufélags Reykjavíkur 2016
Aðalfundur Keilufélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 9. mars n.k. kl. 19:00, í Íþróttamiðstöðinni Laugardal.
Frá Qatar – Keppni lokið
Þá hafa krakkarnir í ungmennalandsliði Íslands lokið keppni á mótinu í Qatar. Eins og fram hefur komið náði Katrín Fjóla þeim ágæta árangri að ná 2. sætinu í einstaklingskeppni og varð hún einnig í 3. sæti í heildarkeppni einstaklinga. Hún komst því áfram í master keppnina og fór þar í 8 manna úrslit en tapaði það gegn finnskri stúlku sem vann síðan þá keppni. Að sögn fararstjóra hefur þessi keppnisferð komið sér afskaplega vel fyrir alla og eru krakkarnir reynslunni ríkari eftir ferðina. Þau hafa nú haldið af stað heim á leið og verða væntanleg til landsins á morgun. Allar uppl. um mótið má finna á vef qatarska sambandsins.