Á morgun, sunnudaginn 1. maí fara fram fyrstu leikir í úrslitum Íslandsmóts liða. í karlaflokki taka ÍR-PLS á móti KFR-Lærlingum og í kvennaflokki taka KFR-Valkyrjur á móti ÍR-Buff. Heimaliðin hafa valið olíuburð og er hann í báðum tilvikum: 2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29.
Leikirnir verða á brautum 3-6 þar sem er gott pláss fyrir áhorfendur og hvetjum við alla til að mæta og styðja sitt lið.
Meistaramót ÍR fór fram í morgun í Keiluhöllinni Egilshöll. Að venju er þetta einskonar lokamót og uppskeruhátið deildarinnar. Keppt er í karla-, kvenna- og forgjafarflokki og spiluð er ein þriggja leikja sería. Sigurvegarar á mótinu urðu þau Hlynur Örn Ómarsson, Ástrós Pétursdóttir og Einar Már Björnsson.
3. umferðin í AMF mótaröðinni 2015 – 2016 verður leikin í Egilshöll 5. til 8. maí. Tveir riðlar eru í boði fimmtudaginn 5. maí kl. 10:00 (almennur frídagur) og laugardaginn 7. maí kl. 09:00. Úrslit 3. umferðar fara svo fram eftir riðilinn á laugardag en þá keppa 10 efstu allir við alla Round Robin.
Í
Á Skaganum áttust við ÍA W og ÍR PLS og áttu Skagamenn á brattann að sækja eftir 11-3 tap í gærkvöldi. PLS byrjuðu vel og unnu góðan 3-1 sigur í fyrsta leik sem var jafn á flestum tölum 569-534 og nú þurftu PLS menn einungis ½ stig til að tryggja sig í úrslitin. 2 leikurinn vannst stórt 651 gegn 756 eða 3-1 PLS mönnum í vil og öruggir í úrslitaleikinn þriðja leiknum í 6 ramma tóku við tæknilegir örðugleikar þannig að lokastaðan náðist ekki en PLS menn komnir í úrslit.
Í kvöld fóru fram í Keiluhöllinni í Egilshöll fyrri leikir í undanúrslitum karla og umspili kvenna um sæti í efstu deild.
Breytngar hafa verið gerðar á afrekshópi karla hjá KLÍ, þetta er í beinu framhaldi af næsta verkefni sem er EM karla í ágúst n.k.
Meistaramót ÍR 2016 verður haldið laugardaginn 30. apríl kl. 09:00 í Keiluhöllinni Egilshöll. Að venju er þetta mót aðeins ætlað ÍR-ingum. Spilaðir verða þrír leikir. Fjórir eftu karlar, fjórar efstu konurnar og 4 efstu þess fyrir utan með forgjöf keppa til úrslita, 1. sæti gegn því 4. og 2. og 3. sæti. Skráning á mótið fer fram á