undanúrslit karla og umspil kvenna

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

PLS setti met í kvöldÍ kvöld fóru fram í Keiluhöllinni í Egilshöll fyrri leikir í undanúrslitum karla og umspili kvenna um sæti í efstu deild.

Hjá stelpunum eru það ÍR BK og ÍA sem eigast við. BK urðu í næstneðsta sæti 1. deildar en ÍA í 2 sæti 2.deildar. BK stelpur byrjuðu af krafti og unnu fyrsta leikinn 4-0 530 gegn 447 leikur 2 var á svipuðum nótum 3-1 548 gegn 472 og staðan 7-1 BK stelpum í vil, ÍA kom þó til baka í síðasta leik og hafði 4-0 sigur en heildin var BK megin 1470 gegn 1420 og 9-5 sigur. Þessi lið eigast síðan við upp á Skaga á miðvikudaginn og þurfa BK stelpur 6 stig til að tryggja veru sína í 1. deild.

ÍR PLS tóku á móti ÍA W og þar byrjuðu gestirnir betur 635 gegn 597 en liðin skiptu stigunum á milli sín 2-2 eftir fyrsta leik, leikur 2 þar voru PLS í miklum ham og settu Íslandsmet í 1 leik 748 gegn 680 og 3-1 PLS komnir í 5-3 forystu þriðji leikurinn var svo heimamanna 710 gegn 579 og 4-0 og heildin 2055 gegn 1894 og 11-3 sigur PLS sem þurfa 4 stig annað kvöld til að tryggja sig í úrslitin.

ÍR KLS öttu síðan kappi við KFR Lærlinga þar byrjuðu gestirnir betur og höfðu 663-616 sigur í fyrsta leik og 3-1 það sama var uppi á teningnum í 2. leik en mjög mjótt var á munum Lærlingar 642 gegn 633 og aftur 3-1 sigur og staðan orðin vænleg 6-2 Lærlingum í vil síðasti leikurinn var KLS manna og settu þeir í 609 gegn 530 sem þýddi 3-1 sigur og heildina 1858 gegn 1835 og náðu þar með í dýrmæt stig 7-7 var lokaniðurstaðan og allt opið fyrir seinni leikinn.

Nýjustu fréttirnar