Meistaramót ÍR 2016 – Úrslit

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Einar Már, Hlynur Örn og Ástrós Péturs sigurvegarar á Meistaramóti ÍR 2016Meistaramót ÍR fór fram í morgun í Keiluhöllinni Egilshöll. Að venju er þetta einskonar lokamót og uppskeruhátið deildarinnar. Keppt er í karla-, kvenna- og forgjafarflokki og spiluð er ein þriggja leikja sería. Sigurvegarar á mótinu urðu þau Hlynur Örn Ómarsson, Ástrós Pétursdóttir og Einar Már Björnsson.

Eftir forkeppnina var Hlynur Örn með bestu seríuna eða 707. Alexander Halldórsson varð í 2. sæti með 683 seríu, í 3. sæti var Gunnar Þór Ásgeirsson en hann var „öldungurinn“ í úrslitum en hann er fæddur árið 1985 og í fjórða sæti varð Ágúst Ingi Stefánsson með 658 seríu. Óvænt að sjá svona unga keilara raða sér í efstu sætin en þetta segir bara að framtíðin er björt hjá keiludeild ÍR.

Sjá nánar og lokastöðu á vef keiludildar ÍR.

Nýjustu fréttirnar