Seinni undanúrslitaleikir karla fóru fram í kvöld

Facebook
Twitter

KFR LærlingarÁ Skaganum áttust við ÍA W og ÍR PLS og áttu Skagamenn á brattann að sækja eftir 11-3 tap í gærkvöldi. PLS byrjuðu vel og unnu góðan 3-1 sigur í fyrsta leik sem var jafn á flestum tölum 569-534 og nú þurftu PLS menn einungis ½ stig til að tryggja sig í úrslitin. 2 leikurinn vannst stórt 651 gegn 756 eða 3-1 PLS mönnum í vil og öruggir í úrslitaleikinn þriðja leiknum í 6 ramma tóku við tæknilegir örðugleikar þannig að lokastaðan náðist ekki en PLS menn komnir í úrslit.

Í Egilshöll var stórleikur á ferð KFR Lærlingar gegn ÍR KLS og var jafnt eftir gærdaginn 7-7. Lærlingar komu vel stemmdir í 1. leik og unnu risasigur 634-575 og 4-0 staðan orðin 11-7 og vænleg til árangurs. Leikur 2. Lærlingar gáfu ekkert eftir 3-1 sigur 611 gegn 581 og heildin stendur í 14-8 aðeins ½ stig sem þurfti til að komast í úrslit þriðji leikurinn endaða 2-2 með stórleik Gústafs Smára 256 stig og lokastaða 1873-1736 og kvöldin samanlögð 17-11 Lærlingum í vil.

Fyrsti leikur ÍR PLS og KFR Lærlinga og KFR Valkyrjur og ÍR Buff fer fram Sunnudaginn 1.maí klukkan 19:00 Hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og fylgjast með.

Einnig viljum við minna á umspilsleik um sæti í efstu deild kvenna annað kvöld upp í Akranesi þar sem ÍA og ÍR BK eigast við.

Nýjustu fréttirnar