Arnar áfram í Ballmaster Open

Þessa dagana fer fram eitt stærsta og elsta mótið á Evróputúrnum í keilu en það er Brunswick Ballmaster Open sem fer fram í Helsinki í Finnlandi. Við Íslendingar eigum 2 þáttakendur þar í ár en það eru þeir Magnús Sigurjón Guðmundsson og Arnar Davíð Jónsson. Magnús komst því miður ekki áfram en forkeppninni var að ljúka en hann spilaði best 1273 og var um það bil 130 pinnum frá niðurskurðinum. Arnari gekk þó aðeins betur en hann endaði í 6.sæti eftir forkeppnina og fer beint áfram í úrslitaskref 2 en efstu 12 sleppa við úrslitaskref 1.

Arnar hóf seríuna nokkuð rólega en hann byrjaði á 195 áður en hann henti í 290 leik og eftir það var ekki aftur snúið! Arnar spilaði svo nokkuð stöðugt næstu 3 leiki en hann var með 248-246-247 og þurfti þá ekki nema 190 leik eða svo til að komast áfram. Hann gerði gott betur en það en hann spilaði 253 í seinasta leik og endaði með 1479 seríu sem er frábærlega gert hjá Arnari! 

 

Arnar hefur leik eins og fyrr kom fram í úrslitaskrefi 2 en það byrjar klukkan 9:30 í fyrramálið á finnskum tíma, sunnudaginn 13.janúar eða klukkan 7:30 á íslenskum tíma.

RIG 2019 – Stærsta mótið frá upphafi

Danielle McEwanDagana 26. janúar til 3. febrúar fara Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir í keilu fram. Í ár verður mótið með veglegri hætti og óhætt að segja að það stefni í að þetta verði stærsta mót frá upphafi. Alls koma 21 erlendir keppendur til landsins til að taka þátt í mótinu þar af þrjár PWBA konur og verður fyrirlestur í boði í tengslum við komu þeirra hingað til lands.

Erlendir gestir – Innrásin frá Danmörku

Góður árangur í Svíþjóð

Um nýliðna helgi kláraðist fyrsta Evróputúrsmótið á árinu 2019 en það fór fram í Bowl-o-Rama salnum í Stokkhólmi. Þar áttum við Íslendingar 4 keppendur en þeir Jón Ingi Ragnarsson, Arnar Davíð Jónsson, Magnús Sigurjón Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson voru allir með að þessu sinni. Þar náðu þeir Arnar og Jón Ingi að fara áfram en Arnar endaði 12.sæti eftir forkeppnina en Jón Ingi endaði í 35.sæti. Magnús og Guðmundur komust því miður ekki áfram en það var hörkusamkeppni í mótinu en þáttakendur voru 396.

Arnar og Jón Ingi hófu leik í úrslitaskrefi 1 og fóru þar báðir áfram eftir mjög góðan lokaleik hjá báðum. En þeir lentu síðan báðir í vandræðum í úrslitaskrefi 2 og féllu að lokum úr leik þar. Arnar endaði 29 pinnum frá því að komast áfram í næsta skref en Jón Ingi var 50 pinnum frá því að komast áfram. Arnar endaði í 25.sæti og Jón Ingi í 28.sæti.

 

Fyrir þetta fengu þeir báðir 6000 sænskar krónur. Flott byrjun á árinu 2019 og vonandi er þetta fyrirheit fyrir næstu mót! 

 

Næsta mót á evróputúrnum fer fram í Finnlandi en það er hið margfræga Ballmaster Open en Magnús Sigurjón og Arnar Davíð eru báðir meðal keppenda þar og munum við færa ykkur fréttir af því sem gerist þar.

Tveir 300 leikir í jólamóti KFR

Skúli Freyr Sigurðsson KFRÁ annan dag jóla var hið árlega jólamót KFR haldið í Egilshöll. Tveir 300 leikir litu dagsins ljós í mótinu. Skúli Freyr Sigurðsson KFR náði sínum fyrsta 300 leik á ferlinum en leikurinn kom í 3 og síðasta leik mótsins hjá Skúla. Gústaf Smári Björnsson KFR byrjaði mótið með látum og spilaði sinn þriðja 300 leiká ferlinum og lagði þar með upp fyrir sigur sinn í stjórnuflokki mótsins með 736 seríu. Alls voru 4 keilarar sem fóru yfir 700 í mótinu og 10 aðrir náðu meir en 600 í leikjunum þremur. Úrslit urðu annars þessi:

Jóla og áramótakveðja KLÍ

Keilusamband Íslands óskar keilurum, fjölskyldum þeirra, samstarfs- og styrktaraðilum sínum gleðilegrja jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samveru og samstarf á árinu sem senn líður og sérstaklega öllum þeim sem lagt hafa til vinnu fyrir Keilusambandið. Ágætur árangur hefur náðst hjá keilurum á árinu 2018 og er það von allra að komandi ár verði okkur gæfuríkt. Eitt af verkefnum næsta árs verður Norðurlandamót ungmenna sem fram fer í Keiluhöllinni Egilshöll í nóvember. Auk þess fer kvennalandsliðið á HM, karlalandsliðið fer á EM og fleiri verkefni eru framundan hjá afrekshópum KLÍ og öðrum.

Við vekjum athygli á að aðildarfélög okkar verða með sína dagskrá á vorönn strax í janúar en hér má nálgast hvaða aðildarfélög eru innan KLÍ.

Gleðilega hátíð. 

1. umferð forkeppni Qubica AMF 2019 lokið

Í morgun lauk 1. umferð í forkeppni Qubica AMF World Cup 2019 með 4. og síðasta riðli. Lokastaða umferðarinnar er sú að Alexander Halldósson ÍR var með bestu seríu umferðarinnar 1.373 eða 228,8 í meðaltal. Gústaf Smári Björnsson KFR náði 2. bestu seríu umferðarinnar í dag með 1.361 eða 226,8 í meðaltal og loks varð Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR með 3. bestu seríuna 1.317 eða 219,0 í meðaltal.

 

 

 

Næsta umferð í forkeppni Qubica AMF World Cup verður dagana 31. janúar til 3. febrúar þegar RIG mótið verður en von er á um 20 erlendum keppendum á það mót m.a. þrem WPBA keppendum, nánar auglýst síðar.

Önnur úrslit 1. umferðar voru þessi, raðað eftir bestu seríu:

Nafn Félag Besta sería Auka-pinnar M.tal AMF stig
Alexander Halldórsson ÍR 1.373   228,8 12
Gústaf Smári Björnsson KFR 1.361   226,8 10
Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 1.317   219,5 8
Hafþór Harðarson ÍR 1.314   219,0 7
Freyr Bragason KFR 1.305   217,5 6
Guðmundur Sigurðsson ÍA 1.291   215,2 5
Aron Fannar Benteinson KFR 1.290   215,0 4
Skúli Freyr Sigurðsson KFR 1.261   210,2 3
Björn Guðgeir Sigurðsson KFR 1.236   206,0 2
Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1.229   204,8 1
Birgir Kristinsson ÍR 1.226   204,3  
Björn Birgisson KFR 1.223   203,8  
Guðlaugur Valgeirsson KFR 1.213   202,2  
Stefán Claessen ÍR 1.209   201,5  
Einar Már Björnsson ÍR 1.198   199,7  
Steindór Máni Björnsson ÍR 1.192   198,7  
Guðjón Júlíusson KFR 1.186   197,7  
Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR 1.182   197,0  
Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR 1.163 8 193,8  
Andrés Páll Júlíusson ÍR 1.142   190,3  
Kristján Þórðarson ÍR 1.118   186,3  
Guðný Gunnarsdóttir ÍR 1.113 8 185,5  
Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR 1.104 8 184,0  
Árni Þór Finnsson KFR 1.096   182,7  
Helga Ósk Freysdóttir KFR 1.090 8 181,7  
Jóel Eiður Einarsson KFR 1.067   177,8  
Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR 1.035 8 172,5  
Jóhann Ágúst Jóhannsson ÍR 1.022   170,3  
Bharat Singh ÍR 1.018   169,7  
Svavar Þór Einarsson ÍR 1.011   168,5  
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR 998 8 166,3  
Matthías Leó Sigurðsson KFA 867   144,5  

Fjölmennt á Jólamóti ÍR – Fjóla Dís Helgadóttir með Íslandsmet, aftur

Fjóla Dís Helgadóttir KFRÍ morgun var Jólamót ÍR og Toppveitinga haldið í Egilshöll. Mikil þátttaka var í mótinu og alls kepptu 50 keilarar í mótinu en mótið er flokkaskipt. Fjóla Dís Helgadóttir úr KFR gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet í 5. flokki stúlkna, 10 ára og yngri. Spilaði hún 181 og sló met sem sett var af Ingibjörgu Evu Þórisdóttur KFR 16. desember 1995 í Artic Bowl og hefði því fagnað 23 ára afmæli á morgun. Ekki nóg með það heldur bætti Fjóla Dís sitt eigið met í 2 leikjum 224 og 3 leikjum 456 sem hún setti í byrjun þessa mánaðar. Fólk ætti að setja þetta nafn á minnið.

Úrslit mótsins fóru annars á þann veg að í stjörnuflokki var það Steindór Máni Björnsson úr ÍR sem sigraði með 708 seríu, annar varð Róbert Dan Sigurðsson úr ÍR með 662 og í þriðja var Björn G Sigurðsson úr KFR með 654.

Í A flokki varð það Sigurbjörn S Vilhjálmsson úr ÍR sem varð í fyrsta sæti með 619 seríu. Hannes Jón Hannesson ÍR varð í 2. sæti með 558 og Svavar Þór Einarsson ÍR varð í 3. sæti með 538.

Í  B flokki varð Jóhann Á Jóhannsson úr ÍR í 1. sæti með 586 seríu. 2. varð Sigurður Björn Bjarkason ÍR með 555 og í 3. sæti varð Anna Kristín Óladóttir ÍR með 528.

Í C flokki varð Ágústa Kristín Jónsdóttir ÍA í 1. sæti með 508 seríu. 2. varð Herdís Gunnarsdóttir úr ÍR með 499 og í 3. sæti varð Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR með 494.

Í D flokki varð Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR í 1. sæti með 462 seríu. 2. varð Fjóla Dís Helgadóttir KFR með 456 eins og áður segir og loks varð það Egill Baldursson úr ÍR sem varð í 3. sæti með 451.

Að loknu móti var keppt í fellupotti þar sem keilarar gátu spreytt sig á að ná sem flestum fellum í röð. Í vinning var m.a. áritaður bolur sem Tommy Jones frá Bandaríkjunum spilaði í þegar hann vann Weber Cup. Varð það Gústaf Smári Björnsson KFR sem fór lengst í fellukeppninni og náði 6 fellum í röð.

Keiludeild ÍR þakkar þátttakendum fyrir skemmtilegt mót og óskar keilurum gleðilegra jóla. Sjá má heildarúrslit neðst í fréttinni.

Nafn Meðaltal Flokkur Félag Hæsta sería Sæti leikur 1 leikur 2 leikur 3 Samtals
Steindór Máni Björnsson 193,1 * ÍR 708 1 233 237 238 708
Róbert Dan Sigurðsson 186,3 * ÍR 662 2 219 220 223 662
Björn Guðgeir Sigurðsson 188,2 * KFR 654 3 214 225 215 654
Birgir Kristinsson 195,8 * ÍR 646   187 279 180 646
Guðmundur Sigurðsson 184,4 * KFA 623   190 199 234 623
Þórarinn Már Þorbjörnsson 186,2 * ÍR 617   225 209 183 617
Gústaf Smári Björnsson 196,3 * KFR 610   226 224 160 610
Alexander Halldórsson 194,2 * ÍR 585   178 197 210 585
Hlynur Örn Ómarsson 191,2 * ÍR 559   199 180 180 559
Nanna Hólm Davíðsdóttir 180,2 * ÍR 510   162 170 178 510
Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson 178,3 A ÍR 619 1 215 183 221 619
Hannes Jón Hannesson 172,7 A ÍR 558 2 206 195 157 558
Svavar Þór Einarsson 175,1 A ÍR 538 3 198 191 149 538
Gunnar Þór Gunnarsson 176,9 A ÞÓR 408   125 141 142 408
Jóhann Ágúst Jóhannsson 164,8 B ÍR 586 1 202 192 192 586
Sigurður Björn Bjarkason 155,7 B ÍR 555 2 207 168 180 555
Anna Kristín Óladóttir 155,1 B ÍR 528 3 170 197 161 528
Jóel Eiður Einarsson 157,7 B KFR 510   171 156 183 510
Matthías Leó Sigurðsson 156,3 B KFA 508   207 182 119 508
Bergþóra Rós Ólafsdóttir 169,4 B ÍR 502   157 188 157 502
Jóhann Ragnar Ágústsson 163,7 B ÍR 490   171 153 166 490
Ana Rita Andreade Gomes 158,9 B ÍR 489   145 167 177 489
Elva Rós Hannesdóttir 167,0 B ÍR 479   127 157 195 479
Ragna Guðrún Magnúsdóttir 164,1 B KFR 455   168 137 150 455
Eiríkur Garðar Einarsson 162,2 B ÍR 449   150 105 194 449
Bharat Singh 161,3 B ÍR 422   147 159 116 422
Snæfríður Telma Jónsson 163,8 B ÍR 419   127 118 174 419
Ágústa Kristín Jónsdóttir 148,0 C KFA 508 1 134 201 173 508
Herdís Gunnarsdóttir 150,9 C ÍR 499 2 150 186 163 499
Guðbjörn Joshua Guðjónsson 151,6 C KFR 494 3 170 159 165 494
Karenina Kristín Chiodo 148,4 C ÍR 494   182 149 163 494
Karitas Róbertsdóttir 147,3 C ÍR 472   171 145 156 472
Hinrik Óli Gunnarsson 152,3 C ÍR 461   149 156 156 461
Guðmundur Jóhann Kristófersson 144,5 C ÍR 449   135 167 147 449
Bára Ágústsdóttir 150,5 C ÍR 448   157 175 116 448
Laufey Sigurðardóttir 144,0 C ÍR 443   157 166 120 443
Halldóra Í. Ingvarsdóttir 155,0 C ÍR 434   137 164 133 434
Sigrún G. Guðmundsdóttir 151,4 C ÍR 428   126 135 167 428
Skúli Arnfinnsson 152,0 C ÍR 427   135 122 170 427
Anna Soffía Guðmundsdóttir 148,2 C KFR 404   145 133 126 404
Ingi Már Gunnarsson 145,0 C ÍR 400   132 111 157 400
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir 135,9 D ÍR 462   150 156 156 462
Fjóla Dís Helgadóttir 95,3 D KFR 456   153 181 122 456
Egill Baldursson 137,5 D ÍR 451   137 156 158 451
Unnar Óli Þórsson 128,2 D ÍR 426   109 147 170 426
Ásgeir Karl Gústafsson 122,6 D KFR 415   115 149 151 415
Tristan Máni Nínuson 132,7 D ÍR 411   146 116 149 411
Tómas Freyr Garðarsson 104,7 D KFA 405   114 142 149 405
Valgerður Rún Benediktsdóttir 123,1 D ÍR 378   144 103 131 378
Jónas Hreinn Sigurvinsson 115,0 D KFA 327   108 106 113 327

Magnús Sigurjón Guðmundsson með 300 leik

Magnús S GuðmundssonÍ dag spilaði Skagamaðurinn Magnús Sigurjón Guðmundsson sinn fyrsta fullkoma leik í keilu en Magnús keppir með sænska liðinu Team Clan BK F. Magnús náði þessum leik í öðrum leik í deildarkeppninni í Svíþjóð en lið hans var þá að keppa við Team Gamleby BC í suðurdeildinni. Leikur þessara liða fór annars 10 – 10. Við óskum Magnúsi til hamingju með áfangann.