Fjölmennt á Jólamóti ÍR – Fjóla Dís Helgadóttir með Íslandsmet, aftur

Facebook
Twitter

Fjóla Dís Helgadóttir KFRÍ morgun var Jólamót ÍR og Toppveitinga haldið í Egilshöll. Mikil þátttaka var í mótinu og alls kepptu 50 keilarar í mótinu en mótið er flokkaskipt. Fjóla Dís Helgadóttir úr KFR gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet í 5. flokki stúlkna, 10 ára og yngri. Spilaði hún 181 og sló met sem sett var af Ingibjörgu Evu Þórisdóttur KFR 16. desember 1995 í Artic Bowl og hefði því fagnað 23 ára afmæli á morgun. Ekki nóg með það heldur bætti Fjóla Dís sitt eigið met í 2 leikjum 224 og 3 leikjum 456 sem hún setti í byrjun þessa mánaðar. Fólk ætti að setja þetta nafn á minnið.

Úrslit mótsins fóru annars á þann veg að í stjörnuflokki var það Steindór Máni Björnsson úr ÍR sem sigraði með 708 seríu, annar varð Róbert Dan Sigurðsson úr ÍR með 662 og í þriðja var Björn G Sigurðsson úr KFR með 654.

Í A flokki varð það Sigurbjörn S Vilhjálmsson úr ÍR sem varð í fyrsta sæti með 619 seríu. Hannes Jón Hannesson ÍR varð í 2. sæti með 558 og Svavar Þór Einarsson ÍR varð í 3. sæti með 538.

Í  B flokki varð Jóhann Á Jóhannsson úr ÍR í 1. sæti með 586 seríu. 2. varð Sigurður Björn Bjarkason ÍR með 555 og í 3. sæti varð Anna Kristín Óladóttir ÍR með 528.

Í C flokki varð Ágústa Kristín Jónsdóttir ÍA í 1. sæti með 508 seríu. 2. varð Herdís Gunnarsdóttir úr ÍR með 499 og í 3. sæti varð Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR með 494.

Í D flokki varð Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR í 1. sæti með 462 seríu. 2. varð Fjóla Dís Helgadóttir KFR með 456 eins og áður segir og loks varð það Egill Baldursson úr ÍR sem varð í 3. sæti með 451.

Að loknu móti var keppt í fellupotti þar sem keilarar gátu spreytt sig á að ná sem flestum fellum í röð. Í vinning var m.a. áritaður bolur sem Tommy Jones frá Bandaríkjunum spilaði í þegar hann vann Weber Cup. Varð það Gústaf Smári Björnsson KFR sem fór lengst í fellukeppninni og náði 6 fellum í röð.

Keiludeild ÍR þakkar þátttakendum fyrir skemmtilegt mót og óskar keilurum gleðilegra jóla. Sjá má heildarúrslit neðst í fréttinni.

Nafn Meðaltal Flokkur Félag Hæsta sería Sæti leikur 1 leikur 2 leikur 3 Samtals
Steindór Máni Björnsson 193,1 * ÍR 708 1 233 237 238 708
Róbert Dan Sigurðsson 186,3 * ÍR 662 2 219 220 223 662
Björn Guðgeir Sigurðsson 188,2 * KFR 654 3 214 225 215 654
Birgir Kristinsson 195,8 * ÍR 646   187 279 180 646
Guðmundur Sigurðsson 184,4 * KFA 623   190 199 234 623
Þórarinn Már Þorbjörnsson 186,2 * ÍR 617   225 209 183 617
Gústaf Smári Björnsson 196,3 * KFR 610   226 224 160 610
Alexander Halldórsson 194,2 * ÍR 585   178 197 210 585
Hlynur Örn Ómarsson 191,2 * ÍR 559   199 180 180 559
Nanna Hólm Davíðsdóttir 180,2 * ÍR 510   162 170 178 510
Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson 178,3 A ÍR 619 1 215 183 221 619
Hannes Jón Hannesson 172,7 A ÍR 558 2 206 195 157 558
Svavar Þór Einarsson 175,1 A ÍR 538 3 198 191 149 538
Gunnar Þór Gunnarsson 176,9 A ÞÓR 408   125 141 142 408
Jóhann Ágúst Jóhannsson 164,8 B ÍR 586 1 202 192 192 586
Sigurður Björn Bjarkason 155,7 B ÍR 555 2 207 168 180 555
Anna Kristín Óladóttir 155,1 B ÍR 528 3 170 197 161 528
Jóel Eiður Einarsson 157,7 B KFR 510   171 156 183 510
Matthías Leó Sigurðsson 156,3 B KFA 508   207 182 119 508
Bergþóra Rós Ólafsdóttir 169,4 B ÍR 502   157 188 157 502
Jóhann Ragnar Ágústsson 163,7 B ÍR 490   171 153 166 490
Ana Rita Andreade Gomes 158,9 B ÍR 489   145 167 177 489
Elva Rós Hannesdóttir 167,0 B ÍR 479   127 157 195 479
Ragna Guðrún Magnúsdóttir 164,1 B KFR 455   168 137 150 455
Eiríkur Garðar Einarsson 162,2 B ÍR 449   150 105 194 449
Bharat Singh 161,3 B ÍR 422   147 159 116 422
Snæfríður Telma Jónsson 163,8 B ÍR 419   127 118 174 419
Ágústa Kristín Jónsdóttir 148,0 C KFA 508 1 134 201 173 508
Herdís Gunnarsdóttir 150,9 C ÍR 499 2 150 186 163 499
Guðbjörn Joshua Guðjónsson 151,6 C KFR 494 3 170 159 165 494
Karenina Kristín Chiodo 148,4 C ÍR 494   182 149 163 494
Karitas Róbertsdóttir 147,3 C ÍR 472   171 145 156 472
Hinrik Óli Gunnarsson 152,3 C ÍR 461   149 156 156 461
Guðmundur Jóhann Kristófersson 144,5 C ÍR 449   135 167 147 449
Bára Ágústsdóttir 150,5 C ÍR 448   157 175 116 448
Laufey Sigurðardóttir 144,0 C ÍR 443   157 166 120 443
Halldóra Í. Ingvarsdóttir 155,0 C ÍR 434   137 164 133 434
Sigrún G. Guðmundsdóttir 151,4 C ÍR 428   126 135 167 428
Skúli Arnfinnsson 152,0 C ÍR 427   135 122 170 427
Anna Soffía Guðmundsdóttir 148,2 C KFR 404   145 133 126 404
Ingi Már Gunnarsson 145,0 C ÍR 400   132 111 157 400
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir 135,9 D ÍR 462   150 156 156 462
Fjóla Dís Helgadóttir 95,3 D KFR 456   153 181 122 456
Egill Baldursson 137,5 D ÍR 451   137 156 158 451
Unnar Óli Þórsson 128,2 D ÍR 426   109 147 170 426
Ásgeir Karl Gústafsson 122,6 D KFR 415   115 149 151 415
Tristan Máni Nínuson 132,7 D ÍR 411   146 116 149 411
Tómas Freyr Garðarsson 104,7 D KFA 405   114 142 149 405
Valgerður Rún Benediktsdóttir 123,1 D ÍR 378   144 103 131 378
Jónas Hreinn Sigurvinsson 115,0 D KFA 327   108 106 113 327

Nýjustu fréttirnar