Meistarakeppni ungmenna – 2. umferð

Í gær fór fram 2. umferð í Meistarakeppni ungmenna fyrir tímabilið 2021 til 2022. Keppt var í öllum flokkun nema 5. flokki stúlkna. Best spilaði Hinrik Óli Gunnarsson úr ÍR í 2. flokki pilta en hann lék leikina 6 á 1.167 pinnum eða 194,5 í meðaltal. Best stúlkna spilaði Málfríður Jóna Freysdóttir úr KFR í 1. flokki stúlkna en hún lék sína 6 leiki á 1.035 eða 172,5.

Úrslit umferðarinnar urðu þessi

1. fl. pilta 18 – 20 (fæddir 2001-2003) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samtals M.tal.
  Adam Geir Baldursson ÍR 196 157 160 164 190 190 1.057 176,2
  Hlynur Freyr Pétursson ÍR 141 146 165 167 194 151 964 160,7
  Steindór Máni Björnsson ÍR 118 172 151 219 146 146 952 158,7
                     
1. fl. stúlkna 18 – 20 ára (fæddar 2001-2003) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samtals M.tal.
  Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 201 147 147 155 195 190 1.035 172,5
                     
2. fl. pilta 15 – 17 ára (fæddir 2004-2006) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samtals M.tal.
  Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 258 217 166 142 203 181 1.167 194,5
  Ísak Birkir Sævarsson KFA 146 208 177 147 200 193 1.071 178,5
  Aron Hafþórsson ÍR 118 189 161 172 202 189 1.031 171,8
  Hlynur Helgi Atlason KFA 173 134 184 155 137 179 962 160,3
  Guðbjörn Joshua Guðjónsson ÍR 129 142 110 131 142 121 775 129,2
                     
2. fl. stúlkna 15 – 17 ára (fæddar 2004-2006) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samtals M.tal.
  Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 130 159 176 155 179 170 969 161,5
  Viktoría Þórisdóttir KFA 113 92 121 125 132 100 683 113,8
                     
3. fl. pilta 12 – 15 ára (fæddir 2007 -2009) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samtals M.tal.
  Ásgeir Karl Gústafsson KFR 106 167 160 186 206 199 1.024 170,7
  Mikael Aron Vilhelmsson KFR 153 155 116 169 167 245 1.005 167,5
  Tristan Máni Nínuson ÍR 143 154 149 167 142 174 929 154,8
  Tómas Freyr Garðarsson KFA 148 123 127 138 168 147 851 141,8
  Matthías Leó Sigurðsson KFA 143 156 125 132 134 137 827 137,8
  Matthías Ernir Gylfason KFR 113 156 71 92 115 90 637 106,2
                     
3. fl. stúlkna 12 – 15 ára (fæddar 2007 -2009) Félag L1 L2 L3 L4 L5 L6 Samtals M.tal.
  Nína Rut Magnúsdóttir KFA 111 114 127 112 109 92 665 110,8
                     
4. fl. pilta 9 – 11 ára (fæddir 2010 -2012) Félag L1 L2 L3 Samtals M.tal.      
  Svavar Steinn Guðjónsson KFR 138 166 109 413 137,7      
  Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR 113 146 128 387 129,0      
  Viktor Snær Guðmundsson  ÍR 106 106 87 299 99,7      
  Haukur Leó Ólafsson KFA 109 98 81 288 96,0      
  Ólafur Breki Sigurðsson KFR 101 81 66 248 82,7      
  Guðmundur Ásgeir Svanbergsson ÍR 75 83 76 234 78,0      
  Gabríel Þór Andrason ÍR 82 69 60 211 70,3      
  Þorbjörn Guðrúnarson ÍR 43 74 84 201 67,0      
                     
4. fl. stúlkna 9 – 11 ára (fæddar 2010 -2012) Félag L1 L2 L3 Samtals M.tal.      
  Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR 105 186 102 393 131,0      
  Særós Erla Jóhönnudóttir KFA 111 130 140 381 127,0      
  Alexandra Erla Guðjónsdóttir KFR 68 67 101 236 78,7      
                     
5. fl. pilta 5 – 8 ára (fæddir 2013-2017) Félag L1 L2 L3 Samtals M.tal.      
  Sigfús Áki Guðnason ÍR 72 81 63 216 72,0      

Heildarstaðan í Meistarakeppni ungmenna 2021 til 2022 er þessi

1. fl. pilta 18 – 20 (fæddir 2001-2003) Félag M.tal Heild Leik Stig
  Adam Geir Baldursson ÍR 160,4 1.925 12 22
  Steindór Máni Björnsson ÍR 168,8 2.026 12 20
  Hlynur Freyr Pétursson ÍR 160,7 964 6 10
             
1. fl. stúlkna 18 – 20 ára (fæddar 2001-2003) Félag M.tal Heild Leik Stig
  Málfríður Jóna Freysdóttir KFR 152,8 1.834 12 22
  Elva Rós Hannesdóttir ÍR 148,3 890 6 12
             
2. fl. pilta 15 – 17 ára (fæddir 2004-2006) Félag M.tal Heild Leik Stig
  Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 190,3 2.284 12 24
  Ísak Birkir Sævarsson KFA 169,3 2.031 12 17
  Hlynur Helgi Atlason KFA 164,1 1.969 12 17
  Aron Hafþórsson ÍR 168,2 2.018 12 16
  Guðbjörn Joshua Guðjónsson ÍR 138,0 1.656 12 12
             
2. fl. stúlkna 15 – 17 ára (fæddar 2004-2006) Félag M.tal Heild Leik Stig
  Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR 157,8 1.893 12 22
  Viktoría Þórisdóttir KFA 118,9 1.427 12 18
  Alexandra Kristjánsdóttir ÍR 166,0 996 6 12
             
3. fl. pilta 12 – 15 ára (fæddir 2007 -2009) Félag M.tal Heild Leik Stig
  Ásgeir Karl Gústafsson KFR 168,3 2.020 12 22
  Tristan Máni Nínuson ÍR 166,1 1.993 12 20
  Mikael Aron Vilhelmsson KFR 163,8 1.966 12 18
  Tómas Freyr Garðarsson KFA 141,5 1.698 12 13
  Matthías Leó Sigurðsson KFA 139,7 1.676 12 13
  Matthías Ernir Gylfason KFR 103,3 1.240 12 10
             
3. fl. stúlkna 12 – 15 ára (fæddar 2007 -2009) Félag M.tal Heild Leik Stig
  Nína Rut Magnúsdóttir KFA 104,1 1.249 12 24
             
4. fl. pilta 9 – 11 ára (fæddir 2010 -2012) Félag M.tal Heild Leik Stig
  Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR 125,3 752 6 22
  Svavar Steinn Guðjónsson KFR 114,0 684 6 19,5
  Viktor Snær Guðmundsson  ÍR 97,2 583 6 18
  Ólafur Breki Sigurðsson KFR 86,5 519 6 13,5
  Haukur Leó Ólafsson KFA 87,3 524 6 13
  Þorbjörn Guðrúnarson ÍR 68,0 408 6 8
  Guðmundur Ásgeir Svanbergsson ÍR 78,0 234 3 5
  Gabríel Þór Andrason ÍR 70,3 211 3 4
             
4. fl. stúlkna 9 – 11 ára (fæddar 2010 -2012) Félag M.tal Heild Leik Stig
  Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR 122,0 732 6 22
  Særós Erla Jóhönnudóttir KFA 127,3 764 6 22
  Alexandra Erla Guðjónsdóttir KFR 80,5 483 6 15
  Friðmey Dóra Richter KFA 87,0 261 3 8
             
5. fl. pilta 5 – 8 ára (fæddir 2013-2017) Félag M.tal Heild Leik Stig
  Sigfús Áki Guðnason ÍR 66,5 399 6 24

Myndir frá verðlaunaafhendingu

1. flokkur pilta, frá vinstri: Hlynur Freyr Pétursson ÍR, Adam Geir Baldursson ÍR og Stenidór Máni Björnsson ÍR

1. flokkur stúlkna, Málfríður Jóna Freysdóttir KFR

2. flokkur pilta, frá vinstri: Ísak Birkir Sævarsson ÍA, Hinrik Óli Gunanrsson ÍR og Aron Hafþórsson ÍR

2. flokkur stúlkna, frá vinstri: Viktoría Þórisdóttir ÍA og Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir ÍR

3. flokkur pilta, frá vinstri: Mikael Aron Vilhelmsson KFR, Ásgeir Karl Gústafsson KFR og Tristan Máni Nínuson ÍR

3. flokkur stúlkna, Nína Rut Magnúsdóttir ÍA

4. flokkur pilta, frá vinstri: Gottskálk Ryan Guðjónsson ÍR, Svavar Steinn Guðjónsson KFR og Viktor Snær Guðmundsson ÍR

4. flokkur stúlkna, frá vinstri: Særós Erla Jóhönnudóttir ÍA, Bára Líf Gunnarsdóttir ÍR og Alexandra Erla Guðjónsdóttir KFR

5. flokkur pilta, Sigfús Áki Guðnason ÍR

Frá Super World Championship í Dubai – Einstaklings- og tvímenningskeppni

Frá SWC í Dubai er það að frétta að einstaklingskeppninni er lokið. Það má segja að upplýsingar frá mótshaldara eru með furðulegra móti að þessu sinni og mjög erfitt að finna eða vinna upplýsingar frá mótinu. En frá því má segja að einstaklingskeppninni er lokið og fara hér úrslit okkar fólks í þeirri keppni:

Konur

  • Helga Ósk Freysdóttir KFR endaði í 65. sæti með 186,7 meðaltal en hún lék leikina 10 þá á 1.867 pinnum. Leikirnir voru: 192-196-182-140-196-160-210-195-177-219
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR endaði í næsta sæti eða því 66. með 186,3 í meðaltal, 1.863 samtals. Leikirnir voru: 172-202-174-178-138-181-224-176-192-226
  • Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR endaði í 74. sæti með 179,9 meðaltal eða 1.799 seríu. Leikirnir voru: 171-155-150-178-141-216-200-171-192-225
  • Margrét Björg Jónsdóttir ÍR endaði í 84. sæti með 167,9 meðaltal eða 1.679 seríu. Leikirnir voru: 156-131-170-185-157-174-183-187-168-168

Karlar

  • Guðlaugur Valgeirsson KFR endaði í 64. sæti með 211,3 í meðaltal eða 2.113 seríu. Leikirnir voru: 258-197-222-185-204-210-215-186-226-210
  • Arnar Davíð Jónsson KFR endaði í næsta sæti eða því 65. með 211,0 í meðaltal eða 2.110 seríu. Leikirnir voru: 182-233-237-186-229-190-247-211-201-194.
  • Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR endaði í 98. sæti með 200,6 meðaltal eða 2.006 seríu. Leikirnir voru: 158-181-174-226-206-223-226-215-174-223
  • Gústaf Smári Björnsson KFR endaði í 120. sæti með 178,2 í meðaltal eða 1.782 seríu. Leikirnir voru: 154-179-131-168-200-198-199-168-177-208

Í tvímenningskeppninni fóru leikar þannig að hjá konum urðu Nanna og Linda í 42. sæti með 1.705 seríu eða 170,5 í meðaltal og þær Margrét og Helga urðu í 44. sæti með 1.695 seríu eða 169,5 í meðaltal

Hjá körlum urðu það þeir Arnar Davíð og Guðlaugur sem enduðu í 49. sæti með 1.995 seríu eða 199,5 í meðaltal. Þeir Gunnar Þór og Gústaf Smári enduðu í 53. sæti með 1.944 seríu eða 194,4 í meðaltal.

32.liða bikar karla leikdagar

Dregið var í 32 liða bikar í kvöld upp í Egilshöll
Spilaðir eru 2 leikir til að komast í 16 liða
Þeir leikir sem fara fram 22.nóvember 2021
KFR Stormsveitin – ÍA C
ÍR Land – ÍR KLS

Þau lið sem sitja hjá og eru komin í 16 liða eru:

ÍA
ÍA-B
ÍA-W
ÍR-A
ÍR-Broskarlar
ÍR-L
ÍR-NAS
ÍR-PLS
ÍR-S
KFR-Grænu töffararnir
KFR-JP KAST
KFR-Lærlingar
KFR-Þröstur
Þór

16.liða bikar fer svo fram 13 og 14 desember 2021



Frá einstaklingskeppninni í Super World Championship í Dubai

Í gær laugardag fóru fram fyrri 5 leikirnir í einstaklingskeppninni í Super World Championship (SWC) í Dubai. Fyrst spiluðu þær Helga Ósk Freysdóttir og Margrét Björg Jónsdóttir í fyrra hollinu. Þá var komið að þeim Gústaf Smára Björnssyni og Guðlaugi Valgeirssyni en strax á eftir þeim fóru þær Linda Hrönn Magnúsdóttir og Nanna Hólm Davíðsdóttir upp á brautirnar. Það voru síðan þeir Arnar Davíð Jónsson og Gunnar Þór Ásgeirsson sem lokuðu deginum hjá Íslendingum í Dubai.

Leikarnir fóru svona hjá okkar fólki:

Konur

  • Helga Ósk Freysdóttir 68. sæti með 906 pinna eða 181,2 mtl. – 192-196-182-140-196
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir 79. sæti með 864 pinna eða 172,8 mtl. – 172-202-174-178-138
  • Margrét Björg Jónsdóttir 88. sæti með 799 pinna eða 159,8 mtl. – 156-131-170-185-157
  • Nanna Hólm Dagíðsdóttir 90. sæti með 795 pinna eða 159,0 mtl – 171-155-150-178-141

Karlar

  • Arnar Davíð Jónsson 54. sæti með 1.067 pinna eða 213,4 mtl. – 182-233-237-186-229
  • Guðlaugur Valgeirsson 56. sæti með 1.066 pinna eða 213,2 mtl. – 258-197-222-185-204
  • Gunnar Þór Ásgeirsson 111. sæti með 945 pinna eða 189,8 mtl. – 158-181-174-226-206
  • Gústaf Smári Björnsson 126. sæti með 832 pinna eða 166,4 mtl. – 154-179-131-168-200

Best kvenna á mótinu spilaði hin enska Verity Crawley en hún lék leikina 5 á 1.224 pinnum eða 244,8 í meðaltal. Leikirnir hjá henni voru 229-243-279-248-225. Kelly Kilick frá Bandaríkjunum er næst á eftir henni með 1.218 pinna eða 243,6 í meðaltal. Til gamans má geta að Verity mun vera með okkur á RIG 2022 mótinu sem fram fer eftir áramót.

Bestur hjá körlunum í gær var hinn sænski Jesper Svensson sem átti ótrúlega seríu sem er óstaðfest heimsmet í 5. leikjum karla. Spilaði hann 1.345 pinna eða 269,0 í meðaltal. Stóðu leikirnir saman af 269-259-279-279-259. Til gamans má geta að 279 leikur samanstendur af 11 fellum af 12 mögulegum með einu kasti sem leikmaður nær 9 pinnum en feykir svo. Jesper var þarna með tvo slíka í röð. Sannarlega ótrúleg spilamennska hjá líklega einum besta keilara heimsins í dag. Annar hjá körlum er A. Alkiwai frá Sadi Arabíu með 1.313 seríu en hann gerði sér lítið fyrir og var með tvo fullkomna leiki í seríunni 300-267-207-239-300.

Þegar þetta er skrifað er tvímenningskeppnin hafin. Er hún sett þarna inn á milli einstaklingsleikjanna og byrjuðu þeir Arnar Davíð og Guðlaugur leika fyrir okkar hönd. Eru þeir eftir leikina 5 í 24. sæti með 1.995 pinna eða 199,5 í meðaltal.

Hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu þess en ákveðin vandræði hafa verið með síðuna og verið er að vinna í uppfærslum og breytingum á henni. En þar er hægt að sjá skor úr mótinu og komast í hlekki til að sjá beina útsendingu úr salnum í Dubai.

Brautarskipan hjá íslenski keppendunum í Dubai

IBF gaf út í gær brautarskipan með nokkuð sérstæðu formi fyrir Super World Championship mótið sem nú fer fram í Dubai. Hér fyrir neðan má finna PDF skjöl, sem opnast í nýjum glugga, en í þeim kemur fram á hvaða brautum okkar fólk leikur á í mótinu.

SWC Women singles Qualification Nov 6th 15.00

SWC Mens singles Qualification Nov 6th 18.30

SWC Women singles Qualification Nov 6th 08.00

SWC Mens singles Qualification Nov 6th 11.30

Talað er um að streyma frá mótinu á vef Strikecloud en ljóst er að það er bæði flókið að komast þar inn og virknin ekki alveg sú besta. Keilurum er bent á að fyllgjast með spjallþráðum keilara á Fésbók en þar eru aðilar að setja inn leiðir til að fylgjast með.

Íslandsmót í Tvímenning 2021

Íslandsmót í tvímenning fer fram í Egilshöll helgina 11 – 12. des 2021.
Keppnin hefst laugardaginn 11. des kl 9:00 með 4 leikjum og fara efstu 10 áfram í milliriðil þar sem spilaðir eru 4 leikir og fara 6 efstu áfram í undanúrslit sem spilaður er sunnudaginn 12. des kl 9:00 og spilað round robin. 
Efstu 2 eftir round robin fara svo í úrslit.

Skráning fer fram á hér 

Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna:

annað sem first name og hitt sem last name. 

Lokað er fyrir skráningu fimmtudaginn 9.desember kl 18:00

Laugardagur 11.desember kl 9:00

Forkeppni 9000.- pr. tvímenning

4 leikir – Efstu 10 fara áfram.

Milliriðill 9000.- pr. tvímenning

4. leikir – Efstu 6 fara áfram

Sunnudagur 12. desember kl 9:00

Undanúrslit 11.000.- pr. tvímenning

Einföld umferð allir við alla.

Úrslit – Efstu 2 leika til úrslita.

Dual – 2 burðir –

Hægri braut:2006 AMZ Division Finals Short

Vinstri braut:DEAD MAN’S CURVE

Reglugerð

Nú verður ekki posi á staðnum. Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ og senda staðfestingu á greiðslu á [email protected] eða koma með útprentun á kvittun í mótið.

Keilusamband Íslands, KLÍ

Kennitala: 460792-2159

0115-26-010520

Lokað er fyrir skráningu fimmtudaginn 9.desember kl 18:00

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga á mótinu ef ekki nægur fjöldi fæst

eða að færa það til kl. 8:00 ef að það verða það margir.

32.liða bikar dráttur

Nú fer að líða að því að 32 liða bikar verði spilaður. 
Dregið verður þriðjudaginn 9.nóv 2021 kl 18:30.
32 liða bikar er settur mánudaginn 22.nóv að öllu óbreyttu. Ef Þór eða ÍA dragast með heimaleik, gætu komið aðrar dagsetningar.
Í karlaflokki eru skráð 18 lið sem þýðir að það þarf að spila tvo leiki í 32 liða karla.
Bikarmeistarar frá í fyrra ÍR-PLS sitja hjá í fyrstu umferð
Þau lið sem eru einnig í pottinum hjá körlum eru:
ÍA
ÍA-B
ÍA-C
ÍA-W
ÍR-A
ÍR-Broskarlar
ÍR-KLS
ÍR-L
ÍR-Land
ÍR-NAS
ÍR-S
KFR-Grænu töffararnir
KFR-JP KAST
KFR-Lærlingar
KFR-Stormsveitin
KFR-Þröstur
Þór

Í kvennaflokki eru 11 lið skráð til þátttöku.
Bikarmeistarar frá í fyrra KFR-Valkyrjur sitja hjá í fyrstu umferð.
Þannig að það verða þrír leikir í 16 liða bikar kvenna.
Þau lið sem einnig eru skráð hjá konum eru:
ÍA-Meyjur
ÍR-BK
ÍR-BUFF
ÍR-Elding
ÍR-KK
ÍR-N
ÍR-TT
KFR- Ásynjur
KFR Skutlurnar
KFR-Afturgöngurnar

Landslið Íslands keppa á IBF Super World Championship í Dubai

Bæði karla- og kvennalandslið Ísland eru nýkomin til Dubai til keppni á IBF Super World Championship mótinu sem mun fara fram dagana 6. til 15. nóvember. Boðað var til þessa móts þar sem ljóst var að keppnishald í heiminum væri að fara aftur af stað eftir Covid stopp og lítið um álfu- eða heimsmót búin að vera frá því að faraldurinn skall á.

Hvort landslið samanstendur af 4 leikmönnum og er keppt í einstaklings,-, tvímennings-, þrímennings- og liðakeppni. Alls keppa 27 þjóðir í kvennaflokki og 36 þjóðir í karlaflokki á mótinu.

Karlalandslið Íslands er þannig skipað:

  • Arnar Davíð Jónsson KFR / Högänäs
  • Guðlaugur Valgeirsson KFR / Högänäs
  • Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR
  • Gústaf Smári Björnsson KFR

Þjálfari er Mattias Möller Högänäs Svíþjóð

Kvennalandslið Íslands er þannig skipað:

  • Helga Ósk Freysdóttir KFR
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR
  • Margrét Björg Jónsdóttir ÍR
  • Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR

Þjálfari er Skúli Freyr Sigurðsson

Liðsstjóri er Andri Freyr Jónsson

Strax að loknu mótinu fer fram Heimsþing keilunnar International Bowling Federation á sama stað og munu Hörður Ingi Jóhannsson og Þórarinn Már Þorbjörnsson sitja það fyrir Íslands hönd. Því næst fer fram IBF Masters World Championship og munu Íslendingar senda 4 konur og 2 karla til þátttöku á því móti.

Allar upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.

Olíuburður mótanna verður 44 fet IBF Emirates 21.

Keilusalnum á Akranesi lokað til 8. nóvember hið minnsta

Eins og fram hefur komið á fréttamiðlum er mikið um Covid-19 smit á Akranesi. Af þeim sökum er öllum íþróttamannvirkjum lokað frá og með deginum í dag til mánudagsins 8. nóvember hið minnsta. Þessi ráðstöfun hefur auðvitað áhrif á okkar mót og þá leiki sem fara eiga fram upp á Skaga.

Mótanefnd KLÍ er í þeirri vinnu að hliðra til leikjum sem eru undir og þarf smá tækifæri til þess að klára þá vinnu. Aðilar verða látnir vita en aðilum er samt bent á að fylgjast vel með fréttum hér á vef KLÍ og á Fésbókarsíðum keilara.

Gunnar Þór Ásgeirsson í 5. sæti á ECC 2021

Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR varð í 5. sæti á Evrópumóti landsmeistara ECC á Krít í Grikklandi. Hann varð aðeins 27 pinnum frá 4. sætinu til að tryggja sér rétt til að keppa í undanúrslitum mótsins. Gunnar Þór var með 226,2 í meðaltal í mótinu eftir 28 leiki sem hann lék og vann hann sig upp sætalistann frá því að hann komst í 16 manna úrslit en hann var í 9. sætinu eftir forkeppnina. Komst hann upp í 7. sætið í 16 manna úrslitum og tryggði sér þar með rétt til að keppa í 8 manna úrslitum og endaði eins og áður segir í 5. sæti mótsins. Er þetta í þriðja sinn sem íslenskur keilari kemst í 8 manna úrslit ECC.

Það varð Mike Bergmann frá Hollandi sem sigraði mótið í karlaflokki en hann lagði Svíann Mattias Wetterberg í úrslitum 2 – 1. Wetterberg er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur keppt hér á landi á Reykjavíkurleikunum.

Sue Abela frá Möltu sigraði síðan kvennamótið en hún lagði hina dönsku Mika Guldbaek í úrslitum sömuleiðis 2 – 1 en Mika hafði leitt mótið framan af.

Það er skammt stórra högga á milli hjá Gunnari Þór en hann mun rétt stoppa í einn dag hér heima áður en hann heldur til Dubai með íslenska karlalandsliðinu til keppni á Super World Cup.

Allar upplýsingar um mótið má finna hér.