Frá Super World Championship í Dubai – Einstaklings- og tvímenningskeppni

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Frá SWC í Dubai er það að frétta að einstaklingskeppninni er lokið. Það má segja að upplýsingar frá mótshaldara eru með furðulegra móti að þessu sinni og mjög erfitt að finna eða vinna upplýsingar frá mótinu. En frá því má segja að einstaklingskeppninni er lokið og fara hér úrslit okkar fólks í þeirri keppni:

Konur

  • Helga Ósk Freysdóttir KFR endaði í 65. sæti með 186,7 meðaltal en hún lék leikina 10 þá á 1.867 pinnum. Leikirnir voru: 192-196-182-140-196-160-210-195-177-219
  • Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR endaði í næsta sæti eða því 66. með 186,3 í meðaltal, 1.863 samtals. Leikirnir voru: 172-202-174-178-138-181-224-176-192-226
  • Nanna Hólm Davíðsdóttir ÍR endaði í 74. sæti með 179,9 meðaltal eða 1.799 seríu. Leikirnir voru: 171-155-150-178-141-216-200-171-192-225
  • Margrét Björg Jónsdóttir ÍR endaði í 84. sæti með 167,9 meðaltal eða 1.679 seríu. Leikirnir voru: 156-131-170-185-157-174-183-187-168-168

Karlar

  • Guðlaugur Valgeirsson KFR endaði í 64. sæti með 211,3 í meðaltal eða 2.113 seríu. Leikirnir voru: 258-197-222-185-204-210-215-186-226-210
  • Arnar Davíð Jónsson KFR endaði í næsta sæti eða því 65. með 211,0 í meðaltal eða 2.110 seríu. Leikirnir voru: 182-233-237-186-229-190-247-211-201-194.
  • Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR endaði í 98. sæti með 200,6 meðaltal eða 2.006 seríu. Leikirnir voru: 158-181-174-226-206-223-226-215-174-223
  • Gústaf Smári Björnsson KFR endaði í 120. sæti með 178,2 í meðaltal eða 1.782 seríu. Leikirnir voru: 154-179-131-168-200-198-199-168-177-208

Í tvímenningskeppninni fóru leikar þannig að hjá konum urðu Nanna og Linda í 42. sæti með 1.705 seríu eða 170,5 í meðaltal og þær Margrét og Helga urðu í 44. sæti með 1.695 seríu eða 169,5 í meðaltal

Hjá körlum urðu það þeir Arnar Davíð og Guðlaugur sem enduðu í 49. sæti með 1.995 seríu eða 199,5 í meðaltal. Þeir Gunnar Þór og Gústaf Smári enduðu í 53. sæti með 1.944 seríu eða 194,4 í meðaltal.

Nýjustu fréttirnar