Meistarakeppni ungmenna 2006 – 2007

1. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 4. nóvember n.k. og hefst upphitun kl. 9:00. Verð er óbreytt frá síðasta ári, eða kr. 1.800 fyrir þá keppendur sem spila 6 leiki og kr. 900 fyrir þá keppendur sem spila 3 leiki. Skráning er hjá þjálfurum félaganna og á netfangið [email protected]. Athugið að í skráningu þarf að koma fram fullt nafn keppanda og kennitala. Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til fimmtudagsins 2. nóvember kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu.

Keppt er í Meistarakeppni ungmenna einu sinni í mánuði á keppnistímabilinu frá nóvember fram í mars a.m.k. 4 umferðir. Keppt er í einstaklingskeppni í 4 flokkum pilta og stúlkna á aldrinum 11 til 22 ára og veitt eru 1 – 12 stig fyrir sæti í flokki í hverri umferð. Spilaðir eru 6 leikir í 1. – 3. flokki (3 keppendur á braut), skipt um brautir eftir hverja tvo leiki og tekur spilamennskan u.þ.b. 2 ½ – 3 klst í hverri umferð ef engar tafir verða. Í 4. flokki eru spilaðir 3 leikir (3 keppendur á braut) og tekur spilamennskan u.þ.b. 2 ½ klst í hverri umferð ef engar tafir verða. Fjöldi keppenda var á bilinu 24 – 29 í hverri umferð á síðasta keppnistímbili. Umsjón mótsins er í höndum KLÍ, en þátttakendur greiða kostnað vegna brautarleigu. Sjá nánar í reglugerð um Meistarakeppni ungmenna.
 
Keppt verður í Meistarakeppni ungmenna á laugardögum kl. 9:00 – 11:30/12:00, einu sinni í mánuði frá nóvember til mars, og verða keppnisdagar í vetur eftirtaldir:
1. umferð laugardagur 4. nóvember 2006 kl. 9:00
2. umferð laugardagur 2. desember 2006 kl. 9:00
3. umferð laugardagur 20. janúar 2007 kl. 9:00
4. umferð laugardagur 10. mars 2007 kl. 9:00
5. umferð laugardagur 24. mars 2007 kl. 9:00

Sjá nánar í dagskrá unglingamóta keppnistímabilið 2006 – 2007

Íslandsmót unglingaliða 2006 – 2007

Keppni í Íslandsmóti unglingaliða hefst í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á laugardaginn 28. október og hefst upphitun kl. 9:00. Til keppni í vetur eru skráð 4 lið, 2 lið frá ÍA, 1 frá KFR og 1 frá ÍR. Keppt verður í Íslandsmóti unglingaliða á laugardögum kl. 9:00 – u.þ.b. 11:00, og er að jafnaði keppt einu sinni í mánuði frá október til mars að desember undanskildum. Keppnisdagar í Íslandsmóti unglingaliða á keppnistímabilinu 2006 – 2007 eru eftirtaldir: laugardaginn 28. október 2006, 18. nóvember 2006, 6. janúar 2007, 27. janúar 2007, 24. febrúar 2007, 17. mars 2007 og úrslit 25. mars 2007.

Keppt er í Íslandsmóti unglingaliða að jafnaði einu sinni í mánuði á keppnistímabilinu frá október/nóvember til mars/apríl, auk úrslitakeppni 4 stigahæstu liðanna í lok keppnistímabilsins. Keppt er í liðakeppni 3 manna liða og í hverri umferð er spiluð einföld umferð, allir á móti öllum, upp á stig, 2 stig fyrir unninn leik og 1 stig fyrir jafntefli. Skipt er um mótherja og brautir eftir hvern leik. Rétt til þátttöku í Íslandsmóti unglingaliða hafa öll félög sem starfa innan KLÍ og keppnisrétt með liðunum hafa unglingar sem eru í 6. – 10. bekk grunnskóla. Keppnistímabilið 2006 – 2007 taka 4 lið þátt í Íslandsmóti unglingaliða, spilaðir verða 3 leikir í hverri umferð og miðað við þann fjölda tekur spilamennskan u.þ.b. 2 klst ef engar tafir verða. Umsjón mótsins er í höndum KLÍ, en félögin greiða kostnað vegna brautarleigu. Sjá nánar í reglugerð KLí um Íslandsmót unglingaliða

Opna hjóna- og paramót KFR

Fyrirhugað er að hafa Hjóna- og paramót KFR í vetur eins og undanfarin ár. Mótin hafa löngum þótt meðal þeirra skemmtilegustu sem boðið er upp á. Fyrsta mótið í vetur verður á sunnudaginn 15. okt. kl. 20:00 í Öskjuhlíð. Vegna þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í keilunni á árinu varðandi salamál ofl. eru þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í mótinu beðnir um að senda tölvupóst á [email protected] og láta vita af áhuga sínum.

Opna Keiluhallarmótið

Opna Keiluhallarmótið verður haldið í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 14. október og hefst kl. 9:00. Spilaðir eru 2 leikir í fyrstu umferð og komast 16 keppendur áfram í næstu umferð. Tveir japanskir atvinnukeilarar keppa í þessu móti. Skráning er hjá Tóta sími 820 6404 og Reyni sími 825 1213. Skráningu lýkur föstudaginn 11. október kl. 12:00. Verð kr. 2.500. Sjá nánar í auglýsingu.

Utandeild KLÍ 2006 – 2007

Alls eru skráð 20 lið til keppni í Utandeild KLÍ í vetur. Keppt verður í tveimur riðlum og að jafnaði spilað fyrstu tvo fimmtudaga í mánuði. Keppnin verður með örlítið breyttu sniði frá því áður, þannig að spilaðir verða 3 leikir á kvöldi á móti þremum mótherjum og skipt um brautir eftir hvern leik.

Leikdagar Utandeildar 2006-2007
Dagksrá riðils 1
Dagskrá riðils 2
Reglur utandeildarinnar

 

 

 

 

Evrópubikar landsmeistara 2006

Freyr Bragson og Sigfríður Sigurðardóttir úr KFR luku keppni á Evrópubikar landsmeistara í Riga í Lettlandi á föstudaginn. Freyr lauk keppni í 25. sæti með 186 í meðaltal eftir 24 leiki. Sigurvegari í karlaflokki var Or Avriam Ísrael, í 2. sæti var Norðmaðurinn Mads Sandbakken og í 3. sæti Dominic Barrett Englandi. Sigfríður endaði í 26. sæti með 177 í meðaltal eftir 24 leiki. Sigurvegari í kvennaflokki var Annika Kilander Svíþjóð, í 2. sæti var Heidi Thorstensen Noregi og í 3. sæti Patricia Klug Austurríki. Sjá nánar

Reykjavíkurmót para 2006

Skráning er hafin í Reykjavíkurmót para 2006.  Forkeppni er laugardaginn 7. október og sunnudaginn 8. október,  4 leikir hvorn dag. Keppt kl. 09:00 báða dagana í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Þrjú efstu pörin á pinnafalli úr leikjunum átta komast í úrslit. Úrslitin eru leikin strax að lokinni forkeppninni. Úrslit eru 3-2-1-1 og er úrslitaleikurinn tvöfaldur. Sigurvegararnir hljóta titilinn Reykjavíkurmeistarar para 2006. Verð er 6.000 á parið. Skráning fer fram hjá Dóru í síma 6619585 [email protected] og hjá Tóta ÍR í síma 8206404 og netfang [email protected]  

Sjá auglýsingu

Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf

Bára Ágústsdóttir KFR og Hafliði Ólafsson ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf 2006 og er þetta í fyrsta sinnið sem þau vinna þennan titil. Sigruðu þau Önnu Soffíu Guðmundsdóttur KFR og Reyni Þorsteinsson ÍR í úrslitaleikjunum og fóru báðir leikirnir 2 – 1. Í þriðja sæti kvenna voru Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR og Róbert Dan Sigurðsson ÍR. Í leiknum um 3. sætið sigraði Bergþóra, Ástrósu Pétursdóttur ÍR 2 – 1 og Róbert sigraði Halldór Ásgeirsson ÍR 2 – 0.

Sjá skor mótsins og úrslit

 

Leikir kvöldsins 2. október

Í kvöld mánudaginn 2. október fóru fyrstu leikir keppnistímabilsins fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð, 3 leikir í 1. deild kvenna og 2 leikir í 2. deild karla. 

ÍR-BK (1.447) – KFR-Skutlurnar (1.654) 6 – 14
ÍR-TT (1.996) – KFA-ÍA (1.620) 18 – 2
ÍR-KK 1.435) – KFR-Valkyrjur (1.873) 1 – 19
KFR-Afturgöngurnar sátu hjá í 1. umferðinni.

Hæsta sería Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT 531, hæsta skor Karen Thorsteinsson KFR-Skutlurnar, hæsti leikur liðs ÍR-TT 696, hæsta sería liðs ÍR-TT 1.996, flestar stjörnur ÍR-TT 9.

ÍR-NAS (1.884) – KFK-Keila.is (1.875) 11 – 9
ÍR-T (1.748) – ÍR-Línur (1.947) 15 – 5
Leikjum KFA-ÍA-A og KR-C og KFA-ÍA-B og KFR-JP-kast var frestað eins og áður var tilkynnt og KFK-Keiluvinir sátu hjá í 1. umferðinni.

Hæsta sería Jafet Óskarsson ÍR-NAS 509, hæsta skor Birgir Guðlaugsson KFK-Keila.is 203, hæsti leikur liðs ÍR-Línur 704, hæsta sería liðs ÍR-Línur 1.947, flestar stjörnur ÍR-Línur og ÍR-NAS 3

Dagskrá fyrstu umferðanna er nú að finna á heimasíðunni undir Deildir > Dagskrá