Meistarakeppni ungmenna 2006 – 2007

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

1. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 4. nóvember n.k. og hefst upphitun kl. 9:00. Verð er óbreytt frá síðasta ári, eða kr. 1.800 fyrir þá keppendur sem spila 6 leiki og kr. 900 fyrir þá keppendur sem spila 3 leiki. Skráning er hjá þjálfurum félaganna og á netfangið [email protected]. Athugið að í skráningu þarf að koma fram fullt nafn keppanda og kennitala. Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til fimmtudagsins 2. nóvember kl. 22:00. Sjá nánar í auglýsingu.

Keppt er í Meistarakeppni ungmenna einu sinni í mánuði á keppnistímabilinu frá nóvember fram í mars a.m.k. 4 umferðir. Keppt er í einstaklingskeppni í 4 flokkum pilta og stúlkna á aldrinum 11 til 22 ára og veitt eru 1 – 12 stig fyrir sæti í flokki í hverri umferð. Spilaðir eru 6 leikir í 1. – 3. flokki (3 keppendur á braut), skipt um brautir eftir hverja tvo leiki og tekur spilamennskan u.þ.b. 2 ½ – 3 klst í hverri umferð ef engar tafir verða. Í 4. flokki eru spilaðir 3 leikir (3 keppendur á braut) og tekur spilamennskan u.þ.b. 2 ½ klst í hverri umferð ef engar tafir verða. Fjöldi keppenda var á bilinu 24 – 29 í hverri umferð á síðasta keppnistímbili. Umsjón mótsins er í höndum KLÍ, en þátttakendur greiða kostnað vegna brautarleigu. Sjá nánar í reglugerð um Meistarakeppni ungmenna.
 
Keppt verður í Meistarakeppni ungmenna á laugardögum kl. 9:00 – 11:30/12:00, einu sinni í mánuði frá nóvember til mars, og verða keppnisdagar í vetur eftirtaldir:
1. umferð laugardagur 4. nóvember 2006 kl. 9:00
2. umferð laugardagur 2. desember 2006 kl. 9:00
3. umferð laugardagur 20. janúar 2007 kl. 9:00
4. umferð laugardagur 10. mars 2007 kl. 9:00
5. umferð laugardagur 24. mars 2007 kl. 9:00

Sjá nánar í dagskrá unglingamóta keppnistímabilið 2006 – 2007

Nýjustu fréttirnar