Íslandsmót unglingaliða 2006 – 2007

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Keppni í Íslandsmóti unglingaliða hefst í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á laugardaginn 28. október og hefst upphitun kl. 9:00. Til keppni í vetur eru skráð 4 lið, 2 lið frá ÍA, 1 frá KFR og 1 frá ÍR. Keppt verður í Íslandsmóti unglingaliða á laugardögum kl. 9:00 – u.þ.b. 11:00, og er að jafnaði keppt einu sinni í mánuði frá október til mars að desember undanskildum. Keppnisdagar í Íslandsmóti unglingaliða á keppnistímabilinu 2006 – 2007 eru eftirtaldir: laugardaginn 28. október 2006, 18. nóvember 2006, 6. janúar 2007, 27. janúar 2007, 24. febrúar 2007, 17. mars 2007 og úrslit 25. mars 2007.

Keppt er í Íslandsmóti unglingaliða að jafnaði einu sinni í mánuði á keppnistímabilinu frá október/nóvember til mars/apríl, auk úrslitakeppni 4 stigahæstu liðanna í lok keppnistímabilsins. Keppt er í liðakeppni 3 manna liða og í hverri umferð er spiluð einföld umferð, allir á móti öllum, upp á stig, 2 stig fyrir unninn leik og 1 stig fyrir jafntefli. Skipt er um mótherja og brautir eftir hvern leik. Rétt til þátttöku í Íslandsmóti unglingaliða hafa öll félög sem starfa innan KLÍ og keppnisrétt með liðunum hafa unglingar sem eru í 6. – 10. bekk grunnskóla. Keppnistímabilið 2006 – 2007 taka 4 lið þátt í Íslandsmóti unglingaliða, spilaðir verða 3 leikir í hverri umferð og miðað við þann fjölda tekur spilamennskan u.þ.b. 2 klst ef engar tafir verða. Umsjón mótsins er í höndum KLÍ, en félögin greiða kostnað vegna brautarleigu. Sjá nánar í reglugerð KLí um Íslandsmót unglingaliða

Nýjustu fréttirnar