Á morgun heldur íslenska unglingalandsliðið til Finnlands til að taka þátt í í evrópumóti unglinga. Hópurinn sem að var valinn til fararinnar samanstendur af Ástrósu Pétursdóttur, Mögnu Ýr Hjálmtýsdóttur, Karen Rut Sigurðardóttur, Andra Má Ólafssyni og Skúla Frey Sigurðssyni. Keppni hefst á mánudaginn hjá stúlkunum og heldur síðan áfram út vikuna. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins. Hörður Ingi Jóhannsson mun stýra liðinu meðan á keppni stendur og óskum við þeim öllum góðs gengis og góðrar ferðar.
Undanúrslit í Bikarkeppni liða
Áður en Utandeildin hófst í Keiluhöllinni s.l. fimmtudag var dregið í undanúrslit í Bikarkeppni liða.
Ákveðið hefur verið að úrslitaleikirnir í Bikarkeppninni verði leikin sama dag og Árshátíð Keilusambandsins fer fram, laugardaginn 26. apríl. Í ljósi þess hefur verið ákveðið að færa leiki í undanúrslitum til og verða þeir leiknir sunnudaginn 6. apríl kl. 9:00
Dagný og Steinþór Íslandsmeistarar
Íslandsmóti einstaklinga lauk í gær og til úrslita í kvennaflokki léku Dagný og Ástrós en í karlaflokki voru það Steinþór og Halldór Ragnar sem léku til úrslita. Dagný vann fyrstu 3 leikina og sigraði því Ástrósu sem að hafði verið í efsta sæti frá því milliriðlum. Steinþór leiddi hins vegar mótið frá upphafi til enda og hafði sigur í 2 af 4 leikjum sem að spilaðir voru í úrslitunum. Nánari úrslit má síðan sjá í skjölunum hér að neðan.
Milliriðlum í Íslandsmóti einstaklinga lokið
Þá er milliriðlum í íslandsmóti einstaklinga lokið og var spilamennskan mjög misjöfn. Lítil sem engin olía var á efrisettunum en fínir leikir litu dagsins ljós þrátt fyrir olíuskort.
Lokastaða í undankeppni Ísl.móts einstaklinga
Nú hefur öllum 12 leikjum í forkeppni Íslandsmóts einstaklinga verið lokið og ljóst hverjir komast áfram í milliriðla. Efst eftir forkeppnina eru þau Linda Hrönn Magnúsdóttir (2.242) og Steinþór Geirdal (2.461). Milliriðill hefst kl. 19:00 í kvöld og munu bæði kynin spila 6 leiki. Efstu 8 karlarnir og efstu 6 konurnar munu síðan halda áfram í undanúrslit og spila þar maður á móti manni.
Aðalfundur keiludeildar ÍR
Aðalfundur Keiludeildar ÍR mun fara fram miðvikudaginn 26. mars klukkan 20:00 í ÍR-heimilinu Skógarseli 12.
Íslandsmótið heldur áfram
Í morgun hófu 18 karlar og 4 konur keppni í Íslandsmóti einstaklinga og léku 6 leiki. Það var Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR sem lék best kvenna í morgun og er efst ef miðað er við meðaltal. Þá náði Jóna Gunnarsdóttir úr KFR þriðja sæti.
Í karlaflokki var það Jörundur Jörundsson úr ÍR sem lék best, en hann náði þó ekki meðaltali Steinþórs frá því um síðustu helgi og er í öðru sæti. Skammt á eftir Jörundi er Magnús Magnússon úr KR.
Keppni heldur áfram í fyrramálið, þegar þessir 22 aðilar leika sína síðari 6 leiki í forkeppninni.
Aðalfundur KFR
Aðalfundur Keilufélags Reykjavíkur verður haldinn þann 26. mars næstkomandi í húsakynnum ÍSÍ. Nánari dagskrá og tímasetningu má finna í fundarboðinu hér að neðan.
Íslandsmót um næstu helgi
Við viljum biðja þá sem hafa skráð sig til leiks í Íslandsmótið um næstu helgi að kynna sér brautaskipan hér að neðan, og hafa samband ef nafn þeirra er ekki á listanum.
Þá minnum við á að greiða þarf með peningum áður en keppni hefst, eða millifæra þátttökugjaldið og senda kvittun með til skraning (hjá) kli.is
Fyrri helgi Íslandsmóts einstaklinga
Í morgun hélt keppni áfram í Íslandsmóti einstaklinga.
Ástrós Pétursdóttir úr ÍR lék best kvennanna í dag, 1.131, og skaust þannig upp fyrir Rögnu og í 1. sætið. Hjá körlunum var það Steinþór sem aftur lék best, 1.267, og er nú með 127 pinna forskot á Andrés Pál Júlíusson úr KR.
Um næstu helgi lýkur forkeppninni, en milliriðlar fara fram mánudaginn 3. mars og undanúrslit og úrslit þriðjudaginn 4. mars.