Norwegian Open 2022

Norwegian Open 2022 fór fram í Hönefoss í Noregi dagana 9 -18. sept 2022
Í ár voru það 143 einstaklingar sem að tóku þátt, 30 konur og 113 karlar.

Eftir að spilað var finalstep 4 spiluðu efstu 4 áfram 3 leiki þar sem að skor frá final step 4 fylgdi með.
Í byrjun var það augljóst hver það var sem að var tilbúin að leggja allt í sölurnar til að landa verðlaununum fyrir 1. sæti sem að var 45.000 NOK

Ísland átti 2 keppendur, þá Guðlaug Valgeirsson og Arnar Davíð Jónsson

Í fyrsta starti hjá þeim áttu þeir seríu upp á Guðlaugur með 1194 og Arnar Davíð 1181

Hæstu seríur hjá þeim fyrir niðurskurð voru:
Arnar Davíð: 1342 sem skilaði honum í 7. sætið eftir forkeppni
Guðlaugur: 1276 sem skilaði honum í 20. sætið eftir forkeppni

Eftir forkeppni var komið að niðurskurð.
Arnar Davíð byrjaði í finalstep 4 og Guðlaugur í finalstep 2

Í finalstep eru það 16 keppendur sem að hefja leik og spila 3 leiki og fara 8 hæstu áfram.

Guðlaugur spilaði 681 í finalstep 2 og gaf það honum 3. sætið og rétt til að spila í finalstep 3

Þegar komið var í finalstep 3 spilaði Guðlaugur 687 og trygði það honum 3. sæti og áframhaldandi spilamensku í finalstep 4

Í finalstep 4 kom Arnar Davíð inn líka:
Arnar spilaði 583 og gaf það honum 13 sætið og var þá komið að lokum hjá Arnari
Guðlaugur spilaði 634 enn nær hann 3. sæti og áframhaldandi spilamensku.

Í finalstep 5 spilaði Guðlaugur 558 sem að skilaði sér í 8. sæti

Óskum við þeim til hamingju með árangurinn.

Umspili um sæti í 2. deild karla lokið

ÍR-Blikk leikur í 2. deild karla tímabilið 2022-2023, en þeir sigruðu ÍR-Keila.is 15-13.  Fyrri viðureignin sem var heimaleikur ÍR-Blikk var leikinn í stuttum olíuburði og höfðu þeir sigur á ÍR-Keila.is 10-4.  Í gærkvöldi átti síðan ÍR-Keila.is sinn heimaleik og völdu þeir medium olíu og þar snérist dæmið við og vann ÍR-Keila.is viðureignina 9-5, en það dugði ekki til að ná sætinu í 2. deild.  Við óskum ÍR-Blikk til hamingum með sætið í 2. deild karla tímabilið 2022-2023

Íslandsmót para 2022

Íslandsmót para verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll helgina 15 & 16.okt 2022,
sjá reglugerð um Íslandsmót para
Skráning hér

Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna:

Annar aðili er sá sem að skráir sig og er hinn settur inn í sem athugasemd.


Olíuburður er: SUNSET-STRIP

Forkeppni:

Laugardaginn 15.okt kl. 09:00

Spilaðir eru 6 leikir.

Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.

Verð í forkeppni kr. 12.000,- pr. par

Milliriðill :

Sunnudaginn 16.okt kl. 09:00

Spilaðir eru 6 leikir.

Verð í milliriðil kr. 14.000- pr. par

Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.

Úrslit – strax að loknum milliriðli:

Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig).
Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir.
Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti.
Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.

Sigurvegararnir hljóta titilinn „Íslandsmeistarar para 2022″.

Olíuburður er: SUNSET-STRIP

 

Mótanefnd KLÍ
Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

Elva Rós Hannesdóttir og Hafþór Harðarson eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga 2022

Í morgun fór fram Reykjavíkurmót einstaklinga 2022

Alls tóku 16 karlar og 7 konur þátt í mótinu í ár. Forkeppnin var leikin að vanda þannig að allir leikmenn léku 6 leiki. Þrír efstu karlar og þrjár efstu konurnar fóru að forkeppni lokinni í úrslit þar sem leikinn var einn leikur og datt sá leikmaður út sem hafði lægsta skorið. Því næst léku þeir tveir leikmenn sem eftir stóðu um titilinn Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2022.

Í kvennaflokki var Elva Rós í 1. sæti eftir forkeppnina, Helga Sigurðardóttir KFR var í 2. sæti og Bára Ágústsdóttir ÍR varð í því 3. Helga féll út eftir fyrri leikinn og áttust því Elva og Bára við um titilinn í ár. Er þetta í 1. sinn sem Elva Rós sigrar mótið.

Í karlaflokki var Hafþór í 1. sætinu eftir forkeppnina, Ísak Birkir Sævarsson ÍA var í því öðru og Gústaf Smári Björnsson KFR varð í því þriðja. Gústaf féll út í fyrri leik úrslitanna og áttust því Hafþór og Ísak við og varð úrslitaleikurinn gríðarlega spennandi. Haþór opnaði 10. rammann og endaði með 214 en Ísak þurfti 2 fellur og þriðja kastið til að sigra. Fékk Ísak 1 fellu en svo 9 í kasti 2. Fimmti Reykjavíkurmeistaratitill Hafþórs því staðreynd.

Úrslitakeppnin fór svona fram:

Lokastaða kvenna eftir forkeppnina

Lokastaða karla eftir forkeppnina

Myndir

Elva Rós Hannesdóttir og Hafþór Harðarson

Frá vinstri: Bára Ágústsdóttir ÍR, Elva Rós Hannesdóttir ÍR og Helga Sigurðardóttir KFR

Frá vinstri: Ísak Birkir Sævarsson ÍA, Hafþór Harðarson ÍR og Gústaf Smári Björnsson KFR

Reykjavíkurmót einstaklinga m/forgjöf lokið

Matthías Ernir Gylfason úr KFR og Bára Ágústsdóttir úr ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf 2022.

Alls tóku þátt í mótinu 23 karlar og 10 konur og voru það Mikael Aron Vilhelmsson (KFR), Ísak Birkir Sævarsson (ÍA) og Matthías Ernir Gylfason (KFR) sem komust í úrslit í karlaflokki og Bára Ágústsdóttir (ÍR), Herdís Gunnarsdóttir (ÍR) og Margrét Björg Jónsdóttir (KFR) sem komust í úrslit í kvennaflokki.

Úrslit úr forkeppni karla:

Úrslitin fóru þannig í karlaflokki að Mikael datt fyrst út en hann spilaði 172 með 0 í forgjöf, Ísak 219 með 4 í forgjöf og Matthías 206 með 56 í forgjöf. Það voru því Ísak og Matthías sem léku úrslitaleikinn en Mattías spilaði þar 232 með forgjöf og Ísak 216 með forgjöf og Matthías því Reykjavíkurmeistari karla með forgjöf 2022. 

Mynd f.v. Ísak, Matthías, Mikael.

Úrslit úr forkeppni kvenna:

Úrslitin fóru þannig í kvennaflokki að Margrét datt fyrst út en hún spilaði 143 með 2 í forgjöf, Bára 185 með 9 í forgjöf og Herdís 200 með 21 í forgjöf. Það voru því Bára og Herdís sem léku úrslitaleikinn en Bára spilaði þar 209 með forgjöf og Herdís 190 með forgjöf og Bára því Reykjavíkurmeistari kvenna með forgjöf 2022.   

Mynd f.v. Herdís, Bára og Mrgrét

Mikael Aron setti íslandsmet í 4 leikjum í flokki 15-16 ára drengja en hann spilaði 951 samtals í 4 leikjum og sló þar 6 ára gamalt met með 2 pinnum en Jökull Byron Magnússon átti metið 949.

Frá Evrópumóti ungmenna 2022 – Einstaklingskeppni hjá stelpunum lokið

Einstaklingskeppni hjá stelpunum er nú lokið á Evrópumót Ungmenna í Wittelsheim í Frakklandi.
Hafdís og Særós stigu upp á braut í seinna hollinu og byrjuðu þær af krafti en Hafdís spilaði 179 og Særós var hinsvegar með 127. Í leik 2 spilaði Hafdís 149 og í þriðja spilaði hún 172. Særós spilaði 122 í báðum leikjum. Hafdís hélt svo sama dampi með 170 og 163 í næstu tveimur en hún kláraði með 173 en hún þurfti einmitt að loka tíunda ramma í síðasta leik og ná þremur pinnum í síðasta kasti til að komast yfir þúsundið. Hún gerði það og endaði á 1006 pinnum í dag. Í miðjum þriðja leik hinsvegar kastaði Særós í ökklann á sér og meiddist, hún reyndi þó að klára en hreinlega gat það ekki. Fóru nokkrir foreldrar með hana upp á sjúkrahús að skoða hana. Hún er þó óbrotinn en með sárabindi utan um ökklan. Vonum að það verði ekki alvarlegra.
Í undanúrslit komst Hannah Masterson frá Írlandi, Tiiamari Laukkanen frá Finnlandi, Lea Teschner frá Þýskalandi og Jenny Mathiesen frá Noregi.
Masterson vann Mathiesen með 155 á móti 151 og sú finnska, Laukkanen sigraði Teschner með 199 á móti 190.
Í úrslitunum sjálfum vann svo Laukkanen Masterson með 191 á móti 170. Peppi Konsteri frá Finnlandi vann svo All-Event og var Mathiesen frá Noregi í öðru og Eva Krafogel frá Slóveníu í þriðja.
Fjögur gull til Finnlands á mótinu. Hafdís endaði í 43. Sæti í All-Event með 2888 pinna eða 160 meðaltal. Særós endaði í 59. Sæti með 1937 pinna eða 129 meðaltal.
Flottur árangur hjá þeim., Keppni er þá lokið hjá íslensku keppendunum og bara Masters keppnin eftir. Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega og næsta mót verður ennþá betra.
Ritari lofar því.
ÁFRAM ÍSLAND

Frá Evrópumóti ungmenna 2022 – Einstaklingskeppni lokið hjá strákunum

Þá er einstaklingskeppni lokið hjá strákunum okkar á Evrópumóti Ungmenna í Wittelsheim, Frakklandi
Aron og Hinrik byrjuðu daginn í gær, fimmtudag og spiluðu þeir mjög vel í fyrstu þremur leikjunum en Aron spilaði 202, 225 og 215 á meðan Hinrik spilaði 207, 203 og 178. Aron datt svo aðeins niður í næstu tveimur með 190 og 191 en hann endaði á 173.
Hinrik spilaði þó nokkuð jafnt líka með 185 og 201 áður en hann kláraði með 148.
Ísak og Mikael voru í seinna hollinu og voru væntingar miklar hjá þeim enda Ísak aðeins 67 pinnum frá niðurskurði inn í Masters keppnina. Strákarnir byrjuðu þokkalega en Ísak spilaði 206 og 189 í fyrstu tveim. Mikael spilaði 199 og svo 162. Ísak missti svo hausin aðeins eftir það en hann spilaði 166 og 128 í næstu tveimur á meðan Mikael var kominn í gír með 187 og 222. Ísak náði svo í 192 í fimmta og kláraði með 143 á meðan Mikael fór á hæstu hæðir með 244 í fimmta áðurn en hann kláraði með 195. Mjög góð sería hjá Mikael sem fer klárlega að láta sig skína á næsta móti í Vín, Austurríki um næstu páska. Mjög svekkjandi samt fyrir Ísak sem var á sínu fyrsta Evrópumóti og jafnframt hans síðasta sökum aldurs. Þeir sem komust í eftstu fjögur sætin í einstaklings keppninni voru Svíarnir Robin Ilhammar og Robin Noberg, Finninn Jani Soukka og Pólverjin Mikolaj Czarnecki. Ilhammar mætti Czarnecki og vann hann örugglega með 204 á móti 176. Noberg mætti svo Soukka og vann Finninn með 234 á móti 191. Ilhammar og Soukka mættust svo í úrslitum og vann Ilhammar með 236 á móti 202. Fyrsta gull Svía í keppninni. Í All-Event vermdu Svíarnir Ilhammar og Noberg efstu tvö sætin á meðan Nicholas Muscat frá Möltu náði bronsinu. Maxime Lambel frá Frakklandi var síðastur inn í Masters keppnina sem verður svo haldin á laugardag. Mikael Aron var efstur Íslendinga í All-Event en var hann í 43. Sæti með 3407 pinna. Ísak var í 57. Sæti með 3349 pinna, Hinrik var í 61. Sæti með 3310 pinna og Aron var í því 70. með 3197 pinna.
Stúlkurnar okkar hefja leik í einstaklingskeppninni í dag, föstudag kl 13:15 eða 11:15
íslenskum tíma. Tími til að hvetja þær áfram ÁFRAM ÍSLAND

Hægt er að fylgjast með https://www.youtube.com/channel/UCmofM1zqpjI-Lu0W4yxyuLA

Aðrar upplýsingar um mótið er að finna https://bowlingresults.info/eyc/2022/

og á heimasíðu mótsins https://eyc2022.etbfchampionships.eu 

Umspil í karladeildunum

Lið ÍR-S í 1. deild karla hefur dregið sig úr keppni fyrir tímabilið 2022 – 2023, því þarf að fara fram umspil sem hefur keðjuverkandi áhrif niður deildirnar.  Þau lið sem umspilið á við eru Þór og ÍR-Land um sæti í 1. deild og síðan ÍR-Blikk og ÍR-Keila.is um sæti í 2. deild.  Þór hefur afþakkað að leika í umspilinu og tekur því ÍR-Land sæti ÍR-S í 1. deild karla.  Leikir ÍR-Blikk og ÍR-Keila.is fara fram í Egilshöll dagana 19. og 20. september kl. 19:00.  Þetta mun hafa nokkur áhrif á dagskrá og sérstaklega í 3. deild þar sem þar er dottin inn yfirseta.  Áætlað er að leiðrétt dagskrá verði birt þann 22. ágúst.

Frá Evrópumóti ungmenna 2022 – Liðakeppni lokið

Þá er liðakeppni lokið á Evrópumóti Ungmenna í Wittelsheim, Frakklandi.
Stelpurnar byrjuðu í morgun og spiluðu með þeirri eistnesku aftur.
Hafdís spilaði leikina þrjá svona: 143-127-206 en Særós spilaði svona: 135-144-116.
Hafdís er þá með 961 samanlagt og Særós með 764.
Strákarnir spiluðu svo eftir hádegið og var skorið eftirfarandi:
Mikael – 203-238-154
Ísak – 181-193-207
Hinrik – 211-173-155
Aron – 178-161-176
Þetta var fínasti dagur hjá þeim piltum þó það vantaði smá uppá hjá öllum.
Serían fór þannig að Hinrik var með bestu seríu uppá 1214, Ísak með 1198, Mikael með 1108 og Aron 1005. Samanlagt voru þeir með 4560, sem gerir 190 slétta í meðaltal.
Enduðu þeir í 13. Sæti í liðakeppninni.
Liðakepnnin kvenna megin endaði þannig að Frakkarnir unnu Svía í úrslitum með 751 á móti 743.
Mjög tæpt þar á milli. Karla megin endaði þannig að lið Finna unnu lið Svía í úrslitum með 831 á móti 807. Fjögur silfurverðlaun handa sænska landsliðinu.
Staðan fyrir Masters er þannig að Ísak er næst því en hann er aðeins 67 pinnum fyrir neðan 24. Sætið. Mikael er 194 pinnum fyrir neðan, Hinrik er 204 pinnum fyrir neðan og Aron er 391 pinna fyrir neðan. Hafdís er 261 pinna fyrir neðan 24. Sæti stelpu megin og Særós er 577 pinnum fyrir neðan.
Á morgun fer fram einstaklingskeppni og byrja strákarnir. Stelpurnar spila á föstudag.
Aron og Hinrik eru kl 9:00 eða 7:00 á íslenskum tíma og Ísak og Mikael eru kl 13:15 eða 11:15 íslenskum. Kemst Ísak í Masters? ÁFRAM ÍSLAND!

Hægt er að fylgjast með https://www.youtube.com/channel/UCmofM1zqpjI-Lu0W4yxyuLA

Aðrar upplýsingar um mótið er að finna https://bowlingresults.info/eyc/2022/

og á heimasíðu mótsins https://eyc2022.etbfchampionships.eu