Frá Evrópumóti ungmenna 2022 – Liðakeppni lokið

Facebook
Twitter

Þá er liðakeppni lokið á Evrópumóti Ungmenna í Wittelsheim, Frakklandi.
Stelpurnar byrjuðu í morgun og spiluðu með þeirri eistnesku aftur.
Hafdís spilaði leikina þrjá svona: 143-127-206 en Særós spilaði svona: 135-144-116.
Hafdís er þá með 961 samanlagt og Særós með 764.
Strákarnir spiluðu svo eftir hádegið og var skorið eftirfarandi:
Mikael – 203-238-154
Ísak – 181-193-207
Hinrik – 211-173-155
Aron – 178-161-176
Þetta var fínasti dagur hjá þeim piltum þó það vantaði smá uppá hjá öllum.
Serían fór þannig að Hinrik var með bestu seríu uppá 1214, Ísak með 1198, Mikael með 1108 og Aron 1005. Samanlagt voru þeir með 4560, sem gerir 190 slétta í meðaltal.
Enduðu þeir í 13. Sæti í liðakeppninni.
Liðakepnnin kvenna megin endaði þannig að Frakkarnir unnu Svía í úrslitum með 751 á móti 743.
Mjög tæpt þar á milli. Karla megin endaði þannig að lið Finna unnu lið Svía í úrslitum með 831 á móti 807. Fjögur silfurverðlaun handa sænska landsliðinu.
Staðan fyrir Masters er þannig að Ísak er næst því en hann er aðeins 67 pinnum fyrir neðan 24. Sætið. Mikael er 194 pinnum fyrir neðan, Hinrik er 204 pinnum fyrir neðan og Aron er 391 pinna fyrir neðan. Hafdís er 261 pinna fyrir neðan 24. Sæti stelpu megin og Særós er 577 pinnum fyrir neðan.
Á morgun fer fram einstaklingskeppni og byrja strákarnir. Stelpurnar spila á föstudag.
Aron og Hinrik eru kl 9:00 eða 7:00 á íslenskum tíma og Ísak og Mikael eru kl 13:15 eða 11:15 íslenskum. Kemst Ísak í Masters? ÁFRAM ÍSLAND!

Hægt er að fylgjast með https://www.youtube.com/channel/UCmofM1zqpjI-Lu0W4yxyuLA

Aðrar upplýsingar um mótið er að finna https://bowlingresults.info/eyc/2022/

og á heimasíðu mótsins https://eyc2022.etbfchampionships.eu 

Nýjustu fréttirnar