Reykjavíkurmót einstaklinga m/forgjöf lokið

Facebook
Twitter

Matthías Ernir Gylfason úr KFR og Bára Ágústsdóttir úr ÍR eru Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf 2022.

Alls tóku þátt í mótinu 23 karlar og 10 konur og voru það Mikael Aron Vilhelmsson (KFR), Ísak Birkir Sævarsson (ÍA) og Matthías Ernir Gylfason (KFR) sem komust í úrslit í karlaflokki og Bára Ágústsdóttir (ÍR), Herdís Gunnarsdóttir (ÍR) og Margrét Björg Jónsdóttir (KFR) sem komust í úrslit í kvennaflokki.

Úrslit úr forkeppni karla:

Úrslitin fóru þannig í karlaflokki að Mikael datt fyrst út en hann spilaði 172 með 0 í forgjöf, Ísak 219 með 4 í forgjöf og Matthías 206 með 56 í forgjöf. Það voru því Ísak og Matthías sem léku úrslitaleikinn en Mattías spilaði þar 232 með forgjöf og Ísak 216 með forgjöf og Matthías því Reykjavíkurmeistari karla með forgjöf 2022. 

Mynd f.v. Ísak, Matthías, Mikael.

Úrslit úr forkeppni kvenna:

Úrslitin fóru þannig í kvennaflokki að Margrét datt fyrst út en hún spilaði 143 með 2 í forgjöf, Bára 185 með 9 í forgjöf og Herdís 200 með 21 í forgjöf. Það voru því Bára og Herdís sem léku úrslitaleikinn en Bára spilaði þar 209 með forgjöf og Herdís 190 með forgjöf og Bára því Reykjavíkurmeistari kvenna með forgjöf 2022.   

Mynd f.v. Herdís, Bára og Mrgrét

Mikael Aron setti íslandsmet í 4 leikjum í flokki 15-16 ára drengja en hann spilaði 951 samtals í 4 leikjum og sló þar 6 ára gamalt met með 2 pinnum en Jökull Byron Magnússon átti metið 949.

Nýjustu fréttirnar