Frá Evrópumóti ungmenna 2022 – Einstaklingskeppni hjá stelpunum lokið

Facebook
Twitter

Einstaklingskeppni hjá stelpunum er nú lokið á Evrópumót Ungmenna í Wittelsheim í Frakklandi.
Hafdís og Særós stigu upp á braut í seinna hollinu og byrjuðu þær af krafti en Hafdís spilaði 179 og Særós var hinsvegar með 127. Í leik 2 spilaði Hafdís 149 og í þriðja spilaði hún 172. Særós spilaði 122 í báðum leikjum. Hafdís hélt svo sama dampi með 170 og 163 í næstu tveimur en hún kláraði með 173 en hún þurfti einmitt að loka tíunda ramma í síðasta leik og ná þremur pinnum í síðasta kasti til að komast yfir þúsundið. Hún gerði það og endaði á 1006 pinnum í dag. Í miðjum þriðja leik hinsvegar kastaði Særós í ökklann á sér og meiddist, hún reyndi þó að klára en hreinlega gat það ekki. Fóru nokkrir foreldrar með hana upp á sjúkrahús að skoða hana. Hún er þó óbrotinn en með sárabindi utan um ökklan. Vonum að það verði ekki alvarlegra.
Í undanúrslit komst Hannah Masterson frá Írlandi, Tiiamari Laukkanen frá Finnlandi, Lea Teschner frá Þýskalandi og Jenny Mathiesen frá Noregi.
Masterson vann Mathiesen með 155 á móti 151 og sú finnska, Laukkanen sigraði Teschner með 199 á móti 190.
Í úrslitunum sjálfum vann svo Laukkanen Masterson með 191 á móti 170. Peppi Konsteri frá Finnlandi vann svo All-Event og var Mathiesen frá Noregi í öðru og Eva Krafogel frá Slóveníu í þriðja.
Fjögur gull til Finnlands á mótinu. Hafdís endaði í 43. Sæti í All-Event með 2888 pinna eða 160 meðaltal. Særós endaði í 59. Sæti með 1937 pinna eða 129 meðaltal.
Flottur árangur hjá þeim., Keppni er þá lokið hjá íslensku keppendunum og bara Masters keppnin eftir. Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega og næsta mót verður ennþá betra.
Ritari lofar því.
ÁFRAM ÍSLAND

Nýjustu fréttirnar