Frá Evrópumóti ungmenna 2022 – Einstaklingskeppni lokið hjá strákunum

Facebook
Twitter

Þá er einstaklingskeppni lokið hjá strákunum okkar á Evrópumóti Ungmenna í Wittelsheim, Frakklandi
Aron og Hinrik byrjuðu daginn í gær, fimmtudag og spiluðu þeir mjög vel í fyrstu þremur leikjunum en Aron spilaði 202, 225 og 215 á meðan Hinrik spilaði 207, 203 og 178. Aron datt svo aðeins niður í næstu tveimur með 190 og 191 en hann endaði á 173.
Hinrik spilaði þó nokkuð jafnt líka með 185 og 201 áður en hann kláraði með 148.
Ísak og Mikael voru í seinna hollinu og voru væntingar miklar hjá þeim enda Ísak aðeins 67 pinnum frá niðurskurði inn í Masters keppnina. Strákarnir byrjuðu þokkalega en Ísak spilaði 206 og 189 í fyrstu tveim. Mikael spilaði 199 og svo 162. Ísak missti svo hausin aðeins eftir það en hann spilaði 166 og 128 í næstu tveimur á meðan Mikael var kominn í gír með 187 og 222. Ísak náði svo í 192 í fimmta og kláraði með 143 á meðan Mikael fór á hæstu hæðir með 244 í fimmta áðurn en hann kláraði með 195. Mjög góð sería hjá Mikael sem fer klárlega að láta sig skína á næsta móti í Vín, Austurríki um næstu páska. Mjög svekkjandi samt fyrir Ísak sem var á sínu fyrsta Evrópumóti og jafnframt hans síðasta sökum aldurs. Þeir sem komust í eftstu fjögur sætin í einstaklings keppninni voru Svíarnir Robin Ilhammar og Robin Noberg, Finninn Jani Soukka og Pólverjin Mikolaj Czarnecki. Ilhammar mætti Czarnecki og vann hann örugglega með 204 á móti 176. Noberg mætti svo Soukka og vann Finninn með 234 á móti 191. Ilhammar og Soukka mættust svo í úrslitum og vann Ilhammar með 236 á móti 202. Fyrsta gull Svía í keppninni. Í All-Event vermdu Svíarnir Ilhammar og Noberg efstu tvö sætin á meðan Nicholas Muscat frá Möltu náði bronsinu. Maxime Lambel frá Frakklandi var síðastur inn í Masters keppnina sem verður svo haldin á laugardag. Mikael Aron var efstur Íslendinga í All-Event en var hann í 43. Sæti með 3407 pinna. Ísak var í 57. Sæti með 3349 pinna, Hinrik var í 61. Sæti með 3310 pinna og Aron var í því 70. með 3197 pinna.
Stúlkurnar okkar hefja leik í einstaklingskeppninni í dag, föstudag kl 13:15 eða 11:15
íslenskum tíma. Tími til að hvetja þær áfram ÁFRAM ÍSLAND

Hægt er að fylgjast með https://www.youtube.com/channel/UCmofM1zqpjI-Lu0W4yxyuLA

Aðrar upplýsingar um mótið er að finna https://bowlingresults.info/eyc/2022/

og á heimasíðu mótsins https://eyc2022.etbfchampionships.eu 

Nýjustu fréttirnar