Íslandmót einstaklinga með forgjöf – Milliriðill kvenna

Það verða Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Jóna Gunnarsdóttir KFR, Ragna Matthíasdóttir KFR og Bára Ágústsdóttir KFR sem spila í undanúrslitum kvenna á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf á morgun. Sjá stöðuna eftir milliriðil kvenna

Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA er komin í efsta sætið í kvennaflokki á Íslandsmóti einstaklinga með 2.454. Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR spilaði 757 án forgjafar í dag og er komin í 2. sætið með 2.405. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR heldur 3. sætinu með 2.383 og Jóna Gunnarsdóttir KFR hækkaði sig úr 8. sæti og er komin í 4. sætið með 2.354. Ragna Matthíasdóttir KFR spilaði 759 án forgjafar í dag og tryggði sér 5. sætið og síðustu inn í undanúrslitin í 6. sæti var Bára Ágústsdóttir KFR með 2.337, en hún náði ekki að fylgja eftir góðu gengi í gær. Berglind Scheving ÍR sem var efst eftir fyrri dag forkeppninnar mátti hins vegar sætta sig við 7. sætið 32 pinnum á eftir. Sjá stöðuna eftir milliriðil kvenna

Keppni í undanúrslitum fer fram í Egilshöllinni á morgun þriðjudaginn 5. mars og hefst kl. 19:00. Þar keppa 6 efstu konurnar og karlarnir einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik. Verð í undanúrslitin er kr. 3.700.

Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2013. Olíuburður í mótinu er 38 fet Räven. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga 

Sjá upplýsingar um fyrri Íslandsmeistara með forgjöf

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf – Forkeppni lokið

Það urðu algjör umskipti á toppnum í kvennaflokki á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf í dag. Bára Ágústsdóttir KFR spilaði 750 í 4 leikjum án forgjafar og hækkaði sig úr 9. sæti í efsta sætið með 1.606. Næst á eftir henni kemur Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA sem spilaði 654 í dag og hækkaði sig úr 5. sæti í 2. sætið með 1.573. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR sem var í 6. sætinu í gær spilaði 670 í dag og er í 3. sæti með 1.543. Sjá stöðuna eftir forkeppni kvenna

Í karlaflokki heldur Kristófer Unnsteinsson ÍR nokkuð öruggri forystu í efsta sætinu með 1.748, Baldur Hauksson ÍFH er enn í 2. sæti með 1.677, en Guðlaugur Valgeirsson KFR sem spilaði 840 í dag án forgjafar hækkaði sig úr 16 sæti í 3. sætið í dag með samtals 1.649. Sjá stöðuna eftir forkeppni karla

Eurosport sýnir frá Qubica AMF 2012

Eurosport mun á morgun sunnudaginn 3. mars sýna tvo klukkustundar langa þætti frá úrslitakeppni heimsbikarkeppninnar Qubica AMF World Cup sem fram fór í Sky Bowling í Wroclaw í Póllandi 30. nóvember 2012. í úrslitum í kvennaflokki kepptu Kirsten Penny Englandi, Aumi Guerra Dómenikanska lýðveldinu og Shayna Ng Singapore) en Andres Gomez (Kólumbíu), Kent Marshall Bandaríkjunum og Syafiq Rhidwan Abdul Malek Malasíu í karlaflokki.

Útsending frá úrslitakeppni kvenna verður kl. 20:30 CET og útsending frá úrslitakeppni karla verður sýnd kl. 21:30 CET. Sjá nánar á heimasíðu Eurosport

Remember to tune the TV on Eurosport Channel Tommorow, The highlights of the women’s finals will be shown first at 20.30 CET, followed by the men’s finals at 21.30 CET.

Íslandsmót einstaklinga m/forgjöf – Dagur 1

Berglind Scheving og Kristófer Unnsteinsson ÍR eru efst í keppninni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf að loknum fyrri degi forkeppninnar.

Alls mættu 15 til keppni í kvennaflokki í Keiluhöllinni í Egilshöll í morgun. Berglind Scheving ÍR er efst með 800, Sigríður Klemensdóttir ÍR er í 2. sæti með 780 og Berþóra Rós Ólafsdóttir ÍR er í 3. sæti með 780.

Alls mættu 31 til keppni í karlaflokki í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í morgun. Kristófer Unnsteinsson ÍR er efstur með 891, Baldur Hauksson ÍFH er í 2. sæti með 882. og Gunnar Þór Ásgeirsson KFR er í 3. sæti með 846. 

Sjá má stöðuna og  leikina hjá konunum hér og hjá körlunum hér

Á morgun sunnudaginn 3. mars spila konurnar fjóra leiki í Öskjuhlíðinni, en karlarnir spila í Egilshöllinni. Keppni hefst kl. 10:00 og sjá má brautarskipan hér. Við útreikning á forgjöf er miðað við nýtt allsherjarmeðaltal 28. febrúar 2013. Sjá einnig í fyrri auglýsingu

Íslandsmót unglingaliða 5. umferð

Fimmta umferð Íslandsmóts unglingaliða fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 16. mars n.k. og hefst keppni kl. 9:00.

Lið ÍA 1 er í efsta sæti með 26 stig, ÍR 1 er í 2. sæti með 24 stig, KFR 1 heldur 3. sætinu með 16 stig og síðan koma ÍR 2 með 8 stig og ÍA 2 með 6 stig.

Fjögur efstu liðin eftir þessa umferð fara í úrslitakeppni sem fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 27. apríl kl. 9:00. Sjá skor og stöðuna í mótinu

 

Nýtt meðaltal 28. febrúar 2013

Birt hefur verið nýtt allsherjarmeðaltal miðað við 28. febrúar 2013.

Magnús Magnússon ÍR hefur nú tekið efsta sætið með 217 að meðaltali, en næstur honum og aðeins einum pinna á eftir er Hafþór Harðarson ÍR með 216. Næstir á eftir þeim koma Robert Anderson ÍR með 214, Skúli Freyr Sigurðsson ÍA með 207 og og Arnar Sæbergsson ÍR með 203.

Ástrós Pétursdóttir ÍR er með hæsta meðaltal kvenna 183 og næst á eftir henni og aðeins einum pinna á eftir kemur Dagný Edda Þórisdóttir KFR með 182. Næstar á eftir þeim koma Elín Óskarsdóttir KFR með 179, Guðný Gunnarsdóttir ÍR með 178 og Ragna Matthíasdóttir KFR með 177.

Til meðaltals teljast síðustu 100 leikir fyrir mánaðamót fyrir útreikning meðaltals. Einnig eru birt mánaðar-, vetrar- og ársmeðaltöl keppanda.. Vetrarmeðaltal er reiknað útfrá leikjum á tímabilinu 1. júní til 31. maí. Þá kemur einnig fram hve langt er síðan síðasti leikur leikmanns sem taldi til meðaltals var leikinn, í dálkinum „Óvirkir mán.“ Hægt er að skoða þróun meðaltals og hvaða leikir teljast til síðustu 100 leikja undir Tölfræði og leikmenn

Íslandsmót einstaklinga m/forgjöf

Alls eru 32 karlar og 14 konur skráðar til keppni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf sem fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 2. – 5. mars n.k.

Forkeppnin fer fram um helgina og verða spilaðir 4 leikir hvorn dag . Konurnar byrja í Egilshöllinni á morgun laugardaginn 2. mars og spila síðan í Öskjuhlíðinni á sunnudaginn 3. mars. Karlarnir spila í Öskjuhlíðinni á morgun laugardaginn 2. mars og í Egilshöllinni á sunnudaginn 3. mars. Keppni hefst báða dagana kl. 10:00 og sjá má brautarskipan hér. Við útreikning á forgjöf verður miðað við nýtt allsherjarmeðaltal 28. febrúar 2013.

Sjá einnig í fyrri auglýsingu

Enn vantar aðstoðarfólk til vinnu við mótið þannig að ef þú getur séð af tíma, vinsamlega hafðu samband við mótanefnd

Forkeppni fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Egilshöll helgina 2. –  3. mars og hefst kl. 10:00 báða dagana. Allir keppendur spila 8 leiki í forkeppninni, 4 leiki hvorn dag, annan daginn í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og hinn daginn í Keiluhöllinni Egilshöll. Efstu 12 karlarnir og efstu 12 konurnar komast áfram í milliriðill.

Keppni í milliriðill fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll mánudaginn 4. mars og hefst kl. 19:00. Í milliriðli spila efstu 12 karlarnir og 12 konurnar 4 leiki og komast efstu 6 karlarnir og efstu 6 konurnar áfram í undanúrslit.

Keppni í undanúrslitum fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 5. mars og hefst keppni kl. 19:00. Í undanúrslitum spila efstu 6 karlarnir og efstu 6 konurnar 5 leiki, allir við alla, einfalda umferð með bónusstigum fyrir unninn leik. Að því loknu spila tveir efstu karlarnir og tvær efstu konurnar til úrslita.

Í úrslitunum spila tveir efstu keppendurnir í hvorum flokki og þeim keppanda sem er efri að stigum fyrir úrslitin nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en keppendi í öðru sætinu þarf að vinna þrjár viðureignir (3 stig). Jafnteflisviðureignir telja sem skipt viðureign (1/2 stig á hvorn), ef enn er jafnt eftir 5 leiki þá ræður pinnafall. Sigurvegarinn fær titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf.

Breytingar á dagskrá

Mótanefnd KLÍ ítrekar tilkynningu frá 1. febrúar s.l. vegna breytinga á dagskrá.

Breytingar hafa verið gerðar tveimur síðustu umferðum og úrslitakeppni Íslandsmóts liða, úrslitum Íslandsmóts unglngaliða, 5. umferð Meistarakeppni ungmenna, 3. umferð AMF mótaraðarinnar, úrslitum Utandeildar, 4. liða úrslitum og úrslitum Bikarkeppni liða.

Helstu ástæður þessara breytinga eru þátttaka unglingalandsliðs á Evrópumóti unglinga og til að uppfylla það ákvæði reglugerðar KLÍ um Íslandsmót liða að tvær síðustu umferðir deildarkeppninnar fari fram á sama tíma. Síðsta umferðin í öllum deildum mun því fara fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30 og verður það tilvalið tækifæri fyrir keilara að fagna lokunum saman.

Helstu breytingar eru eftirtaldar:

  • 3. umferð AMF mótaraðarinnar fer fram dagana 17. – 21. apríl.
  • 4. liða úrslit Bikarkeppni liða fara fram þriðjudaginn 2. apríl kl. 19:00
  • Úrslit Deildarbikars liða fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll miðvikudaginn 3. apríl kl. 19:00
  • 5. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 6. apríl kl. 9:00
  • 17. umferð 1. deildar kvenna fer fram mánudaginn 8. apríl kl. 19:00 og 18. og síðasta umferðin fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30
  • 17. umferð 1. deildar karla fer fram sunnudaginn 7. apríl kl. 13:00 og þriðjudaginn 9. apríl kl. 19:00 og 18. og síðasta umferðin fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30
  • 20. umferð A riðils 2. deildar karla fer fram laugardaginn 6.apríl kl. 16:30 og mánudaginn 8. apríl kl. 19:00 og 21. og síðasta umferðin fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30
  • 20. umferð B riðils 2. deildar karla fer fram sunnudaginn 7.apríl kl. 16:00 og þriðjudaginn 9. apríl kl. 19:00 og 21. og síðasta umferðin fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30
  • Úrslitakeppni í deildum hefst mánudaginn 22. apríl kl. 19:00
  • Úrslit á Íslandsmót unglingaliða fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 27. apríl kl. 9:00
  • 4. umferð Íslandsmóts félaga fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð fimmtudaginn 2. maí kl. 19:00
  • Úrslit Utandeildar KLÍ fara fram í Keilhöllinni Egilshöll laugardaginn 4. maí kl. 11:00
  • Úrslit Bikarkeppni liða fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 4. maí kl. 12:00 og Árshátíð KLÍ verður haldin í Rúbín Öskjuhlíð sama kvöld

Sjá nánar í dagskrá

Mótanefnd KLÍ

Arnar Davíð með fyrsta 300 leikinn

Arnar Davíð Jónsson landsliðsmaðurinn ungi úr KFR náði um helgina þeim frábæra áfanga að spila fyrsta 300 leikinn á ferlinum. 300 leikinn spilaði hann í fyrsta leiknum með liði sínu Cross BK í heimaleik á móti Solli BK  í norsku deildarkeppninni laugardaginn 23. febrúar 2013. Sjá nánar á heimasíðu Norska keilusambandsins Þess má einnig geta að Cross BK er í 4. sæti norsku deildarinnar en Solli BK er í efsta sæti deildarinnar.

Arnar Davíð sem er einungis 18 ára að aldri er nú í 16 sæti norska meðaltalslistans með 217,48 að meðaltali í leik.

Deildarbikar liða 4. umferð

Fjórða umferð Deildarbikars liða fer fram í vikunni. Keppni í B riðli fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll í kvöld miðvikudaginn 27. febrúar og hefst kl. 19:00. Keppni í A og C riðli fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á morgun fimmtudaginn 28. febrúar og hefst kl. 19:00.

Olíuburður í Deildarbikarnum er Weber Cup 2007 41 fet. Sjá nánar deildarbikar liða

Að loknum þremur umferðum eru línur frekar teknar að skýrast hvaða tvö lið komast í úrslitakeppnina úr hverjum riðli.

ÍR-KLS er í efsta sæti í A riðils með 24 stig, tveimur stigum meira en KR-B sem er í 2. sæti með 22 stig. ÍR-PLS er í 3. sæti með 20 stig og ÍR-TT er í 4. sæti með 14 stig.

Í B riðli er ÍA í efsta sæti með 28 stig, ÍA-W er í 2. sæti með 24 stig, en ÍR-NAS er komið í 3. sætið með 14 stig, tveimur stigum meira en ÍR-Buff sem er í 4. sæti með 12 stig.

Í C riðli er KR-A í efsta sæti með 28 stig, KFR-Lærlingar er í 2. sæti með 22 stig, ÍR-L er komið í 3. sætið með 16 stig jafn mörg stig og KFR-Afturgöngurnar sem eru í 4. sæti.

Sjá nánar deildarbikar liða