Skip to content

Íslandmót einstaklinga með forgjöf – Milliriðill kvenna

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Það verða Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Jóna Gunnarsdóttir KFR, Ragna Matthíasdóttir KFR og Bára Ágústsdóttir KFR sem spila í undanúrslitum kvenna á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf á morgun. Sjá stöðuna eftir milliriðil kvenna

Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA er komin í efsta sætið í kvennaflokki á Íslandsmóti einstaklinga með 2.454. Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR spilaði 757 án forgjafar í dag og er komin í 2. sætið með 2.405. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR heldur 3. sætinu með 2.383 og Jóna Gunnarsdóttir KFR hækkaði sig úr 8. sæti og er komin í 4. sætið með 2.354. Ragna Matthíasdóttir KFR spilaði 759 án forgjafar í dag og tryggði sér 5. sætið og síðustu inn í undanúrslitin í 6. sæti var Bára Ágústsdóttir KFR með 2.337, en hún náði ekki að fylgja eftir góðu gengi í gær. Berglind Scheving ÍR sem var efst eftir fyrri dag forkeppninnar mátti hins vegar sætta sig við 7. sætið 32 pinnum á eftir. Sjá stöðuna eftir milliriðil kvenna

Keppni í undanúrslitum fer fram í Egilshöllinni á morgun þriðjudaginn 5. mars og hefst kl. 19:00. Þar keppa 6 efstu konurnar og karlarnir einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik. Verð í undanúrslitin er kr. 3.700.

Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2013. Olíuburður í mótinu er 38 fet Räven. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga 

Sjá upplýsingar um fyrri Íslandsmeistara með forgjöf

Nýjustu fréttirnar