Íslandmót einstaklinga með forgjöf – Milliriðill kvenna

Facebook
Twitter

Það verða Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir KFR, Jóna Gunnarsdóttir KFR, Ragna Matthíasdóttir KFR og Bára Ágústsdóttir KFR sem spila í undanúrslitum kvenna á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf á morgun. Sjá stöðuna eftir milliriðil kvenna

Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA er komin í efsta sætið í kvennaflokki á Íslandsmóti einstaklinga með 2.454. Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR spilaði 757 án forgjafar í dag og er komin í 2. sætið með 2.405. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR heldur 3. sætinu með 2.383 og Jóna Gunnarsdóttir KFR hækkaði sig úr 8. sæti og er komin í 4. sætið með 2.354. Ragna Matthíasdóttir KFR spilaði 759 án forgjafar í dag og tryggði sér 5. sætið og síðustu inn í undanúrslitin í 6. sæti var Bára Ágústsdóttir KFR með 2.337, en hún náði ekki að fylgja eftir góðu gengi í gær. Berglind Scheving ÍR sem var efst eftir fyrri dag forkeppninnar mátti hins vegar sætta sig við 7. sætið 32 pinnum á eftir. Sjá stöðuna eftir milliriðil kvenna

Keppni í undanúrslitum fer fram í Egilshöllinni á morgun þriðjudaginn 5. mars og hefst kl. 19:00. Þar keppa 6 efstu konurnar og karlarnir einfalda umferð allir við alla með bónusstigum fyrir unninn leik. Verð í undanúrslitin er kr. 3.700.

Efstu keppendurnir í hvorum flokki keppa síðan til úrslita um titilinn Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf 2013. Olíuburður í mótinu er 38 fet Räven. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga 

Sjá upplýsingar um fyrri Íslandsmeistara með forgjöf

Nýjustu fréttirnar