Skip to content

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf – Forkeppni lokið

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Það urðu algjör umskipti á toppnum í kvennaflokki á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf í dag. Bára Ágústsdóttir KFR spilaði 750 í 4 leikjum án forgjafar og hækkaði sig úr 9. sæti í efsta sætið með 1.606. Næst á eftir henni kemur Vilborg Lúðvíksdóttir ÍA sem spilaði 654 í dag og hækkaði sig úr 5. sæti í 2. sætið með 1.573. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR sem var í 6. sætinu í gær spilaði 670 í dag og er í 3. sæti með 1.543. Sjá stöðuna eftir forkeppni kvenna

Í karlaflokki heldur Kristófer Unnsteinsson ÍR nokkuð öruggri forystu í efsta sætinu með 1.748, Baldur Hauksson ÍFH er enn í 2. sæti með 1.677, en Guðlaugur Valgeirsson KFR sem spilaði 840 í dag án forgjafar hækkaði sig úr 16 sæti í 3. sætið í dag með samtals 1.649. Sjá stöðuna eftir forkeppni karla

Nýjustu fréttirnar