Skip to content

Íslandsmót einstaklinga m/forgjöf – Dagur 1

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Berglind Scheving og Kristófer Unnsteinsson ÍR eru efst í keppninni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf að loknum fyrri degi forkeppninnar.

Alls mættu 15 til keppni í kvennaflokki í Keiluhöllinni í Egilshöll í morgun. Berglind Scheving ÍR er efst með 800, Sigríður Klemensdóttir ÍR er í 2. sæti með 780 og Berþóra Rós Ólafsdóttir ÍR er í 3. sæti með 780.

Alls mættu 31 til keppni í karlaflokki í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í morgun. Kristófer Unnsteinsson ÍR er efstur með 891, Baldur Hauksson ÍFH er í 2. sæti með 882. og Gunnar Þór Ásgeirsson KFR er í 3. sæti með 846. 

Sjá má stöðuna og  leikina hjá konunum hér og hjá körlunum hér

Á morgun sunnudaginn 3. mars spila konurnar fjóra leiki í Öskjuhlíðinni, en karlarnir spila í Egilshöllinni. Keppni hefst kl. 10:00 og sjá má brautarskipan hér. Við útreikning á forgjöf er miðað við nýtt allsherjarmeðaltal 28. febrúar 2013. Sjá einnig í fyrri auglýsingu

Nýjustu fréttirnar