AMF World Cup úrslit 3. umferðar

Úrslitakeppni 3. og síðustu umferðar AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll í morgun, laugardaginn 20. apríl.

Eftir spennandi keppni í úrslitum 3. umferðar AMF mótsins var það Arnar Sæbergsson ÍR sem stóð uppi sem sigurvegari með 2.210 pinna. Í 2. sæti var Magnús Magnússon ÍR, Andrés Páll Júlíusson ÍR var í 3. sæti og Guðný Gunnarsdóttir ÍR var í 4. sæti með 1.768 eða 196,4 að meðaltali í leik, sem jafnframt var Íslandsmet í 9. leikjum kvenna og bæting á meti Sigfríðar Sigurðardóttur frá árinu 2004 um 4 pinna. Sjá  úrslit 3. umferðar.

Úrslitakeppni AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll á morgun sunnudaginn 21. apríl og hefst keppni kl. 9:00. Þar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. En þeir eru Magnús Magnússon ÍR, Arnar Sæbergsson ÍR, Hafþór Harðarson ÍR, Guðlaugur Valgeirsson KFR, Andrés Páll Júlíusson ÍR, Kristján Þórðarson ÍA, Magnús S. Guðmundsson ÍA, Einar Már Björnsson ÍR, Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Róbert Dan Sigurðsson ÍR. Sjá stig úr AMF mótaröðinni

Sýnt verður beint frá keppninni á SportTV og hefst útsending kl. 10:30 og að vanda mun Hörður Ingi sjá um lýsinguna. Og einnig verður hægt að fylgjast með leikjum á Facebook síðu Keilusambandsins

Olíuburður í mótinu verður Beaten path 41 fet. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð fyrir AMF mótin.

49. QubicaAMF Bowling World Cup mótið fer fram í Sibiryak Bowling Centre í borginni Krasnoyarsk í Rússlandi dagana 15. – 24 nóvember 2013. Sjá nánar á heimasíðu QubicaAMF

AMF World Cup 3. umferð forkeppni lokið

Þriðja og síðasta umferð AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll 17. – 20. apríl.

Seinni riðill forkeppninnar fór fram í gær, föstudaginn 19. apríl. Alls tóku kepptu 16 keppendur í gær og því voru það 26 sem tóku þátt í forkeppninni.
 
Nú eru það fimm fyrrverandi AMF sigurvegarar sem raða sér í efstu sætin. Magnús Magnússon ÍR átti stórleik í gær þegar hann spilaði 1.393 eða 232,17 að meðaltali í leik í 6 leikjum. Hafþór Harðarson ÍR er í 2. sæti með 1.372 pinna, Kristján Þórðarson ÍA er í 3. sæti með 1.293, Arnar Sæbergsson ÍR er í 4. sæti með 1.248 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR er í 5. sæti með 1.227. Magnús S. Guðmundsson ÍA og Guðmundur Sigurðsson ÍA koma næstir í 6. og 7. sæti, Andrés Páll Júlíusson ÍR er í 8. sæti, Kristófer Unnsteinsson ÍR er í 9. sæti og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR er í 10. sæti og síðust inn í úrslitin. Sjá skor í forkeppninni

10 efstu keppendurnir án forgjafar keppa til úrslita laugardaginn 20. apríl og hefst keppnin kl. 9:00.

Úrslitakeppni AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer síðan fram sunnudaginn 21. apríl og hefst kl. 9:00. Þar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sýnt verður beint frá keppninni á SportTV og hefst útsending kl. 10:30. Magnús Magnússon ÍR er nú efstur í stigakeppninni með samtals 20 stig, Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 2. sæti með 14 stig, síðan koma Arnar Sæbergsson ÍR og Hafþór Harðarson með 12 stig.  Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR er eina konan sem kemst inn á lista mótaraðarinnar. Sjá stöðuna á mótaröðinni

Olíuburður í mótinu verður Beaten path 41 fet. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð fyrir AMF mótin.

49. QubicaAMF Bowling World Cup mótið fer fram í Sibiryak Bowling Centre í borginni Krasnoyarsk í Rússlandi dagana 15. – 24 nóvember 2013. Sjá nánar á heimasíðu QubicaAMF

Úrslitakeppni 2. deildar karla

Mótanefnd KLÍ hefur tilkynnt dagskrá og brautaskipan í úrslitakeppni 2. deildar karla á Íslandsmóti liða sem fer fram dagana 19. – 29. apríl n.k. Til úrslita keppa tvö efstu liðin úr hvorum riðli, ÍR-Broskarlar, Þór Akureyri, KR-B og ÍR-Blikk. Spiluð er tvöföld umferð, heima og heiman, með sömu stigagjöf og í forkeppninni og tvö efstu liðin keppa í 1. deild að ári. 

Fyrstu leikirnir í fara fram í Öskjuhlíðinni um helgina en þá koma Þórsarar í bæinn og spila útileiki sína. Föstudaginn 19. apríl kl. 17:00 mætast ÍR-Blikk og Þór, laugardaginn 20. apríl kl. 16:00 mætast KR-B og Þór og sunnudaginn 21. apríl kl. 16:00 mætast ÍR-Broskarlar og Þór. Sjá dagskrá úrslitakeppni 2. deildar karla

Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða

AMF World Cup 3. umferð forkeppni

Þriðja og síðasta umferð AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll 17. – 20. apríl.

Fyrri riðill forkeppninnar fór fram í gær, miðvikudaginn 17. apríl, en seinni riðilinn er á morgun, föstudaginn 19. apríl kl. 17:00. Skráning í riðilinn er á netinu og lýkur í kvöld kl. 22:00.

Alls tóku kepptu 16 keppendur í gær og fjórir fyrrverandi AMF sigurvegarar raða sér núna í efstu sætin. Hafþór Harðarson ÍR er í efsta sæti með samtals 1.372 pinna, Kristján Þórðarson ÍA er í 2. sæti með 1.293, Arnar Sæbergsson ÍR er í 3. sæti með 1.248 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR er í 4. sæti með 1.227. Sjá skor úr fyrri riðlinum

10 efstu keppendurnir án forgjafar keppa til úrslita laugardaginn 20. apríl og hefst keppnin kl. 9:00. Olíuburður í mótinu verður Beaten path 41 fet.

Úrslitakeppni AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer síðan fram sunnudaginn 21. apríl og hefst kl. 9:00. Þar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð fyrir AMF mótin.

Sýnt verður beint frá úrslitum í mótinu á SportTV á sunnudaginn og hefst útsending kl. 10:30.

Magnús Magnússon ÍR er efstur í stigakeppninni með samtals 20 stig, Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 2. sæti með 14 stig, síðan koma Arnar Sæbergsson ÍR og Hafþór Harðarson með 12 stig.  Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR er eina konan sem kemst inn á lista mótaraðarinnar. Sjá stöðuna á mótaröðinni

49. QubicaAMF Bowling World Cup mótið fer fram í Sibiryak Bowling Centre í borginni Krasnoyarsk í Rússlandi dagana 15. – 24 nóvember 2013. Sjá nánar á heimasíðu QubicaAMF

Úrslitakeppni 1. deildar karla og kvenna

Mótanefnd KLÍ hefur tilkynnt brautaskipan í undanúrslitum 1. deildar karla og kvenna á Íslandsmóti liða sem fara mánudaginn 22. apríl og þriðjudaginn 23. apríl. Í undanúrslitunum mætast ÍR-KLS og ÍA-W, ÍR-PLS og ÍA í 1. deild karla og KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff, ÍR-TT og KFR-Afturgöngurnar í 1. deild kvenna.

Mánudaginn 22. apríl fara allir leikirnir fram í Egilshöllinni og hefjast kl. 19:00:
ÍR-KLS – ÍA-W, brautir 3 – 4
ÍR-PLS – ÍA, brautir 5 – 6
KFR-Valkyrjur – ÍR-Buff, brautir 7 – 8
ÍR-TT – KFR-Afturgöngurnar, brautir 9 – 10.

Sjá brautaskipan í undanúrslitum

Úrslitakeppni 1. deildar karla og kvenna fer þannig fram að fjögur efstu liðin eftir deildarkeppnina komast í úrslitakeppni þar sem spilað er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi, það er að liðið sem er í efsta sæti deildarinnar keppir við liðið í 4. sæti og liðið í 2. sæti keppir við liðið í 3. sæti. Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær hærra liðið heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar 2 viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Sigurvegarar úr þessum tveim viðureignum skulu leika þrjár viðureignir heima og heiman. Liðið sem varð hærra í deildarkeppninni skal eiga heimaleik fyrst og svo til skiptis. Það liðið sem hlýtur fleiri stig úr þessum þremur viðureignum hlýtur titilinn „Íslandsmeistarar liða“. Ef lið verða jöfn að stigum skal hærra pinnafall í fyrrgreindum þremur viðureignum ráða. Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða

Staðan í 2. deild karla – 21. umferð

Keppni í 18. og síðustu umferðinni í 2. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu á keppnistímabilinu 2012 – 2013 fór fram í dag. ÍR-Broskarlarnir, Þór Akureyri, KR-B og ÍR-Blikk voru búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni fyrir umferðina. ÍR-Broskarlar enduðu í efsta sæti A riðils með 317 stig og Þór Akureyri varð í í 2. sæti með 305 stig. KR-B hafði mikla yfirburði í B riðli og endaði með 354 stig á toppnum og ÍR-Blikk varð í 2. sæti með 258,5 stig. Sjá nánar stöðuna í deildunum

Það verða því ÍR-Broskarlar, Þór Akureyri, KR-B og ÍR-Blikk sem keppa í úrslitum 2. deildar karla um tvö laus sæti í 1. deild að ári og fer úrslitakeppnin fram dagana 19. – 29. apríl, sjá nánar í dagskrá og dagskrá úrslitakeppni 2. deildar karla.

Úrslit leikja 21. umferðar sem fóru fram laugardaginn 13. apríl 2013 voru eftirfarandi:
ÍFH-A – KFR-KP-G 11 – 9
KFR-B – ÍR-Keila.is 2 – 18
ÍR-A – ÍR-Broskarlar 7 – 13
Þór – ÍR-Naddóður 20 – 0

KR-B – ÍFH-D 17,5 – 2.5
ÍR-NAS – ÍR-G 15 – 5
ÍR-T – ÍR-Blikk 6 – 14
KFR-Þröstur – ÍA-B 18 – 2

Lokastaðan í A riðli 2. deildar karla er þannig:
1. ÍR-Broskarlar 317 stig
2. Þór 303,5 stig
3. ÍR-A 261 stig
4. ÍR-Naddóður 251 stig
5. ÍR-Keila.is 207stig
6. KFR-KP-G 169,5 stig
7. KFR-B 99,5 stig
8. ÍFH-A 61,5 stig

Lokastaðan í B riðli 2. deildar karla er þannig:
1. KR-B 354 stig
2. ÍR-Blikk 258,5 stig
3. ÍR-NAS 235 stig
4. ÍR-T 200,5 stig
5. KFR-Þröstur 196,5 stig
6. ÍFH-D 154,5 stig
7. ÍR-G 148 stig
8. ÍA-B 130,5 stig

Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskörlum er með hæsta meðaltal í deildinni í vetur 191,8 að meðaltali í leik í 36 leikjum. Sigurður Valur Sverrisson KFR-Þröstum kemur næstur með 185,8 að loknum 24 leikjum og Magnús Reynisson KR-B er þriðji með 176,7 að meðaltali í 62 leikjum. Matthías Helgi Júlíusson KR-B er efstur í stigakeppninni með 0,838 stig að meðaltali og síðan kemur Stefán Þór með 0,833 og Guðmundur Konráðsson Þór er þriðji með 0,825 . Stefán Þór er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,58 að meðaltali í leik, Ingólfur Ómar Valdimarsson Þór kemur næstur með 4,26 og þriðji er Matthías Helgi með 4,16 fellur að meðaltali í leik. Matthías Helgi hefur spilað hæsta leik í deildinni í vetur 267, næstur kemur Stefán Þór með 257 og síðan Sigurður Valur með 255. Stefán Þór hefur spilað hæstu seríu vetrarins 690, Ólafur Guðmundsson KR-B kemur næstur með 650 og Gunnar Þór Gunnarsson í Þór hefur spilaði 649. Sjá nánar stöðuna í deildunum

Úrslitakeppni 2. deildar karla fer þannig fram að tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í úrslitakeppni þar sem leikin skal tvöföld umferð, heima og heiman, með sömu stigagjöf og í forkeppninni. Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða

Staðan í 1. deild karla – 18. umferð

Keppni í 18. og síðustu umferðinni í 1. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu á keppnistímabilinu 2012 – 2013 fór fram í dag.  Lið ÍR-KLS var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla í síðustu umferð og enduðu í efsta sæti deildarinnar með 266 stig. ÍR-PLS endaði í 2. sæti með 246 stig, ÍA endaði í 3. sæti með 237,5 stig og ÍA-W varð í 4. sæti með 207,5 stig. Það verða því þessi fjögur lið sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Í undanúrslitunum sem fara fram 22. og 23. apríl n.k. mætast ÍR-KLS og ÍA-W, ÍR-PLS og ÍA. ÍR-L og KFR-JP-kast höfnuðu hins vegar í tveimur neðstu sætum deildarinnar og falla þar af leiðandi í 2. deild. Sjá nánar stöðuna í deildinni

.

Í 18. og síðustu umferð sem fór fram laugardaginn 13. apríl vann ÍR-L ÍA  11 – 9 í Öskjuhlíðinni, í Egilshöllinni vann KFR-Stormsveitina KR-C 13 – 7 og bjargaði sér þannig frá falli í 2. deild, KR-A og ÍR-KLS mættu bæði til leiks með þrjá leikmenn og fór viðureign þeirra 8 – 12 og KFR-JP-kast tók 4 stig á móti 16 hjá ÍR-PLS.Á Skaganum vann lið KFR-Lærlinga heimamenn í ÍA-W 12 – 8.

Úrslit leikja 18. umferðar sem fóru fram laugardaginn 13. apríl 2013 voru eftirfarandi:
ÍR-L – ÍA 11 – 9
ÍA-W – KFR-Lærlingar 8 – 12
KFR-Stormsveitin – KR-C 13 – 7
KR-A – ÍR-KLS 12 – 8
KFR-JP-kast – ÍR-PLS 4 – 16

Staðan í 1. deild karla er þannig:
1. ÍR-KLS 266 stig
2. ÍR-PLS 246 stig
3. ÍA 237,5 stig
4. ÍA-W 207,5 stig
5. KFR-Lærlingar 181 stig
6. KR-A 173,5 stig
7. KR-C 134,5
8. KFR-Stormsveitin 123,5 stig
9. KFR-JP-kast 117,0 stig
10. ÍR-L 113,5 stig

Hafþór Harðarson ÍR-PLS er með hæsta meðaltal deildarinnar 213,5 að meðaltali í leik í 51 leikjum. Arnar Sæbergsson ÍR-KLS kemur næstur með 206,9 að meðaltali í 33 leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS er í þriðja sæti með 201,5 að meðaltali í 48 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar náði Magnús efsta sætinu í síðustu umferð með 0,750 stig að meðaltali í leik, annar var Stefán Claessen ÍR-KLS með 0,733 og Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA-W varð þriðji með 0,722. Hafþór er með hæsta fellumeðaltalið 6,470, Arnar kemur næstur með 6,21 og Magnús er þriðji með 5,73. Magnús Magnússon á ennþá hæsta leik deildarinnar 290, Hafþór hefur spilað 289 og Kristján Þórðarson ÍA spilaði 288. Kristján Þórðarson ÍA á ennþá hæstu seríuna í deildinni 773 pinna, Hafþór kemur næstur með 747 og Arnar hefur spilað 727. Sjá nánar stöðuna í deildunum

Úrslitakeppnin í deildunum hefst mánudaginn 22. apríl á 1. leik í undanúrslitum 1. deildar kvenna og karla og 1. leik í úrslitakeppni 2. deildar karla. Sjá nánar dagskrá

Úrslitakeppni 1. deildar karla fer þannig fram að fjögur efstu liðin eftir deildarkeppnina komast í úrslitakeppni þar sem spilað er skv. útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. lið 1 keppir við lið 4 og lið 2 keppir við lið 3. Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær hærra liðið heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar 2 viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Sigurvegarar úr þessum tveim viðureignum skulu leika þrjár viðureignir heima og heiman. Liðið sem varð hærra í deildarkeppninni skal eiga heimaleik fyrst og svo til skiptis. Það liðið sem hlýtur fleiri stig úr þessum þremur viðureignum hlýtur titilinn „Íslandsmeistarar liða í karlaflokki“. Ef lið verða jöfn að stigum skal hærra pinnafall í fyrrgreindum þrem viðureignum ráða. Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða

 

Staðan í 1. deild kvenna – 18. umferð

Keppni í 18. og síðustu umferðinni í 1. deild kvenna á Íslandsmóti liða í keilu á keppnistímabilinu 2012 – 2013 fór fram í dag. KFR-Valkyrjur voru búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð og enduðu í efsta sæti deildarinnar með 287,5 stig. Eftir mjög gott gengi í síðustu umferðum náði ÍR-TT að tryggja sér 2. sætið með 264,5 stig og einu stigi meira en KFR-Afturgöngurnar sem voru í 3. sæti með 263,5 stig. ÍR-Buff varð síðan í 4. sæti með 237 stig. Það verða því þessi fjögur lið sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn og í undanúrslitunum sem fara fram 22. og 23. apríl n.k. mætast KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff, ÍR-TT og KFR-Afturgöngurnar. Sjá nánar stöðuna í deildinni

Í 18. og síðustu umferð sem fór fram í dag laugardaginn 13. apríl tók ÍR-KK á móti KFR-Valkyrjum í Öskjuhlíð og fór leikur þeirra 3 – 17 fyrir Valkyrjur. KFR-Afturgöngurnar unnu ÍFH-DK 20 – 0 og ÍR-N  vann ÍR-BK 14 – 6. Í Egilshöllinni vann ÍR-TT KFR-Skutlurnar 20 – 0 og ÍR-Buff vann ÍA 16 – 4.

Úrslit leikja í 18. umferð voru eftirfarandi:
ÍR-KK – KFR-Valkyrjur 17 – 3
KFR-Afturgöngurnar – ÍFH-DK 20 – 0
ÍR-N – ÍR-BK 14 – 6
ÍR-TT – KFR-Skutlurnar 20 – 0
ÍR-Buff – ÍA 16 – 4

Lokastaðan í 1. deild kvenna er þá þannig:
1. KFR-Valkyrjur 287,5 stig
2. ÍR-TT 264,5 stig
3. KFR-Afturgöngurnar 263,5 stig
4. ÍR-Buff 237,0 stig
5. ÍR-BK 192,0 stig
6. KFR-Skutlurnar 154,0 stig
7. ÍR-N 146,5 stig
8. ÍR-KK 110,0 stig
9. ÍA 79,5 stig
10. ÍFH-DK 65,5 stig

Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar eða 183,6 að meðaltali í leik í 51 leik. Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum kemur næst með 177,3 að meðaltali í 41 leik og þriðja er Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er með 176,7 að meðaltali í leik í 54 leikjum.Elín var efst í keppninni um stigameistarann með 0.843 stig, Ástrós var önnur með 0,833 stig að meðaltali í leik og Dagný Edda var þriðja með 0,829 stig að meðaltali í leik. Dagný Edda náði hæsta fellumeðaltalinu með 4,10 fellur að meðaltali í leik, Elín kom önnur með 4,06 og Ástrós var þriðja með 3,96. Hæstu seríur og hæstu leikir eru óbreyttir frá fyrri umferðum. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR-TT og Dagný Edda spiluðu allar 246 í hæsta leik vetrarins. Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT átti hæstu seríuna 650, Elín var næst með 643 seríu og þriðja var Dagný Edda með 637 seríu. Sjá nánar stöðuna í deildinni

Úrslitakeppnin í deildunum hefst mánudaginn 22. apríl á 1. leik í undanúrslitum 1. deildar kvenna og karla og 1. leik í úrslitakeppni 2. deildar karla. Sjá nánar dagskrá

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna fer þannig fram að fjögur efstu liðin eftir deildarkeppnina komast í úrslitakeppni þar sem spilað er skv. útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. lið 1 keppir við lið 4 og lið 2 keppir við lið 3. Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær hærra liðið heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar 2 viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Sigurvegarar úr þessum tveim viðureignum skulu leika þrjár viðureignir heima og heiman. Liðið sem varð hærra í deildarkeppninni skal eiga heimaleik fyrst og svo til skiptis. Það liðið sem hlýtur fleiri stig úr þessum þremur viðureignum hlýtur titilinn „Íslandsmeistarar liða í kvenna flokki“. Ef lið verða jöfn að stigum skal hærra pinnafall í fyrrgreindum þrem viðureignum ráða. Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða

Árshátíð KLÍ 2013

Árshátíð KLÍ 2013 verður haldin í Rúbín Öskjuhlíð laugardaginn 4. maí n.k.

Boðið verður upp á fordrykk og glæsilegt hlaðborð. Afhent verða verðlaun fyrir veturinn, happdrætti með fjölda góðra vinninga, skemmtiatriði og ball. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:45.

Miðaverð kr. 6.000. Miðapantanir eru hjá Einari Má [email protected] og í síma 869 0616, eða öðrum landsliðsmönnum.

Árshátíðin er í umsjón og til styrktar karlalandsliðinu sem keppir á heimsmeistaramótinu í keilu í Las Vegas í ágúst.

Missið ekki af tækifærinu til að enda keppnistímabilið og fagna með félögunum.

Meðal vinninga í happdrættinu er:
Keilukúlur
2ja kúlu keilutaska
Leikhúsmiðar fyrir 2 í Borgarleikhúsið
Golf sólgleraugu og golfkúlur
Snyrtivörur
Gisting á ION Iceland Nesjavöllum
Aðgöngumiði á Typpasafnið
3stk. Pure Komachi 2 Hnífar
Gjafabréf á andlitsmeðferð
Árskort í Bláfjöll
Gjafabréf frá Worldclass
Gjafabréf á tertu fyrir 16 manns
Pizzur
Geisladiskar og DVD myndir
Úti kertalugt
Kertastjakar
Baðvörur frá Bed, Bath and bodyworks
Matur á Saffran
Matur á TGI
Gisting í Sumarbústað
Gisting á Hótel Holt með morgunverði og freyðivíni
Dinner á Hótel Holti
Flugtími hjá Keili
Gisting á Fosshóteli
Ostakörfur
Matur á Kaffi Paris

Síðasta umferð Íslandsmóts liða 2012 – 2013

Síðasta umferð Íslandsmóts liða fer fram á morgun laugardaginn 13. apríl og hefst keppni kl. 15:30. Það er búið að krýna deildarmeistara bæði í 1. deild kvenna og karla og orðið ljóst hvaða lið keppa í úrslitakeppninni í öllum deildum, en fallbaráttan er í algleymingi í 1. deild karla. Sjá nánar stöðuna í deildunum

Í 1. deild kvenna tekur ÍR-KK á móti KFR-Valkyrjum í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Þar mætast líka KFR-Afturgöngurnar og ÍFH-DK, ÍR-N  og ÍR-BK. Í Egilshöllinni keppa hins vegar ÍR-TT og KFR-Skutlurnar, ÍR-Buff og ÍA.

Í 1. deild karla tekur ÍR-L á móti ÍA í Öskjuhlíðinni, ÍA-W tekur á móti KFR-Lærlingum á Skaganum, en í Egilshöllinni mætast KFR-Stormsveitin og KR-C, KR-A og ÍR-KLS og KFR-JP-kast og ÍR-PLS.

Í 2. deild karla ÍFH-A á móti KFR-KP-G í Öskjuhlíðinni, Þór tekur á móti ÍR-Naddóði í Keilunni á Akureyri og KFR-B og ÍR-Keila.is og ÍR-A og ÍR-Broskarlar mætast í Egilshöllinni. Í B riðli mætast í Öskjuhlíðinni KR-B og ÍFH-DK, ÍR-NAS og ÍR-G, ÍR-T og ÍR-Blikk og KFR-Þröstur og ÍA-B.

Sjá nánar dagskrá
 

Úrslitakeppnin í deildunum hefst mánudaginn 22. apríl á 1. leik í undanúrslitum 1. deildar kvenna og karla og 1. leik í úrslitakeppni 2. deildar karla. Sjá nánar dagskrá

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og karla fer þannig fram að fjögur efstu liðin eftir deildarkeppnina komast í úrslitakeppni þar sem spilað er skv. útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. lið 1 keppir við lið 4 og lið 2 keppir við lið 3. Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær hærra liðið heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar 2 viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Sigurvegarar úr þessum tveim viðureignum skulu leika þrjár viðureignir heima og heiman. Liðið sem varð hærra í deildarkeppninni skal eiga heimaleik fyrst og svo til skiptis. Það liðið sem hlýtur fleiri stig úr þessum þremur viðureignum hlýtur titilinn „Íslandsmeistarar liða“. Ef lið verða jöfn að stigum skal hærra pinnafall í fyrrgreindum þrem viðureignum ráða.

Úrslitakeppni 2. deildar karla fer þannig fram að tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í úrslitakeppni þar sem leikin skal tvöföld umferð, heima og heiman, með sömu stigagjöf og í forkeppninni.

Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða