Skip to content

Síðasta umferð Íslandsmóts liða 2012 – 2013

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Síðasta umferð Íslandsmóts liða fer fram á morgun laugardaginn 13. apríl og hefst keppni kl. 15:30. Það er búið að krýna deildarmeistara bæði í 1. deild kvenna og karla og orðið ljóst hvaða lið keppa í úrslitakeppninni í öllum deildum, en fallbaráttan er í algleymingi í 1. deild karla. Sjá nánar stöðuna í deildunum

Í 1. deild kvenna tekur ÍR-KK á móti KFR-Valkyrjum í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Þar mætast líka KFR-Afturgöngurnar og ÍFH-DK, ÍR-N  og ÍR-BK. Í Egilshöllinni keppa hins vegar ÍR-TT og KFR-Skutlurnar, ÍR-Buff og ÍA.

Í 1. deild karla tekur ÍR-L á móti ÍA í Öskjuhlíðinni, ÍA-W tekur á móti KFR-Lærlingum á Skaganum, en í Egilshöllinni mætast KFR-Stormsveitin og KR-C, KR-A og ÍR-KLS og KFR-JP-kast og ÍR-PLS.

Í 2. deild karla ÍFH-A á móti KFR-KP-G í Öskjuhlíðinni, Þór tekur á móti ÍR-Naddóði í Keilunni á Akureyri og KFR-B og ÍR-Keila.is og ÍR-A og ÍR-Broskarlar mætast í Egilshöllinni. Í B riðli mætast í Öskjuhlíðinni KR-B og ÍFH-DK, ÍR-NAS og ÍR-G, ÍR-T og ÍR-Blikk og KFR-Þröstur og ÍA-B.

Sjá nánar dagskrá
 

Úrslitakeppnin í deildunum hefst mánudaginn 22. apríl á 1. leik í undanúrslitum 1. deildar kvenna og karla og 1. leik í úrslitakeppni 2. deildar karla. Sjá nánar dagskrá

Úrslitakeppni 1. deildar kvenna og karla fer þannig fram að fjögur efstu liðin eftir deildarkeppnina komast í úrslitakeppni þar sem spilað er skv. útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. lið 1 keppir við lið 4 og lið 2 keppir við lið 3. Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær hærra liðið heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar 2 viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Sigurvegarar úr þessum tveim viðureignum skulu leika þrjár viðureignir heima og heiman. Liðið sem varð hærra í deildarkeppninni skal eiga heimaleik fyrst og svo til skiptis. Það liðið sem hlýtur fleiri stig úr þessum þremur viðureignum hlýtur titilinn „Íslandsmeistarar liða“. Ef lið verða jöfn að stigum skal hærra pinnafall í fyrrgreindum þrem viðureignum ráða.

Úrslitakeppni 2. deildar karla fer þannig fram að tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í úrslitakeppni þar sem leikin skal tvöföld umferð, heima og heiman, með sömu stigagjöf og í forkeppninni.

Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða

Nýjustu fréttirnar