AMF World Cup 3. umferð forkeppni lokið

Facebook
Twitter

Þriðja og síðasta umferð AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll 17. – 20. apríl.

Seinni riðill forkeppninnar fór fram í gær, föstudaginn 19. apríl. Alls tóku kepptu 16 keppendur í gær og því voru það 26 sem tóku þátt í forkeppninni.
 
Nú eru það fimm fyrrverandi AMF sigurvegarar sem raða sér í efstu sætin. Magnús Magnússon ÍR átti stórleik í gær þegar hann spilaði 1.393 eða 232,17 að meðaltali í leik í 6 leikjum. Hafþór Harðarson ÍR er í 2. sæti með 1.372 pinna, Kristján Þórðarson ÍA er í 3. sæti með 1.293, Arnar Sæbergsson ÍR er í 4. sæti með 1.248 og Guðný Gunnarsdóttir ÍR er í 5. sæti með 1.227. Magnús S. Guðmundsson ÍA og Guðmundur Sigurðsson ÍA koma næstir í 6. og 7. sæti, Andrés Páll Júlíusson ÍR er í 8. sæti, Kristófer Unnsteinsson ÍR er í 9. sæti og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR er í 10. sæti og síðust inn í úrslitin. Sjá skor í forkeppninni

10 efstu keppendurnir án forgjafar keppa til úrslita laugardaginn 20. apríl og hefst keppnin kl. 9:00.

Úrslitakeppni AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer síðan fram sunnudaginn 21. apríl og hefst kl. 9:00. Þar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sýnt verður beint frá keppninni á SportTV og hefst útsending kl. 10:30. Magnús Magnússon ÍR er nú efstur í stigakeppninni með samtals 20 stig, Guðlaugur Valgeirsson KFR er í 2. sæti með 14 stig, síðan koma Arnar Sæbergsson ÍR og Hafþór Harðarson með 12 stig.  Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR er eina konan sem kemst inn á lista mótaraðarinnar. Sjá stöðuna á mótaröðinni

Olíuburður í mótinu verður Beaten path 41 fet. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð fyrir AMF mótin.

49. QubicaAMF Bowling World Cup mótið fer fram í Sibiryak Bowling Centre í borginni Krasnoyarsk í Rússlandi dagana 15. – 24 nóvember 2013. Sjá nánar á heimasíðu QubicaAMF

Nýjustu fréttirnar