AMF World Cup úrslit 3. umferðar

Facebook
Twitter

Úrslitakeppni 3. og síðustu umferðar AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll í morgun, laugardaginn 20. apríl.

Eftir spennandi keppni í úrslitum 3. umferðar AMF mótsins var það Arnar Sæbergsson ÍR sem stóð uppi sem sigurvegari með 2.210 pinna. Í 2. sæti var Magnús Magnússon ÍR, Andrés Páll Júlíusson ÍR var í 3. sæti og Guðný Gunnarsdóttir ÍR var í 4. sæti með 1.768 eða 196,4 að meðaltali í leik, sem jafnframt var Íslandsmet í 9. leikjum kvenna og bæting á meti Sigfríðar Sigurðardóttur frá árinu 2004 um 4 pinna. Sjá  úrslit 3. umferðar.

Úrslitakeppni AMF mótaraðarinnar 2012 – 2013 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll á morgun sunnudaginn 21. apríl og hefst keppni kl. 9:00. Þar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. En þeir eru Magnús Magnússon ÍR, Arnar Sæbergsson ÍR, Hafþór Harðarson ÍR, Guðlaugur Valgeirsson KFR, Andrés Páll Júlíusson ÍR, Kristján Þórðarson ÍA, Magnús S. Guðmundsson ÍA, Einar Már Björnsson ÍR, Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Róbert Dan Sigurðsson ÍR. Sjá stig úr AMF mótaröðinni

Sýnt verður beint frá keppninni á SportTV og hefst útsending kl. 10:30 og að vanda mun Hörður Ingi sjá um lýsinguna. Og einnig verður hægt að fylgjast með leikjum á Facebook síðu Keilusambandsins

Olíuburður í mótinu verður Beaten path 41 fet. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð fyrir AMF mótin.

49. QubicaAMF Bowling World Cup mótið fer fram í Sibiryak Bowling Centre í borginni Krasnoyarsk í Rússlandi dagana 15. – 24 nóvember 2013. Sjá nánar á heimasíðu QubicaAMF

Nýjustu fréttirnar