Skip to content

Staðan í 1. deild karla – 18. umferð

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Keppni í 18. og síðustu umferðinni í 1. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu á keppnistímabilinu 2012 – 2013 fór fram í dag.  Lið ÍR-KLS var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla í síðustu umferð og enduðu í efsta sæti deildarinnar með 266 stig. ÍR-PLS endaði í 2. sæti með 246 stig, ÍA endaði í 3. sæti með 237,5 stig og ÍA-W varð í 4. sæti með 207,5 stig. Það verða því þessi fjögur lið sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Í undanúrslitunum sem fara fram 22. og 23. apríl n.k. mætast ÍR-KLS og ÍA-W, ÍR-PLS og ÍA. ÍR-L og KFR-JP-kast höfnuðu hins vegar í tveimur neðstu sætum deildarinnar og falla þar af leiðandi í 2. deild. Sjá nánar stöðuna í deildinni

.

Í 18. og síðustu umferð sem fór fram laugardaginn 13. apríl vann ÍR-L ÍA  11 – 9 í Öskjuhlíðinni, í Egilshöllinni vann KFR-Stormsveitina KR-C 13 – 7 og bjargaði sér þannig frá falli í 2. deild, KR-A og ÍR-KLS mættu bæði til leiks með þrjá leikmenn og fór viðureign þeirra 8 – 12 og KFR-JP-kast tók 4 stig á móti 16 hjá ÍR-PLS.Á Skaganum vann lið KFR-Lærlinga heimamenn í ÍA-W 12 – 8.

Úrslit leikja 18. umferðar sem fóru fram laugardaginn 13. apríl 2013 voru eftirfarandi:
ÍR-L – ÍA 11 – 9
ÍA-W – KFR-Lærlingar 8 – 12
KFR-Stormsveitin – KR-C 13 – 7
KR-A – ÍR-KLS 12 – 8
KFR-JP-kast – ÍR-PLS 4 – 16

Staðan í 1. deild karla er þannig:
1. ÍR-KLS 266 stig
2. ÍR-PLS 246 stig
3. ÍA 237,5 stig
4. ÍA-W 207,5 stig
5. KFR-Lærlingar 181 stig
6. KR-A 173,5 stig
7. KR-C 134,5
8. KFR-Stormsveitin 123,5 stig
9. KFR-JP-kast 117,0 stig
10. ÍR-L 113,5 stig

Hafþór Harðarson ÍR-PLS er með hæsta meðaltal deildarinnar 213,5 að meðaltali í leik í 51 leikjum. Arnar Sæbergsson ÍR-KLS kemur næstur með 206,9 að meðaltali í 33 leikjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS er í þriðja sæti með 201,5 að meðaltali í 48 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar náði Magnús efsta sætinu í síðustu umferð með 0,750 stig að meðaltali í leik, annar var Stefán Claessen ÍR-KLS með 0,733 og Þorleifur Jón Hreiðarsson ÍA-W varð þriðji með 0,722. Hafþór er með hæsta fellumeðaltalið 6,470, Arnar kemur næstur með 6,21 og Magnús er þriðji með 5,73. Magnús Magnússon á ennþá hæsta leik deildarinnar 290, Hafþór hefur spilað 289 og Kristján Þórðarson ÍA spilaði 288. Kristján Þórðarson ÍA á ennþá hæstu seríuna í deildinni 773 pinna, Hafþór kemur næstur með 747 og Arnar hefur spilað 727. Sjá nánar stöðuna í deildunum

Úrslitakeppnin í deildunum hefst mánudaginn 22. apríl á 1. leik í undanúrslitum 1. deildar kvenna og karla og 1. leik í úrslitakeppni 2. deildar karla. Sjá nánar dagskrá

Úrslitakeppni 1. deildar karla fer þannig fram að fjögur efstu liðin eftir deildarkeppnina komast í úrslitakeppni þar sem spilað er skv. útsláttarfyrirkomulagi, þ.e. lið 1 keppir við lið 4 og lið 2 keppir við lið 3. Leiknar skulu tvær viðureignir, heima og heiman, og fær hærra liðið heimaleik fyrst. Ráðast úrslit af stigum liðanna eftir þessar 2 viðureignir, ef lið eru jöfn skal pinnafall ráða. Sigurvegarar úr þessum tveim viðureignum skulu leika þrjár viðureignir heima og heiman. Liðið sem varð hærra í deildarkeppninni skal eiga heimaleik fyrst og svo til skiptis. Það liðið sem hlýtur fleiri stig úr þessum þremur viðureignum hlýtur titilinn „Íslandsmeistarar liða í karlaflokki“. Ef lið verða jöfn að stigum skal hærra pinnafall í fyrrgreindum þrem viðureignum ráða. Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða

 

Nýjustu fréttirnar