Úrdráttur í 16 liða bikarkeppni KLÍ

KR A eru Bikarmeistarar KLÍ 2015 í karlaflokkiDregið var í kvöld í 16 liða úrslit karla í Bikarkeppni KLÍ. Eftirfarandi lið drógust saman:

  • ÍR Fagmaður gegn ÍR PLS / Þór
  • Þór Víkingur gegn KFR Þröstur
  • KFR Grænu töffararnir gegn KR C
  • ÍA W gegn ÍR KLS
  • ÍR L / KR E gegn ÍA B
  • KFR Stormsveitin gegn Þór Plús
  • ÍA gegn KR A
  • ÍR Gaurar gegn KR B

Leikirnir fara fram skv. dagskrá mánudaginn 16. nóvember, sjá dagskrá á vef.

Afmælismót KFR

 

Keilufélag Reykjavíkur  KFR er 30 ára í ár. Afmælismót KFR verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 31. október kl. 9:00. Verð í mótið er kr. 1500. Mótið er forgjafarmót og leikið er í kvenna- og karlaflokki. Forgjöf er 80% af 200 mínus meðaltal.

Skráningu lýkur 29. október kl. 20:00

Skráning hér

Evrópumóti einstaklinga 2015 er lokið

Hafþór Harðarson ÍR og Ragnheiður Þorgilsdóttir KFR Íslandsmeistarar einstaklinga 2015Um helgina lauk Evrópumóti einstaklinga í keilu 2015 en það var haldið í San Marino. Fyrir Íslands hönd kepptu Íslandsmeistarar einstaklinga 2015 þau Ragnheiður Þorgilsdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR.

Spilaðir voru 16 leikir í forkeppninni á mótinu og endaði Ragnheiður í 36. sæti með 169,2 í meðaltal. Hafþór endaði í 20. sæti með 201,9 í meðaltal og vantaði 122 pinna í 16. sætið en 16 efstu í karla- og kvennaflokki komust áfram í milliriðil. Var þetta fyrsta stóra alþjóðlega mótið sem Ragnheiður keppir í og fer þessi reynsla kláralega í bankann hjá henni.

Sigurvegarar á mótinu urðu þau Maria Bulanova frá Rúslandi í kvennaflokki en hún sigraði Joline Persson Planefors frá Svíþjóð í tveim leikjum í úrslitum 256 -200 og 236 -220. Í karlaflokki sigraði Joonas Jähi frá Finnlandi hann Tom Van Der Vliet frá Hollandi í þrem leikjum í úrslitum 245 -279, 279 -269 og 235 -223. Hörku leikir í úrslitunum.

Joonas Jähi og Maria Bulanova sigruði Evrópumót einstaklinga 2015

 

Íslandsmót para 2015

Auglýsing fyrir Íslandsmót para 2015Mótið verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll helgina 28. til 29. nóvember. Sjá reglugerð um Íslandsmót para

Olíuburður verður: Alcatraz – 38 fet – ratio 2.19

Forkeppni laugardaginn 28. nóvember kl. 9:00
Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.
Verð í forkeppni kr. 9.500,- pr. Par
Milliriðill sunnudaginn 29. nóvember kl. 8:00

Spilaðir eru 6 leikir. Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.

Verð í milliriðil kr. 9.000- pr. Par

Úrslit – strax að loknum milliriðli:

Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig). Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir. Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti. Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.

Sigurvegararnir hljóta titilinn „Íslandsmeistarar para“.

Sjá nánar í reglugerð KLÍ um Íslandsmót Para.

Skráning hefst á hádegi 19. nóv. á kli.is.

Skráning í mótið.

Mótanefnd KLÍ
Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

 

Evrópumót landsmeistara í San Marino 2015

Íslandsmeistarar einstaklinga 2015: Hafþór Harðarson ÍR og Ragnheiður Þorgilsdóttir KFRÍslandsmeistararnir okkar, þau Hafþór Harðarson og Ragnheiður Þorgilsdóttir hefja leik í dag á Evrópumóti landsmeistara sem fram fer í San Marino. Þeim til halds og trausts er Hörður Ingi Jóhannsson. Æfingar og opnunar athöfn fer fram í dag og síðan byrjar keppni á morgun og heldur síðan áfram þar til nýjir Evrópumeistarar verða krýndir á sunnudaginn.

Hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu mótsins og verður bein útsending á netinu, tengil er hægt að nálgast á heimasíðu mótsins.

Sendum þeim góða strauma og vonum að þeim farnist vel í keppninni framundan.

300 leikur á Akranesi

Róbert Dan Sigurðsson ÍR-PLS með kúluna góðu sem skilaði honum 300 leik. Mynd: ÍAÁ laugardaginn áttust við á Skaganum lið ÍA og ÍR – PLS en það var frestaður leikur úr 2. umferð í 1. deil karla á Íslandsmóti liða. Róbert Dan Sigurðsson úr ÍR – PLS gerði sér lítið fyrir og skellti í einn 300 leik og er þetta fyrsti 300 leikurinn á Skaganum. Er þetta í þriðja sinn sem Róbert Dan nær 300 leik og í 39. skipti sem Íslendingur nær fullkomnum leik.

ÍR – PLS sigraði leikinn með 12 stigum gegn 2. Sjá má upplýsingar um stöðu leikja í deildum hér á vefnum.

Óskum Róberti til hamingju með leikinn og bíðum spennt eftir nýju skilti í Keiluhöllinni Egilshöll.

Ástrós Pétursdóttir ÍR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR Íslandsm. í tvímenning

Ástrós Pétursdóttir ÍR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR eru Íslandsmeistarar í tvímenningi 2015Um helgina fór fram Íslandsmótið í tvímenningi í Keiluhöllinni Egilshöll. Úrslit fóru þannig að þær Ástrós Pétursdóttir ÍR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR urðu Íslandsmeistarar og er það í fyrsta sinn sem konur hampa þessum titli. Þær settu einnig Íslandsmet í einum leik þegar þær náðu 475 pinnum og slógu þar með 27 ára gamalt met þeirra Heiðrúnar B Þorbjörnsdóttur og Sólveigar Guðmundsdóttur báðar úr KFR. Met þeirra Heiðrúnar og Sólveigar er það elsta í íslenskri keilu en eftir stendur met þeirra í tveim og þrem leikjum, sjá nánar.

Þær Ástrós og Dagný unnu þá Skúla Frey Sigurðsson ÍA og Stefán Claessen ÍR í fjórum leikjum í úrslitum með samtals 1.463 pinna (182,9 mt.) gegn 1.430 (178,8 mt.). Í fjórða og síðasta leik unnu stelpurnar aðeins með tveim pinnum og stóðu þar með uppi sem Íslandsmeistarar. Sannarlega spennandi leikur hjá þessum keilurum. Í þriðja sæti urðu svo þeir Freyr Bragason og Steinþór Geirdal Jóhannsson úr KFR.

Ástrós Pétursdóttir ÍR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR eru Íslandsmeistarar í tvímenningi 2015Frá vinstri: Steinþór og Freyr KFR sem urðu í 3. sæti, Ástrós og Dagný Íslandsmeistarar og Stefán og Skúli sem urðu í 2. sæti

 

Breyting á reglugerðum

Stjórn KLÍ vill vekja athygli á breytingum á reglugerðum um Venslasamninga lið og Íslandsmot félaga.  Venslasamningar ná nú yfir bikar keppni liða en leikmaður getur þó einungis leikið með einu liði í bikarkeppni.  Í reglugerð um Íslandsmót félaga þá er lagfært varðandi blindskor ef leimaður fer meiddur af velli.