Þá er þessu lokið hjá stelpunum í Abu Dhabi. Seinni dagurinn í liðakeppninni var í gær og náðu stelurnar ágætis árangri og enduðu í 19. sæti. Markmiðið hjá þeim var að vera fyrir ofan spænsku stelpurnar og hafðist það. Spilaði liðið núna 2.863 eða 190,87 í meðaltal. Ástrós spilaði best eða 621, því næst Dagný Edda með 612, HAfdís Pála náði 598, Katrín Fjóla var með 559 og Linda Hrönn var með 473. Næsta verkefni verður svo EM og hefur liðið náð sér þá í góðan undirbúning fyrir þá keppni.
Dregið í bikar 16 liða, leikið 08.12.2024 kl. 09:00
Dregið var í gærkvöldi í 16 liða úrslit í bikar.