Jólamót ÍR 2015

Facebook
Twitter

Helgina 12. og 13. desember verður hið árlega jólamót ÍR haldið í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið er með sama sniði og undanfarin ár þ.e. keppnin er einstaklingkeppni í fimm flokkum. Þrjú efstu sætin í hverjum flokki fá verðlaun.

Spiluð er þriggja leikja sería og getur hver keppandi spilað báða dagana en gildir aðeins betri serían. Ekki er spilað til úrslita í flokkunum.

Olíuburður er deildarolían sem verður seinni hluta tímabilsins.

Verð er kr. 3.000,- fyrir fyrstu seríu og kr. 2.500,- ef seinni serían er tekin.

 

Leikdagar:
Laugardagurinn 12. desember kl. 09:00
Sunnudagurinn 13. desember kl. 09:00

Að venju verður hið geysivinsæla happdrætti.

Flokkaskipting:
* flokkur 180 og yfir
A flokkur 170 – 179,9
B flokkur 155 – 169,9
C flokkur 140 – 154,5
D flokkur 139,9 og undir

Skráning í mótið fer fram hér.

Nýjustu fréttirnar