Skip to content

Pepsí mótin halda áfram

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Hin sívinsælu Pepsí mót keiludeildar ÍR halda áfram. Mótin eru á sunnudagskvöldum í Keiluhöllinni Egilshöll og hefst keppni kl. 20:00. Spilaðir eru 4 leikir, skipt um sett eftir tvo leiki. Fjórir flokkar eru í mótinu * flokkur með 185 og yfir í meðaltal. A flokkur með 170 – 184,9 í meðaltal. B flokkur með 150 – 169,9 í meðaltal og svo C flokkur með 149,9 og undir. Olíuburður eftir áramót er sá sami og er notaður í deildarkeppninni 2006 San Marino Open – 37 fet – ratio 4.29. Því er um að gera að mæta og nýta mótið sem æfingu fyrir deild og hver veit nema þú nælir þér í smá Pepsí í vinning.

Nýjustu fréttirnar