Skip to content

Keilarar ársins 2015

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR eru keilarar ársins 2015 hjá Keilusambandi ÍslandsKeilusamband Íslands hefur valið eftirfarandi aðila sem Íþróttamann og Íþróttakonu ársins í keilu árið 2015.

Dagný Edda Þórisdóttir KFR

og

Hafþór Harðarson ÍR

Dagný Edda Þórisdóttir

Helstu afrek Dagnýar á árinu 2015 eru þau að hún varð Íslandsmeistari Para með Hafþóri Harðarsyni, hún varð Íslandsmeistari í Tvímenningi með Ástrósu Pétursdóttur og hún varð Reykjavíkumeistari einstaklinga.  Á árinu 2015 setti Dagný ný Íslandsmet í 2, 3 og 4 leikjum auk mets í Tvímenning kvenna með Ástrósu Pétursdóttur. Dagný er nú með landsliði Íslands við keppni á Heimsmeistarmóti kvenna landsliða, en keppnin er nú í gangi í Abu Dhabi. Um árabil hefur Dagný verið fyrirmynd ungra og enilegra keilara.
 
Hafþór Harðarson ÍR
Helstu afrek Hafþórs á árinu 2015 eru að hann varð Íslandsmeistari, Reykjavíkurmeistari, Íslandsmeistari Para ásamt Dagnýu Eddu Þórisdóttur. Hafþór varð í 69. sæti  af 185 keppendum á Evróðumóti landsliða sem fram fór í Álaborg á árinu og í 20 sæti af 38 keppendum á Evrópumóti landsmeistara 2015.  Í sumar tók Hafþór þátt fyrir Íslands hönd í Heimsbikarmótir skipulögðu af Japönum, en mótið var hluti af umsókn Japana um að keila yrði á OL. Í mótinu í Japan hafnaði Hafþór í 17.-19. sæti einungis 4 pinnum frá því að komast áfrm en 16 efstu kepptu til úrslita.   Hafþór sigraði í forkeppni AMF World Cup á Íslandi  og í nóvember mánuði tók Hafþór, sem fulltrúi Íslands, þátt á AMF World Cup í Las Vegas og þar varð hann í 27. sæti af 86 keppendum.  Við útgáfu á síðasta meðaltali Keilusambands Íslands kom í ljós að Hafþór er með næst hæsta meðaltal íslenskra karla 205,64 að meðaltali. Hafþór er góð fyrirmynd ungra keilara.
 

Nýjustu fréttirnar