Keilarar ársins 2015

Facebook
Twitter

Dagný Edda Þórisdóttir KFR og Hafþór Harðarson ÍR eru keilarar ársins 2015 hjá Keilusambandi ÍslandsKeilusamband Íslands hefur valið eftirfarandi aðila sem Íþróttamann og Íþróttakonu ársins í keilu árið 2015.

Dagný Edda Þórisdóttir KFR

og

Hafþór Harðarson ÍR

Dagný Edda Þórisdóttir

Helstu afrek Dagnýar á árinu 2015 eru þau að hún varð Íslandsmeistari Para með Hafþóri Harðarsyni, hún varð Íslandsmeistari í Tvímenningi með Ástrósu Pétursdóttur og hún varð Reykjavíkumeistari einstaklinga.  Á árinu 2015 setti Dagný ný Íslandsmet í 2, 3 og 4 leikjum auk mets í Tvímenning kvenna með Ástrósu Pétursdóttur. Dagný er nú með landsliði Íslands við keppni á Heimsmeistarmóti kvenna landsliða, en keppnin er nú í gangi í Abu Dhabi. Um árabil hefur Dagný verið fyrirmynd ungra og enilegra keilara.
 
Hafþór Harðarson ÍR
Helstu afrek Hafþórs á árinu 2015 eru að hann varð Íslandsmeistari, Reykjavíkurmeistari, Íslandsmeistari Para ásamt Dagnýu Eddu Þórisdóttur. Hafþór varð í 69. sæti  af 185 keppendum á Evróðumóti landsliða sem fram fór í Álaborg á árinu og í 20 sæti af 38 keppendum á Evrópumóti landsmeistara 2015.  Í sumar tók Hafþór þátt fyrir Íslands hönd í Heimsbikarmótir skipulögðu af Japönum, en mótið var hluti af umsókn Japana um að keila yrði á OL. Í mótinu í Japan hafnaði Hafþór í 17.-19. sæti einungis 4 pinnum frá því að komast áfrm en 16 efstu kepptu til úrslita.   Hafþór sigraði í forkeppni AMF World Cup á Íslandi  og í nóvember mánuði tók Hafþór, sem fulltrúi Íslands, þátt á AMF World Cup í Las Vegas og þar varð hann í 27. sæti af 86 keppendum.  Við útgáfu á síðasta meðaltali Keilusambands Íslands kom í ljós að Hafþór er með næst hæsta meðaltal íslenskra karla 205,64 að meðaltali. Hafþór er góð fyrirmynd ungra keilara.
 

Nýjustu fréttirnar