Frábærri keilukeppni RIG lokið

Um helgin lauk keppni á RIG, WOW Reykjavík International Games. Keppt var í keilu í Keiluhöllinni Egilshöll.

Það var ÍR-ing­ur­inn Arn­ar Sæ­bergs­son sigraði Sví­ann Simon Sta­al í úr­slit­um í tveim­ur leikj­um, 290 gegn 226 og 268 gegn 239. Áður hafði Arn­ar lagt ann­an Svía í undanúr­slit­um, Matt­hi­as Möller, í þrem leikj­um, 231 gegn 299, 267 gegn 244 og loks 223 gegn 180. Dagný Edda Þóris­dótt­ir úr KFR varð efst kvenna í mótinu en hún datt út í 8 manna úr­slit­um á móti Matt­hi­as Möller.

Alls tóku rúm­lega 60 keilar­ar þátt í mót­inu, þar af 6 er­lend­ir kepp­end­ur. Nokk­ur met féllu, m.a. var Christoph­er Sloan fyrsti er­lendi gest­ur­inn til að ná full­komn­um leik. Andrés Páll Júlí­us­son úr ÍR náði einnig full­komn­um leik, sín­um fyrsta, og setti auk þess Íslands­met í tveim­ur leikj­um 579. Þrír 299 leik­ir voru spilaðir og nokkr­ir keilar­ar bættu per­sónu­leg met sín.

Undanúrslit og úrslit voru í beinni útsendingu á RUV og hægt er að skoða upptöku á heimasíðu RUV. Framkvæmd mótsins var í höndum Keiludeildar ÍR og tókst framkvæmdinn frábærlega. Eiga ÍR-ingar heiður skilinn fyrir að færa okkur svona glæsilegt og skemmtilegt mót.

Sýningarmót vegna Smáþjóðaleika

Sýningarmót vegna Smáþjóðaleikaranna fer fram í San Marino i mars.
 
 

Mótið fer fram dagana 15. – 19. mars og tilgangur þess að kynna keilu með  það að markmiði að íþróttin verði framvegis hluti af Smáþjóðarleikunum. Ísland mun senda tvo karla og tvær konur á mótið.

Afrekshópar karla og kvenna hafa verið að keppa um eitt sæti kvenna og eitt sæti karla í vetur en þjálfarar völdu síðan einn karl og eina konu til viðbótar.
Eftir hörku spennandi keppni þá unnu Björn G Sigurðsson KFR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR keppnina og þar með þátttökurétt á mótinu. Arnar Davíð Jónsson KFR og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir KFR voru síðan valin af þjálfurum.
 
Þjálfarar og fararstjóri: Hafþór Harðarson, Guðjón Júlíusson og Ásgrímur H Einarsson
 

Reglugerð um Íslandsmót breytt.

Á formannafundi í kvöld var reglugerð um Íslandsmót einstaklinga  og reglugerð um Íslandsmót einstaklinga með forgjöf breytt.

Var fyrirkomulagi úrslita hvors móts breytt og hljóðar breytingin þannig:

„Úrslit
 
Spiluð eru úrslit milli þriggja efstu manna/kvenna sem leika allir einn leik á sama setti (fyrst
annað kynið og síðan hitt) Allir leika einn leik og fellur úr leik sá sem hefur laægsta skorið.
Eftir eru tveir keppendur og leika þeir einn leik til úrslita og fær sigurvegarinn titilinn
Íslandsmeistari einstaklinga. Sé einhversstaðar í úrslitum jafnir leikir sem verða til þess að
ekki sé hægt að skera úr um hvort keppandi detti út eða vinni leik skal útkljá leikinn með því
að leikmenn kasta einu kasti og sá vinnur sem fellir flestar keilur. Ef enn er jafnt skal
endurtaka þetta þar til úrslit liggja fyrir.“
 
 
Breytingarnar á þessum reglugerðum taka þegar gildi og verða úrslit þessara móta 2017 spiluð samkvæmt þessu fyrirkomulagi.

Ályktun og áskorun frá Keilusambandi Íslands til ÍTR og ÍR

Stjórn Keilusambands Íslands (KLÍ) skorar á aðalstjórn ÍR og stjórn ÍTR að hverfa ekki frá fyrirhugaðri aðstöðu keilunnar í Breiðholti.

Stjórn KLÍ hefur eins og aðrir tekið eftir því í fréttum að Reykjavíkurborg hefur komist að samkomulagi við ÍR um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Seljahverfi. Því ber að sjálfsögðu að fagna en einnig vekur það athygli að keilan er ekki þar inn í þrátt fyrir að hafa verið í eldri hugmyndum að aðstöðu í hverfinu. Stjórn KLÍ harmar þá ákvörðun.

Keilan á undir högg að sækja með aðstöðu bæði í Reykjavík og víðar á landinu. Stutt er síðan að tveir salir voru í Reykjavík, Keilusalurinn í Öskjuhlíð og Keiluhöllin í Egilshöll, samtals með 44 brautum. Eins og kunnugt er hefur salnum í Öskjuhlíð verið lokað og því aðeins 22 brautir eftir til ráðstöfunar fyrir almenning og keppniskeiluna. 

Nú er svo komið að ásókn almennings í keilu er það mikil að rekstraraðilar Egilshallar hafa boðið Reykjavíkurfélögunum búnaðinn úr Öskjuhlíð til afnota til að geta betur nýtt Egilshöll undir almenna keilu. Samkvæmt okkar upplýsingum er gert ráð fyrir að opna aðstöðu með 10 – 14 brautum fyrir Reykjavíkurfélögin. Þótt þau fengju full yfirráð yfir þeim sal er ljóst að sú aðstaða yrði aðeins til að viðhalda núverandi stöðu íþróttarinnar og möguleikinn til að efla og fjölga iðkendum í íþróttinni því mjög takmarkaður. Því skorar stjórn KLÍ á aðalstjórn ÍR og stjórn ÍTR að endurskoða þá ákvörðun að hafa keiluna ekki inn í því samkomulagi sem á borðinu er og berjast að fullum krafti fyrir því að fyrri áform um aðstöðu keilunnar í Breiðholti haldi sér.

 

F.h. stjórnar KLÍ

 

 

Ásgrímur H. Einarsson
Formaður

WOW – RIG 2017

RIG 2017 verður haldið dagana 2. til 5. febrúar í Keiluhöllinni Egilshöll. Úrslitakeppnin fer fram sunnudaginn 5. febrúar og verður í beinni á RÚV frá kl. 15:30 til 17:00. Skráning er hafin í mótið og fer fram hér á vefnum, athugið að takmörkun er á þátttakendum í hvern riðil og að skráningafrestur er í hvern riðil fyrir sig.

Erlendir gestir á RIG 2017
  • Chris Sloan – Írland – 2. sætið á AMF World Cup í Shanghai 2016 / Yfir 30 300 leikir í meir en 10 löndum
  • Peter Hellström – Svíþjóð – Landsliðsmaður – Silfur í liðakeppni á EM í Vín 2016
  • Pontus Anderson – Svíþjóð – 2. á PBA/WBT Qatar Open 2016 / Efnilegasti ungi Svíinn í keilunni í dag
  • Matthias Möller – Svíþjóð – Góðkunningi RIG mótanna
  • Matti Person – Svíþjóð – Liðsmaður Höganes
  • Simon Staal – Svíþjóð – Liðsmaður Höganes
 
Mótafyrirkomulag á RIG 2017
  • Forkeppni er 6 leikja sería
  • 24 efstu eftir forkeppni komast í útsláttarkeppnina
  • Sæti 9 til 24 (16 keilarar) keppa fyrst maður á mann, tveir leikir unnir, raðað eftir sætaröð
  • Sæti 1 til 8 koma síðan inn og keppt er aftur maður á mann (16 keilarara), tveir leikir unnir, raðað eftir sætaröð
  • Undanúrslit og úrslit verða í beinni útsendingu á RÚV – Útsending hefst kl. 15:30
  • Leikið er áfram uns tveir keilarar leika úrslitaleikina
 
Olíuburður í mótinu verður HIGH STREET – 8144 (44fet)
 
Skráning á mótið fer fram hér
 
Nánari upplýsingar um mótið eru og verða á vef Keiludeildar ÍR.

Unglingalandslið U18 valið

Stefán Claessen og Guðmundur Sigurðsson þjálfarar unglinga landsliðsins hafa valið þá sem leika fyrir Íslands hönd á Evrópumóti Unglinga EYC 2017 sem fram fer  í Helsinki Finnlandi daganna 8. – 17. apríl n.k.

Liðið skipa:

Stúlkur
Elva Rós Hannesdóttir ÍR
Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir Þór
Helga Ósk Freysdóttir KFR
Málfríður Jóna Freysdóttir KFR

Piltar
Jóhann Ársæll Atlason ÍA
Jökull Byron Magnússon KFR
Steindór Máni Björnsson ÍR
Ólafur Þór Hjaltalín Ólafsson Þór

Á myndinni eru Helga Ósk og Guðgjörg Harpa.
 

Íslandsmót unglingaliða 4.umferð

8 lið þriggja félaga áttust við í tveim riðlum í fjórðu umferð af 5

Efstu tvö liðin úr hvorum riðli leika svo til úrslita. ÍA 1 og ÍR 1 hafa tryggt sig áfram en 5 lið berjast um seinni 2 sætin. 

 

 Íslandsmót unglingaliða 2016-2017 staðan eftir 4.umferð

A riðill   L U J T Stig Skor    
ÍA 1   12 12 0 0 24 5846 : 4084
ÍR 2   12 5 0 7 10 4428 : 4577
KFR 1   12 4 0 8 8 4243 : 4908
ÍR 4   12 3 0 9 6 3820 : 4768
B riðill   L U J T Stig Skor    
ÍR 1   12 11 0 1 22 5629 : 3943
ÍA 2   12 7 0 5 14 4377 : 4409
ÍR 3   12 5 0 7 10 3911 : 4298
KFR 2   12 1 0 11 2 3360 : 4627

 

Keilarar á faraldsfæti

Íslenskir keilarar verða á faraldsfæti í þessum mánuði en þá taka 7 keilarar þátt í tveimur mótum erlendis. 

Eins og fram kemur í frétt hér á síðunni taka Arnar Davíð Jónsson og Magnús Guðmundsson þátt í AIK International í Stokkhólmi. Um miðjan mánuðinn fer svo fram Irish Open í Dublin. Þar mæta til leiks þeir Guðmundur Sigurðsson, Gústaf Smári Björnsson, Einar Már Björnsson, Alexander Halldórsson, Stefán Claessen, Linda Hrönn Magnúsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir.  Hægt er að fylgjast með okkar fólki á netinu, AIK International og Irish Open.

Íslandsmet í 4 og 5 leikjum

Íslandsmet frá 2011 og 2007 féllu í kvöld í karlaflokki.

Arnar Davíð Jónsson spilaði í kvöld á Veitvet Dbl Tour í Noregi. Arnar Davíð átti frábært kvöld þar sem hann spilaði frábærlega eða 1352 í 5 leikjum eða 270,4 í meðaltal.  Í þessari 5 leikja röð gerði hann sér lítið fyrir og bætti tvö íslandsmet, í 4 og 5 leikja röð.  Fyrra metið, 1069 4 leikja röð, var sett af Hafþóri Harðarsyni árið 2011 en Arnar bætti það um 25 pinna, spilaði 1094.  Hafþór átti einni metið í 5 leikja röð, 1284 en Arnar bætti það um heila 68 pinna og spilaði 1352.
Arnar býr sig nú undir stórt mót í Svíþjóð, AIK International, sem haldið er í Stokkhólmi þessa dagana og lýkur um næstu helgi. Gaman verður að fylgjast með honum þar en Magnús Guðmundsson mun einnig spila í mótinu.
Þeir sem vilja fylgjast með Arnari Davíð á Facebook geta smellt hér og svo er hér einnig tengill á AIK International.