Stelpurnar tóku gullið

Facebook
Twitter

Þá er tvímenningi lokið hér á Small Nations Cup í San Marino. Eftir spennandi forkeppni komust bæði karla- og kvennalið Íslands í undanúrslit. 

Þar mættu Björn G. Sigurðsson og Arnar Davíð Jónsson heimamönnum í San Marino.  Þrátt fyrir að ná sér ekki á strik fóru þeir með sigur, 364 -359.
Í úrslitum mættu strákarnir liði Kýpur. Úrslitaleikurinn varð æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í síðasta ramma, Kýpur hafði nauman sigur 409 – 419.

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Dagný Edda Þórisdóttir mættu Kýpur í undanúrslitum. Þar unnu þær sannfærandi sigur 355 – 322. Í úrslitum mættu þær svo Luxemborg sem hafði óvænt sigrað Möltu í undanúrslitum. Sá leikur var eign Íslands frá upphafi og sigruðu stelpurnar 406 – 315. Frábær árangur hjá stelpunum.

Fyrsta gullið á mótinu því staðreynd og vonandi mun þeim fjölga á morgun þegar liðakeppnin klárast. 

Sjá heimasíðu mótsins hér. og facebooksíðu mótsins hér 

 


 

Nýjustu fréttirnar