Seinni degi forkeppni á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf lokið

Facebook
Twitter

Í morgun var spilaður seinni riðillinn í forkeppni Íslandsmóts einstaklinga með forgjöf en alls taka 16 konur og 32 karlar þátt í mótinu. 12 komast áfram úr hvorum riðli. Framhaldið er síðan annað kvöld kl: 19:00 þar spila keppendurnir í fjóra leiki, 6 efstu keppendurnir komast í undanúrslit og fylgir skorið úr forkeppninni og milliriðlinum.

 

Eftir daginn í dag eru efst í kvennaflokki þær Helga Ósk Freysdóttir KFR með 1.616 pinna, Elva Rós Hannesdóttir ÍR er í 2. sæti með 1.582 og Berglind Scheving ÍR í 3. sæti með 1.563. 

Hjá körlunum er Jóhann Ársæll Atlason ÍA í 1. sæti með 1.646, Jóhann Á Jóhannsson ÍR er í 2. sæti með 1.641 og í 3. sæti er Þorleifur Jón Hreiðarsson KR með 1.618. 

 

Nýjustu fréttirnar