Íslandsmót með forgjöf 2017

Facebook
Twitter

Íslandsmót einstaklinga með forgjöf hófst í Keiluhöllinni Egilshöll á laugardag og lauk því í gær.

Lokakvöldið byrjaði þar sem allir léku við alla einfalda umferð, 6 karlar og 6 konur . Veitt voru 20 bónus stig fyrir að vinna andstæðinginn og lögðust þau aukastig við skor uppsafnað skor mótsins. Hjá konunum duttu út eftir þessa leiki Anna Kristín Óladóttir KFR, Halldóra Íris Ingvarsdóttir ÍR og Berglind Scheving ÍR en í karlakeppninni duttu út Guðmundur Freyr Aðalsteinsson Þór, Birgir Guðlaugsson ÍR og Jóhann Ágúst Jóhannsson ÍR. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til úrslita í kvennaflokki léku Anna Sigríður Magnúsdóttir ÍR, Helga Ósk Freysdóttir KFR og Elva Rós Hannesdóttir ÍR. Það var Anna Sigríður sem stóð uppi sem sigurvegari og er því Íslandsmeistari einstaklinga með forgjöf.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjá körlunum var það Þorleifur Jón Hreiðarsson KR sem tók Íslandsmeistaratitilinn og var það ekki fyrr en í 10 ramma sem úrslitin réðust, Gylfi Snær Sigurðsson KFA varð í öðru sæti og Jóhann Ársæll Atlason KFA í því þriðja.

Nýjustu fréttirnar