EM kvenna 2018 lauk um helgina en keppt var í Brussel, Belgíu. Okkar konur áttu bæði góða og slæma daga en í liðakeppninni enduðu okkar konur í 15. sæti af 20. Best í liðakeppninni var Magna Ýr með 1.159 seríu en svo komu Bergþóra með 1.098, Ástrós með 1.077, Katrín Fjóla með 1.000 slétt og loks Linda með 959. Nanna Hólm lék þessa 6 leiki á 956 pinnum. Í samanlögðu varð Magna efst íslensku kvennanan í 51. sæti af 132 með 189.7 í meðaltal. Ástrós í 77. sæti með 182,2, Bergþóra í 79. sæti með 181,5, Katrín í 93. með 177,5, Linda í 115. sæti með 168.6 og loks Nanna Hólm í 117. sæti með 167,2.
EM kvenna – Þremenningskeppnin
Í gær lauk þremenningskeppninni á EM. Bæði okkar lið áttu góða spretti og kláraði Ísland 1 í 19. sæti. Magna Ýr spilaði best okkar kvenna 1.203 í seríu, Katrín Fjóla 1.156 og Ástrós með 1.016.
Ísland 2 kláraði í 30. sæti en þá var Bergþóra í miklu stuði og spilaði 1.135 í seríu en hún spilaði seinni þrjá leikina á 622 seríu. Linda var með 1.015 en hún átti góðan dag í seinni leikjunum en þar spilaði hún 563 í seríu. Nanna með 1.012 hún spilað betur fyrri daginn en þar spilaði hún 538 seríu.
Fór það svo eins og aðra daga á EM að sænsku stelpurnar tóku þetta en lið þeirra skipað þeim Nina Flack, Isabelle Hultin og Ida Anderson sigruðu finnsku stelpurnar sem áður lögðu lið Svíþjóðar 2 í undanúrslitum. Svíar greinilega með yfirburðarlið á EM í ár. Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

Frá EM kvenna – Tvímenningskeppnin
Í dag lauk keppni í tvímenningi á EM kvenna í Brussel. Í dag spiluðu Ástrós Pétursdóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir í síðasta riðli tvímenningsins. Byrjuðu þær ágætlega en áttu sitthvorn leikinn sem dróg þær aðeins niður. Enduðu þær með 187,4 í meðaltal og í 31. sæti en í gær spiluðu Nanna Hólm og Bergþóra en þær enduðu í 49. sæti og loks Linda Hrönnog Katrín Fjóla sem enduðu í 53. sæti. Tvímenningskeppnina unnu sænsku stelpurnar Isabelle Hultin og Nina Flack sem skipuðu lið Svíþjóð 2 en þær unnu Svíþjóð 1 með aðeins þrem pinnum 390 gegn 387. Svíar voru einnig með þriðja liðið sitt í undanúrslitum og lið Frakkland 3 ver fjórða liðið í undanúrslitum. Svíar sannarlega sterkir á mótinu í ár.
Í heildarkeppni einstaklinga er Ástrós Pétursdóttir efst íslensku kvenna í 49. sæti með 190 í meðaltal en Ida Andersson frá Svíþjóð er í efsta sæti með 223,6 í meðaltal. Reyndar eru 5 af 6 sænsku kvennanna í efstu 8 sætum og sú 6. í 10. sæti en 24 efstu keppa í All Event keppninni í lok keppninnar og loks halda 8 efstu áfram inn í undanúrslitakeppnina. Allar nánari upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.
Frá EM kvenna – Einstaklingskeppnin
Einstaklingskeppnin á EM kvenna í Brussel lauk í gær. Evrópumeistari er Casja Wegner frá Svíþjóð. Íslensku stelpurnar voru aðeins að finna sig á brautunum en það var frekar mikið fyrir því haft. Best spilaði Ástrós Pétursdóttir en hún spilaði leikina 6 með 1.120 pinnum 186,7 í meðaltal og endaði í 64. sæti. Í dag var svo byrjað að keppa í tvímenningskeppninni en þær Nanna Hólm og Bergþóra Rós hófu leik og kláruðu sína leiki á 2.114 eða 176,2 í meðaltal. Linda Hrönn og Katrín Fjóla tóku svo við en þær spiluðu 2.074 eða 172,8. Ástrós og Magna leika svo í síðasta riðlinum í tvímenningi á morgun mánudaginn. Hægt er að fylgjast með stöðu mótsins á vef þess.
Frá EM kvenna 2018
Í dag föstudaginn 8. jíni hefst keppni á EM kvenna í Brussel með einstaklingskeppni. Fyrst byrja þær Linda Hrönn Magnúsdóttir og Nanna Hólm Davíðsdóttir báðar úr ÍR en þær hófu leik kl. 7 að íslenskum tíma eða kl. 9 að staðartíma. Eftir hádegi kl 13:45 á staðartíma spila síðan Bergþóra Rós Ólafsdóttir og Ástrós Pétursdóttir. Á Laugardaginn kl 10:00 hér kl 08:00 heima spila síðan þær Katrín Fjóla Bragadóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir. Æfingarnar í gær gengu vel hjá stelpunum og voru þær nokkuð sáttar við daginn og segjast tilbúnar í slaginn. Hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu þess.
Kvennalandsliðið á EWC 2018
Kvennalandsliðið er á förum til Brussels til að taka þátt í Evrópumóti kvenna daganna 6. – 17. júní.
Liðið skipa. Ástrós Pétursdóttir, Bergþóra Rós Ólafsdóttir, Katrín Fjóla Bragadóttir, Linda Hrönn Magnúsdóttir, Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Nanna Hólm Davíðsdóttir.
þjálfarar og farastjórar eru Theódóra Ólafsdóttir og Skúli Freyr Sigurðsson.
heimasíða mótsinns er www.ewc2018.be hér
Ný stjórn Keilusambandsins
Á 25. ársþingi Keilusambandsins sem fram fór í ÍR heimilinu sunnudaginn 17. maí var kjörinn nýr formaður sambandsins sem og tveir stjórnarmenn auk varamanna. Jóhann Ágúst Jóhannsson úr ÍR var einn í framboði til formanns og því sjálfkjörinn. Í stjórn voru einnig kjörnir tveir aðalmenn en skv. lögum sitja tveir stjórnarmenn í tvö ár í senn. Hafþór Harðarson úr ÍR sem setið hefur s.l. tvö ár gaf kost á sér áfram og Ingi G Sveinsson úr ÍA gaf einnig kost á sér sem aðalmaður. Voru þeir því sjálfkjörnir. 5 buðu sig fram sem varamenn og varð því að kjósa um þær þrjár stöður. Fór svo að Stefán Claessen úr ÍR er 1. varamaður, Björn Kristinsson úr KR er 2. varamaður og Einar Jóel Ingólfsson úr ÍA er 3. varamaður.
Fyrir í stjórn eru þau Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir úr KFR og Björgvin Helgi Valdimarsson úr Þór en þau eru á sínu síðara ári kjörtímabilsins.
Úr stjórn fóru því Ásgrímur Helgi Einarsson úr KFR sem gaf ekki kost á sér áfram sem formaður og Bjarni Páll Jakobsson úr ÍR sem var varaformaður. Er þeim þökkuð kærlega störfin á síðastliðnum árum.
Þinggerð má sjá hér.
Meistaramót ÍR 2018

Laugardaginn 19.maí fór fram meistaramót ÍR í keilu en það er lokamót deildarinnar tímabilið 2017 – 2018
Keppt er í 3flokkum. karla-, kvenna- og forgjafar flokki
Í ár voru það 24 einstaklingar sem að tóku þátt í mótinu. Efstu 4 í hverjum flokk spiluðu svo um verðlauna sæti
Spennan var mikil og voru ekki nema 4 pinnar sem voru að skilja að 4-5 sæti í forgjafarmótinu.

Til úrslita í kvennaflokki spiluðu þær Ástrós Pétursdóttir og Alexandra Kristjánsdóttir
Ástrós vann leikinn 180 gegn 139

Í karlaflokki voru það Einar Már Björnsson og Stefán Claessen sem spiluðu til úrslita
Eftir hörku spennandi leik náði Einar Már að tryggja sér 1.sætið með 243 sigri gegn 227

Í forgjafarflokki voru það Hinrik Óli Gunnarsson og Skúli Arnfinnsson sem spiluðu til úrslita
Hinrik Óli náði að tryggja sér sigur með 218 gegn 196

Í lok mótsins fékk Einar Már afhentan Kristals keilu fyrir sinn fyrsta 300leik sem að hann náði í loka umferð 1.deildar laugardaginn 5.maí
Stjórn keiludeildar ÍR þakkar þátttakendum fyrir keppnistímabilið sem er að ljúka, sjáumst hress á nýju tímabili í lok sumars.
Umspil um sæti í 2.deild karla

Mánudagskvöldið 28.maí kl 19:00 verður fyrsti umspilsleikur um laust sæti í 2.deild karla.
Það eru ÍR T og ÍA W sem spila um laust sæti.
ÍR T hefur valið Gateway Arch – 42 fet sem heima burð
Seinni leikurinn fer svo fram á Akranesi þriðjudaginn 29.maí kl 19:00
ÍA W hefur valið Gateway Arch – 42 fet sem heima burð
KFR-Valkyrjur og ÍR-PLS Íslandsmeistarar liða.
Úrslitin í efstu deildum karla og kvenna lauk í gærkvöldi í Keiluhöllinni í Egilshöll. Til úrslita í efstu deild kvenna léku KFR-Valkyrjur og ÍR-TT en í efstu deild karla ÍR-KLS og ÍR-PLS.
Áður en að leikjum gærkvöldsins kom voru KFR-Valkyrjur og ÍR-PLS í lykilstöðu í einvígjunum eftir góða spilamennsku á mánududags- og þriðjudagskvöld. KFR-Valkyrjur þurftu aðeins að fá 2 stig af 14 mögulegum í gærkvöldi og þær kláruðu það í fyrsta leik kvöldsins og tryggðu sér því Íslandsmeistaratitilinn 2018.
ÍR-PLS var í sömu stöðu í einvígi sínu gegn ÍR-KLS, þurftu aðeins 1,5 stig til að tryggja sér titilinn. Þeim tókst ekki að klára það í fyrsta leik þar sem þeir náðu aðeins í 1 stig og enn var möguleiki fyrir ÍR-KLS að jafna einvígið. En ÍR-PLS var ekki á því og kláraði einvígið í öðrum leik.
Við óskum KFR-Valkyrjum og ÍR-PLS til hamingju með Íslandsmeistaratitlana.




Myndir: Böddi