Skip to content

Ný stjórn Keilusambandsins

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Merki KEilusambands ÍslandsÁ 25. ársþingi Keilusambandsins sem fram fór í ÍR heimilinu sunnudaginn 17. maí var kjörinn nýr formaður sambandsins sem og tveir stjórnarmenn auk varamanna. Jóhann Ágúst Jóhannsson úr ÍR var einn í framboði til formanns og því sjálfkjörinn. Í stjórn voru einnig kjörnir tveir aðalmenn en skv. lögum sitja tveir stjórnarmenn í tvö ár í senn. Hafþór Harðarson úr ÍR sem setið hefur s.l. tvö ár gaf kost á sér áfram og Ingi G Sveinsson úr ÍA gaf einnig kost á sér sem aðalmaður. Voru þeir því sjálfkjörnir. 5 buðu sig fram sem varamenn og varð því að kjósa um þær þrjár stöður. Fór svo að Stefán Claessen úr ÍR er 1. varamaður, Björn Kristinsson úr KR er 2. varamaður og Einar Jóel Ingólfsson úr ÍA er 3. varamaður.

Fyrir í stjórn eru þau Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir úr KFR og Björgvin Helgi Valdimarsson úr Þór en þau eru á sínu síðara ári kjörtímabilsins.

Úr stjórn fóru því Ásgrímur Helgi Einarsson úr KFR sem gaf ekki kost á sér áfram sem formaður og Bjarni Páll Jakobsson úr ÍR sem var varaformaður. Er þeim þökkuð kærlega störfin á síðastliðnum árum.

Þinggerð má sjá hér.

Nýjustu fréttirnar