Skip to content

KFR-Valkyrjur og ÍR-PLS Íslandsmeistarar liða.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Úrslitin í efstu deildum karla og kvenna lauk í gærkvöldi í Keiluhöllinni í Egilshöll. Til úrslita í efstu deild kvenna léku KFR-Valkyrjur og ÍR-TT en í efstu deild karla ÍR-KLS og ÍR-PLS. 

Áður en að leikjum gærkvöldsins kom voru KFR-Valkyrjur og ÍR-PLS í lykilstöðu í einvígjunum eftir góða spilamennsku á mánududags- og þriðjudagskvöld.  KFR-Valkyrjur þurftu aðeins að fá 2 stig af 14 mögulegum í gærkvöldi og þær kláruðu það í fyrsta leik kvöldsins og tryggðu sér því Íslandsmeistaratitilinn 2018.
ÍR-PLS var í sömu stöðu í einvígi sínu gegn ÍR-KLS, þurftu aðeins 1,5 stig til að tryggja sér titilinn. Þeim tókst ekki að klára það í fyrsta leik þar sem þeir náðu aðeins í 1 stig og enn var möguleiki fyrir ÍR-KLS að jafna einvígið. En ÍR-PLS var ekki á því og kláraði einvígið í öðrum leik.

Við óskum KFR-Valkyrjum og ÍR-PLS til hamingju með Íslandsmeistaratitlana.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir: Böddi

Nýjustu fréttirnar

Ársþing Keilusambandsins 2019

Sunnudaginn 12. maí s.l. var 26. Ársþing Keilusambands Íslands haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. KFR sá að þessu sinni um að hýsa þingið og  Á þingið mættu fulltrúar allra aðildarfélaga nema að fulltrúar Þórs komust ekki. Á þinginu sátu sem áheyrnarfulltrúar tveir aðilar frá Íþróttafélaginu Ösp.

Meira »

Andlátsfregn – Ragna Matthíasdóttir

Þær leiðu fréttir bárust að vinkona okkar hún Ragna Matthíasdóttir sem lék með KFR-Afturgöngunum er látin á 57. aldursári. Ragna lék undir merkjum KFR allan sinn feril. Varð hún m.a. þrívegis Íslandsmeistari öldunga nú síðast 2018. Einnig varð hún Íslandsmeistari para tvö ár í röð 2008 og 2009 auk þess að verða Íslands- og Bikarmeistari með liði sínu all nokkrum sinnum.

Meira »

ÍR-PLS og ÍR-TT Íslandsmeistarar 2019

Liðin ÍR-PLS og ÍR-TT urðu í dag Íslandsmeistarar liða í karla- og kvennaflokki árið 2019. ÍR-PLS sigraði lið ÍR-KLS nokkuð örugglega og vörðu þar með titilinn sinn sem þeir unnu í fyrra. ÍR-TT sigraði lið ÍR-Buff í hörkuleik þar sem litlu munaði á liðunum.

Meira »