Frá EM kvenna – Tvímenningskeppnin

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Ástrós og Magna á EM kvenna 2018Í dag lauk keppni í tvímenningi á EM kvenna í Brussel. Í dag spiluðu Ástrós Pétursdóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir í síðasta riðli tvímenningsins. Byrjuðu þær ágætlega en áttu sitthvorn leikinn sem dróg þær aðeins niður. Enduðu þær með 187,4 í meðaltal og í 31. sæti en í gær spiluðu Nanna Hólm og Bergþóra en þær enduðu í 49. sæti og loks Linda Hrönnog Katrín Fjóla sem enduðu í 53. sæti. Tvímenningskeppnina unnu sænsku stelpurnar Isabelle Hultin og Nina Flack sem skipuðu lið Svíþjóð 2 en þær unnu Svíþjóð 1 með aðeins þrem pinnum 390 gegn 387. Svíar voru einnig með þriðja liðið sitt í undanúrslitum og lið Frakkland 3 ver fjórða liðið í undanúrslitum. Svíar sannarlega sterkir á mótinu í ár.

Í heildarkeppni einstaklinga er Ástrós Pétursdóttir efst íslensku kvenna í 49. sæti með 190 í meðaltal en Ida Andersson frá Svíþjóð er í efsta sæti með 223,6 í meðaltal. Reyndar eru 5 af 6 sænsku kvennanna í efstu 8 sætum og sú 6. í 10. sæti en 24 efstu keppa í All Event keppninni í lok keppninnar og loks halda 8 efstu áfram inn í undanúrslitakeppnina. Allar nánari upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu þess.

Nýjustu fréttirnar