The English Red Rose Open – 2018

Nú um helgina fer fram The English Red rose Open sem að er partur af Youth euro trophy tour. Mótið fer fram núna í Bretlandi

 

Matthías Leó Sigurðsson frá ÍA er úti að keppa og er staða hans í mótinu sú að hann er að fara að keppa til úrslita í hádeginu á morgun.

Úrslitin hefjast kl 12:00 að íslenskum tíma og má nálgast útsendingu hér

Facebook síðu viðburðarins má finna hér

Staðan í mótinu má sjá hér  

 

 

 

Utandeildin 2018 til 2019

Nú er skráning í Utandeildina í keilu í fullum gangi. Utandeildin er samstarfsverkefni afrekshópa KLÍ og Keiluhallarinnar Egilshöll. Hér er stórskemmtilegt tækifæri fyrir vinnustaði og/eða vinahópa að skella í lið og taka þátt í léttri keilukeppni í vetur. Leikið er einu sinni í mánuði alls 5. umferðir auk úrslitakeppni efstu liða. Skráning fer fram á utandeild [hjá] kli.is – Nárai upplýsingar um Utandeildina – Auglýsing fyrir Utandeildina.

32.liða Bikar

Þriðjudaginn 18.Sept 2018 var dregið í 32.liða bikar.
Leiknir verða 5 leikir og er leikdagar settir mánudaginn 8.okt og þriðjudaginn 9.okt kl 19:00
Það eru 21 karla og 13 kvenna lið skráð til þátttöku í bikar tímabilið 2018 – 2019

Leikið verður mánudaginn 8.okt kl 19:00

í Egilshöll:

ÍR A – ÍR S (brautir 21 – 22)

 

Leikið verður þriðjudaginn 9.okt kl 19:00

í Egilshöll:

KR A – ÍR L (brautir 19 – 20)

ÍR PLS – ÍR Land (brautir 17 – 18)

ÍR Keila.is – KFR Stormsveitin (brautir 15 – 16)

Á Akranesi:

ÍA W – ÍA (brautir 3 – 4)

 

Lið sem sitja hjá í 32.liða:

ÍA B
ÍR Broskarlar
ÍR Fagmaður
ÍR KLS
KFR Grænu töffararnir
KFR JP Kast
KFR Lærlingar
KR E
Þór 
Þór Plús
Þór Vikingar

Lið sem sitja hjá í kvenna:
ÍA
ÍR BK
ÍR Buff
ÍR Elding
ÍR KK
ÍR Píurnar
ÍR TT
ÍR SK
KFR Afturgöngurnar
KFR Ásynjur
KFR Skutlurnar
KFR Valkyrjur
Þór Þrumurnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslandsmót í Tvímenningi 2018


Helgina 6 og 7 Okt 2018 fer fram Íslandsmót í tvímenningi 2018
Bæði karlar og konur geta myndað tvímenning. Þátttaka tvímennings er ekki bundin
við að báðir aðilar komi úr sama félagi. Konur fá 8 pinna í forgjöf.

Skráningu líkur fimmtudaginn 4.Okt kl 22:00

Laugardagur 6.Okt kl 9:00

Forkeppni 7500.- pr.tvímenning
4leikir – Efstu 10 fara áfram

Milliriðill 7500.- pr.tvímenning
4.leikir – Efstu 6 fara áfram

Sunnudagur 7.Okt kl 9:00
Undanúrslit 7500.- pr.tvímenning
Einföld umferð allir við alla

Úrslit – Efstu 2 leika til úrslita

 

Dual – 2 burðir – 
Hægri braut:
PBA Viper 36 & 
Vinstri braut:
Great Wall of China

Reglugerð

Skráning

Nú verður ekki posi á staðnum. 
Hægt verður að greiða með Pening á staðnum eða að leggja inn á reikning hjá KLÍ 
og senda staðfestingu á greiðslu á motanefnd@kli.is eða koma með útprentun á kvittun í mótið

Keilusamband Íslands,KLÍ
Kennitala 460792-2159
0115-26-010520

Vinsamlegast skráið fullt nafn beggja leikmanna:
annað sem first name og hitt sem last name.

Lokað er fyrir skráningu fimmtudaginn 4.okt.2018 kl 22:00

 

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytingar á mótinu ef ekki nægur fjöldi fæst 
eða að færa það til kl 8:00 ef að það verða það margir

Meistarakeppni KLÍ 2018

Á mánudagskvöldið fór fram Meistarakeppni KLÍ 2018. Í kvennaflokki kepptu Íslandsmeistarar 2018 KFR Valkyrjur við silfurhafa Bikarkeppni 2018 ÍR Buff en Valkyrjur urðu tvöfaldir meistarar 2018. Í karlaflokki voru það lið ÍR PLS sem eru Íslandsmeistarar 2018 sem öttu kappi við KFR Stormsveitina en þeir urðu í 2. sæti í bikarkeppninni en ÍR KLS gat ekki þegið sæti í þessari keppni. KFR Valkyrjur sigruðu sína viðureign mjög örugglega 1.581 gegn 1.412 þar sem Dagný Edda Þórisdóttir var enn sem fyrr með bestu seríuna eða 571. Íslandsmeistararnir í ÍR PLS voru vel yfir framan af en gáfu mikið eftir í þriðja leik viðureignarinnar og rétt höfðu sigur í lokarammanum 1.843 gegn 1.826. Best spilaði Einar Már Björnsson 664.

Þetta mót markar upphaf liðakeppninnar fyrir tímabilið 2018 til 2019 sem hefst með 1. umferð í 2. deild kvenna og 3. deild karla laugardaginn 15. september, sjá dagskrá.

 

  

Olíuburður

Nú fer deildin af stað í næstuviku og fyrir það heimalið sem hafa áhuga á að velja sér olíburð er bent á að það þarf að skila inn
fyrir kl 22:00 miðvikudag vikuna á undan keppni senda þarf á [email protected]
 

Búast má við að brautar niðurröðun breytist inn á dagskrá kli.is eftir að heimalið hafi skilað inn olíuburði

 

Eins og áður er liðum boðið upp á val varðandi olíuburð í deildunum. 
Minnt er á að heimalið þarf að senda inn ósk um olíuburð á netfangið [email protected] fyrir kl. 22:00 á miðvikudagskvöldi
fyrir leiki sem leiknir eru á mánudegi eða þriðjudegi vikuna á eftir og á mánudagskvöldi kl. 22:00 ef leikurinn er helgina eftir.

Smellið hér til að skoða olíuburðina.

Dómaranámskeið 21. september

Dómaranámskeið KLÍ verður haldið föstudaginn 21. september kl. 18:00 í sal C Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Vert er að benda á að skv. samþykkt á síðasta þingi þurfa lið nú að sjá til þess að það sé í það minnsta einn aðili í hverju liði sem hefur gild dómararéttindi fyrir deildar- og bikarleiki síns liðs. Frítt er á námskeiðið en fólk er vinsamlega beðið um að senda skráningu með nafni, kt., félagi/lið og netfang á kli[hja]kli.is. Nálgast má reglugerð fyrir dómara hér og einnig má sjá lista yfir þá sem hafa gild réttindi hér. Léttar veitingar í boði.

Meistarar meistaranna

Eins og fyrri ár þá byrjar deildin á Meistarakeppni KLÍ þar sem að Bikar- og Íslandsmeistarar liða frá tímabilinu á undan keppa saman.
Bikarmeistarar 2018 í karla flokki er ÍR-KLS og Íslandsmeistarar liða eru ÍR PLS

Nú sér ÍR-KLS sér ekki fært um að mæta til leiks og þá er það lið sem að varð í 2.sæti sem að kemur inn í þeirra stað sem að er KFR-Stormsveitin.

Bikarmeistarar 2018 og Íslandsmeistarar liða í kvenna flokki eru KFR-Valkyrjur.
Þar sem að sama lið er bæði Íslands- og Bikarmeistari að þá mæta þær ÍR-Buff sem að varð í 2.sæti í Bikarkeppninni.

Leikið verður á brautum 19 – 22 og hefst keppni kl 19:00
Olíuburður er Allsvenskan 39

Brautir 21 – 22
KFR Valkyrjur – ÍR Buff

Brautir 19 – 20
KFR Stormsveitin – ÍR PLS

Leikið er Mánudaginn 10.sept kl 19:00

Arnar Davíð Jónsson fyrstur Íslendinga til að sigra mót á evrópsku mótaröði

Arnar Davíð Jónsson með verðlaunin á Odinse International 2018Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur sigraði í dag á Odinse International keilumótinu en það mót er hluti af evrópsku mótaröðinni í ár. Arnar Davíð er fyrstur Íslendinga til að fagna sigri á slíku móti. Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR endaði mótið í 11. sæti en hann komst upp í 2. milliriðil í dag. Afrekshópur karla frá Keilusambandi Íslands tók þátt í mótinu en þeir hafa verið erlendis undanfarna daga í æfingabúðum og var þátttaka þeirra í þessu móti hluti af undirbúningi hópsins fyrir komandi verkefni.

Arnar Davíð lagði Danann Carsten Hansen í úrslitum með 213 pinnum gegn 206 en Hansen varð stigahæsti keilarinn á Evróputúrnum í fyrra. Arnar Davíð varð efstur eftir forkeppnina í mótinu með 222,8 í meðaltal. Andrés Páll Júlíusson úr ÍR varð í 6. sæti í forkeppninni með 216,3, Björn Sigurðsson úr KFR varð í 20. sæti með 202,8 og Gunnar Þór Ásgeirsson úr KFR varð í 24. sæti með 201,8 í meðaltal.

Í milliriðlum náði Gunnar Þór upp í milliriðil 2 með 208,3 í meðaltal í 6 leikjum og endaði hann síðan eins og fyrr segir í 11. sæti mótsins en aðrir íslensku keppendanna komust ekki í milliriðil 2. Arnari gekk vel í milliriðlunum og vann alla sína leiki örugglega í dag. Arnar er nýfluttur út til Svíþjóðar en þar gefst honum betri kostur á að æfa og ætlar hann sér stóra hluti í keilunni í ár og fer gríðarlega vel af stað.

Nánari upplýsingar um mótið, stöður og fleira.