Meistarakeppni KLÍ 2018

Facebook
Twitter

Á mánudagskvöldið fór fram Meistarakeppni KLÍ 2018. Í kvennaflokki kepptu Íslandsmeistarar 2018 KFR Valkyrjur við silfurhafa Bikarkeppni 2018 ÍR Buff en Valkyrjur urðu tvöfaldir meistarar 2018. Í karlaflokki voru það lið ÍR PLS sem eru Íslandsmeistarar 2018 sem öttu kappi við KFR Stormsveitina en þeir urðu í 2. sæti í bikarkeppninni en ÍR KLS gat ekki þegið sæti í þessari keppni. KFR Valkyrjur sigruðu sína viðureign mjög örugglega 1.581 gegn 1.412 þar sem Dagný Edda Þórisdóttir var enn sem fyrr með bestu seríuna eða 571. Íslandsmeistararnir í ÍR PLS voru vel yfir framan af en gáfu mikið eftir í þriðja leik viðureignarinnar og rétt höfðu sigur í lokarammanum 1.843 gegn 1.826. Best spilaði Einar Már Björnsson 664.

Þetta mót markar upphaf liðakeppninnar fyrir tímabilið 2018 til 2019 sem hefst með 1. umferð í 2. deild kvenna og 3. deild karla laugardaginn 15. september, sjá dagskrá.

 

  

Nýjustu fréttirnar