Dómaranámskeið 21. september

Facebook
Twitter

Dómaranámskeið KLÍ verður haldið föstudaginn 21. september kl. 18:00 í sal C Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Vert er að benda á að skv. samþykkt á síðasta þingi þurfa lið nú að sjá til þess að það sé í það minnsta einn aðili í hverju liði sem hefur gild dómararéttindi fyrir deildar- og bikarleiki síns liðs. Frítt er á námskeiðið en fólk er vinsamlega beðið um að senda skráningu með nafni, kt., félagi/lið og netfang á kli[hja]kli.is. Nálgast má reglugerð fyrir dómara hér og einnig má sjá lista yfir þá sem hafa gild réttindi hér. Léttar veitingar í boði.

Nýjustu fréttirnar