Meistarakeppni ungmenna 1. umferð 2024-2025

Úrslit í fyrstu umferð Meistarakeppni Ungmenna 2024-2025 voru eftirfarandi:

  1. flokkur pilta
Aron Hafþórsson KFR 212,3 1274
Hinrik Óli Gunnarsson ÍR 202,2 1213
Bjarki Valur Ström Ólafsson ÍR 165,0 990

  1. flokkur stúlkna
Viktoría Hrund Þórisdóttir KFR 163,2 979
Alexandra Kristjánsdóttir ÍR 152,8 917

 

 

2. flokkur pilta

Ásgeir Karl Gústafsson KFR 233,5 1401
Tómas Freyr Garðarsson KFA 215,8 1295
Mikael Aron Vilhelmsson KFR 192,2 1153

 

 

3. flokkur pilta

Viktor Snær Guðmundsson  ÍR 206,5 1239
Svavar Steinn Guðjónsson KFR 206,0 1236
Evan Julburom KFR 203,0 1218

 

 

3. flokkur stúlkna

Særós Erla Jóhönnudóttir KFR 166,3 998
Alexandra Erla Guðjónsdóttir KFR 166,2 997
Hannah Corella Rosento ÍR 158,3 950

4. flokkur pilta

Davíð Þór Birgisson KFA 152,3 457
Ásdór Þór Gunnarsson KFR 137,3 412
Baltasar Loki Arnarson KFA 134,7 404

4. flokkur stúlkna

Andrea Nótt Goethe KFR 121,3 364

 

5. flokkur

 

Íslandsmót í tvímenningi 2024

Íslandsmót í tvímenning fer fram í Egilshöll helgina 9 – 10. nóvember 2024.
Keppnin hefst laugardaginn 9. nóv kl 8:00 með 8 leikjum og fara efstu 6 áfram í undanúslit sem spiluð eru sunnudaginn 10.nóv kl 9:00 spilað er round robin. 
Efstu 2 eftir round robin fara svo í úrslit.

Skráning fer fram á hér 
Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna:
Annar aðili er sá sem að skráir sig og er hinn settur inn í sem athugasemd.

 

Lokað er fyrir skráningu 8.Nóvember kl. 12:00

Laugardagur 9.nóvember kl 8:00

Forkeppni 20.000.- pr. tvímenning

8 leikir – Efstu 6 fara áfram.

Sunnudagur 5.nóvember kl 9:00

Undanúrslit 13.000.- pr. tvímenning

Einföld umferð allir við alla.

Úrslit – 8.000,- pr. tvímenning

Efstu 2 leika til úrslita.

Dual – 2 burðir –

Hægri braut: 2007 EBT Hammer Bronzen Schietspoel – Short V2 – 34 fet – Ratio  2,12

Vinstri braut: 2007 EBT Hammer Bronzen Schietspoel – Long V2 – 46 fet – Ratio 4,40

Reglugerð

Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga á mótinu ef ekki nægur fjöldi fæst

eða að færa það til kl. 8:00 ef að það verða það margir

Íslandsmót para 2024

Alls tóku 21 par þátt í mótinu.  Í milliriðil fóru 8 efstu pörin úr forkeppninni sem leikin var laugardaginn að loknum milliriðlinum þá léku tvö efstu pörin til úrslita. Það voru þau Linda Hrönn Magnúsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson annarsvegar og hinsvegar Hafdís Pála Jónasdóttir og Hafþór Harðarson.  Við tók maraþon úrslitakeppni sem endaði með sigri Hafdísar og Hafþórs.

 

Mark Heathorn yfirþjálfari hættir störfum fyrir KLÍ

Keilusamband Íslands og yfirþjálfari landsliða, Mark Heathorn hafa komist að
samkomulagi um starfslok yfirþjálfara fyrir sambandið. Báðir aðilar hafa sammælst um
að þetta fyrirkomulag henti hvorki vel fyrir íslenskt keilufólk né Mark sjálfan. Ákvörðunin
var tekin á sameiginlegum grundvelli til að tryggja möguleika beggja aðila til að grípa ný
tækifæri sem henta betur þó með möguleika á að semja um einstaka verkefni í
framtíðinni. Keilusambandið vill þakka Mark fyrir hans störf, hollustu við hlutverk sitt og
þann árangur sem náðst hefur á þessum 10 mánuðum sem hann hefur starfað fyrir
sambandið. Mark vill þakka Jónu og stjórn hennar fyrir tækifærið með þessari ráðningu
og minningarnar sem skapast hafa á mótum og við störf hans á Íslandi, hann óskar
einnig keilufólki íslands góðs gengis í framtíðinni.
Skúli Freyr hefur starfað náið með Mark við undirbúning þeirra verkefna sem framundan
eru hjá landsliðum, bæði ungmenna og karla. Því hefur stjórn samið við Skúla um að
taka við tímabundið og ljúka verkefnum og undirbúningi á þeim forsendum sem þeir
höfðu þegar unnið sameiginlega að. Mark mun einnig vera til staðar fyrir Skúla leiti hann
eftir því og mun val á aðstoðarþjálfurum fylgja því skipulagi sem unnið hafði verið að.
Þetta er gert til að tryggja stöðugleika í undirbúningi og skipulagi meðan stjórn gefur sér
smá tíma til að ákveða næstu skref í uppbyggingu landsliða Íslands í keilu.

 


Iceland Bowling Federation and Head Coach Mark Heathorn announce an early
termination of their contract. Both parties have agreed that the structure in place is not
the ideal solution for the bowlers of Iceland or for Mark. With this in mind both parties
can pursue other opportunities as they see fit, with the possibility of one off
arrangements in the future. KLÍ would like to thank Mark for his work, dedication to the
role, and the improvements and success he has achieved in the 10 months with us.
Mark would like to thank Jona and her board for the opportunity afforded to him in this
appointment, and for the memories created at Championships and whilst working in
Iceland. He also stated that he wishes Iceland Bowlers every success in the future. 
Skúli Freyr has worked closely with Mark in the preparation of the upcoming projects for
the national teams, both youth and men. Therefore, the board has agreed with Skúli to
temporarily take over and complete the projects and preparations on the basis that they
had already worked together on. Mark will support Skúli if needed and assistant coaches
will also be chosen according to the plan already made by Mark and Skúli. This is done
to ensure stability in preparation and organization while the board gives itself some time
to decide the next steps in the development of the Icelandic national bowling teams.

Íslandsmót Para 2024

Íslandsmót para verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll helgina 5 & 6.okt 2024,
sjá reglugerð um Íslandsmót para
Skráning hér

Vinsamlegast skráið nöfn beggja leikmanna:

Annar aðili er sá sem að skráir sig og er hinn settur inn í sem athugasemd.


Olíuburður er: Sunset Strip – 42 fet 

 

Forkeppni:

Laugardaginn 5.okt kl. 09:00

Spilaðir eru 6 leikir.

Efstu 8 pörin halda áfram í milliriðil.

Verð í forkeppni kr. 14.000,- pr. par

Milliriðill :

Sunnudaginn 6.okt kl. 09:00

Spilaðir eru 6 leikir.

Efstu 2. pörin leika til úrslita strax að loknum milliriðli.

Verð í milliriðil i kr. 14.000,- pr. par

Úrslit – strax að loknum milliriðli:

Verð í úrslit kr. 7.000,- pr. par

Tvö stigahæstu pörin leika síðan til úrslita, það par sem er efst að stigum fyrir úrslit nægir að vinna tvær viðureignir (2 stig) en annað sætið þarf að vinna þrjár (3 stig).
Jafnteflis viðureignir skal útkljá með því að pörin kasta einu kasti hvert og ræður samtala parsins úrslitum. Ef enn er jafnt skal kasta aftur og endurtaka þar til úrslit liggja fyrir.
Ef jafnt er í síðasta leik skal hver leikmaður kasta einu kasti.
Ef enn er jafnt skal kasta öðru kasti og halda þannig áfram þar til úrslit liggja fyrir.

Sigurvegararnir hljóta titilinn „Íslandsmeistarar para 2024″.

Minnt er á að forkeppnin veitir stig fyrir Úrvalsdeildina í keilu sem haldin verður í samstarfi við Stöð 2 sport. 

Mótanefnd KLÍ
Nefndin áskilur sér rétt til breytinga ef þurfa þykir.

Meistarakeppni KLÍ 2024

Meisarakeppni KLÍ 2024 fór fram 17.09.2024 og áttust við annrsvegar ÍR-PLS og KFR-Lærlingar í karlaflokki og hinsvegar KFR-Valkyrjur og ÍR-TT í kvennaflokki.

Leikur ÍR-PLS og KFR-Lærlinga var sennandi allt til loka og endaði viðureignin 1903 – 1871 fyrir ÍR-PLS það eru því ÍR-PLS sem eru Meistara meistaranna árið 2024 í karlaflokki.

 

Leikur KFR-Valkyrja og ÍR-TT var einnig spennandi allt til loka og endaði viðureignin  1607 – 1571 fyrir KFR-Valkyrjur.  Það eru því KFR-Valkyrjur sem eru Meistarar meistaranna árið 2024 í kvennaflokki.

 

 

Utandeild veturinn 2024-2025

Utandeild KLÍ verður starfrækt veturinn 2024-2025 líkt og undan farin ár.  Leikið verður með sama sniði og áður þ.e. 3 leika hverju sinni og það eru 3 leikir á hverju leikkvöldi. Í hverju liði geta verið allt að 8 leikmenn.  Leikið verður á miðvikudagskvöldum og hefst keppni kl. 19:30.  Leikið er einu sinni í mánuði og er riðlum skipt niður á miðvikudaga.  Tekið er við skráningu liða á netfangið [email protected]

Utandeildin 2024-2025

Triple Crown U19 og U16

Hópur barna og ungmenna þ.e. U19 og U16 lið Íslands tekur þátt í árlegu móti Triple Crown, en mótið fer að þessu sinni fram í Dublin Írlandi og verður leikið í keilu salnum Leisureplex í Blanchardstown.  Dagskrá mótsins má sjá hér. 

Fyrir hönd íslands keppa:

U19 Stúlkur

Olivia Clara Lindén

Nína Rut Magnúsdóttir

Viktoría Hrund Þórisdóttir

Hannah Corella Rosento

 

U19 Piltar

Mikael Aron Vilhelmsson

Matthías Ernir Gylfason

Tómas Freyr Garðarsson

Tristan Máni Nínuson

 

U16 Stúlkur

Alexandra Erla Guðjónsdóttir

Bára Líf Gunnarsdóttir

Júlía Sigrún Lindén

Særós Erla Jóhönnudóttir

 

U16 Piltar

Evan Julburom

Svavar Steinn Guðjónsson

Viktor Snær Guðmundsson

Þorgils Lárus Davíðsson

 

Áfram Ísland

 

Dagskrá leiktímabilsins 2024-2025

Dagskrá leiktímabilsins 2024-2025 hefur nú verið birt á vef KLÍ

Ég vil eindregið hvetja alla til að yfirfara dagskrána og senda athugasemdir á [email protected] ef einhverjar eru.  Eins vil ég biðja fyrirliða að skoða leiki sinna liða og gera ráðstafanir strax ef breyta á leikdögum eða vöktum.  Reglur um frestanir leikja eru eftirfarandi:

4. grein

Frestanir
Viðureignum verður ekki frestað nema vegna veikinda, samgönguerfiðleika vegna veðurs, eða sökum þess að leikmaður er fjarverandi á vegum KLÍ. Sækja þarf um frestun að lágmarki 24 klst. áður en upprunaleg viðureign átti að hefjast. Sé fallist á frestun mun mótanefnd tilkynna liðum um nýjan leikdag.

Þrátt fyrir 1. mgr. getur lið óskað eftir frestun með að lágmarki tveggja vikna fyrirvara. Lið skulu koma sér saman um nýjan leikdag og tilkynna mótanefnd um nýjan leikdag eigi síðar en viku áður en upprunaleg viðureign átti að hefjast. Ef lið hafa ekki komið sér saman um nýjan leikdag viku áður en upprunaleg viðureign átti að hefjast skal mótanefnd setja á nýjan leikdag.

Lið sem óskar eftir frestun skv. 2. mgr. er óheimilt að óska eftir frestun á sömu viðureign. Þá má liðið eingöngu nota þá leikmenn sem löglegir voru með liðinu þegar upprunaleg viðureign átti að fara fram.

Óheimilt er að fresta leikjum nema í þeim tilvikum sem 1. og 2. mgr. kveða á um.

Sækja skal um frestanir innan viðeigandi tímamarka með tölvupósti á netfangið [email protected]

Síðasta umferð hverrar deildar skal fara fram á sama tíma. Öllum öðrum leikjum skal lokið fyrir næst síðustu umferð.