Arnar Davíð Jónsson fékk viðurkenningu ÍBR fyrir árangur á árinu

Í gær bauð Borgarstjórinn í Reykjavík íþróttafólki til samsætis í Tjarnarsal ráðhússins þar sem einstaklingar og lið voru verðlaunuð af Íþróttabandalagi Reykjavíkur fyrir framúrskarandi árangur á árinu. Arnar Davíð Jónsson Keilufélagi Reykjavíkur fékk viðurkenningu fyrir frábært tímabil en eins og öllum er kunnugt sigraði hann Evróputúrinn í ár. Auk hans fengur Íslandsmeistarar liða ÍR PLS og ÍR TT viðurkenningu sem og Bikarbeistarar liða KFR Grænu töffararnir og KFR Valkyrjur.

Var það síðan Júlían Jóhann Karl Jóhannsson kraftlyftingamaður sem var valinn íþróttakarl Reykjavíkur 2019 en Arnar Davíð kom þar sterklega til greina.

Nánar má sjá hverjir hlutu viðurkenningar á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Arnar og Ástrós keilarar ársins 2019

Stjórn Keilusambandsins hefur kosið þau Arnar Davíð Jónsson Keilufélagi Reykjavíkur og Ástrósu Pétursdóttur ÍR keilara ársins 2019, annað árið í röð.

Arnar Davíð Jónsson er karlkeilari ársins í þriðja sinn og annað árið í röð. Arnar sigraði Evrópumótaröð keilunnar 2019 fyrstur íslenskra keilara en alls voru 13 mót á mótaröðinni í ár. Hann var eini keppandinn á mótaröðinni sem sigraði fleiri en eitt mót á tímabilinu. Hann vann Track open mótið í Þýskalandi í sumar og að auki sigraði hann á lokamóti Evrópuraðarinnar Kegel Ålaborg International þar sem hann gulltryggði sé efsta sæti mótaraðarinnar í ár. Arnar tók þátt í lokamóti Heimstúrsins Kuwait International Open í nóvember en til Kúveit var honum boðið af Heimssambandinu, World Bowling, til að leika í úrslitum heimstúrsins sem fóru fram strax að því móti loknu. Arnar gerði sér lítið fyrir og var í efsta sæti lokamótsins og tryggði sér þátttöku í úrslitaleik mótsins þar sem hann laut í lægra haldi gegn Dominic Barrett frá Englandi, margföldum PBA meistara (bandaríska mótaröðin). Arnar mætti Barrett aftur í úrslitum heimstúrsins og aftur varð Arnar í 2. sæti. Besti árangur íslensk keilara í sögunni staðfestur.

Ástrós Pétursdóttir ÍR er kvennkeilari ársins annað árið í röð og alls í 4. sinn. Ástrós varð stigameistari á liðnu keppnistímabili á Íslandsmóti liða og varð með besta meðaltal allra í kvennadeildum á því tímabili. Ástrós var ofarlega í öllum mótum innanlands sem hún tók þátt í meðal annars varð hún í 2. sæti á Íslandsmóti einstaklinga 2019 og sömuleiðis í 2. sæti á Íslandsmóti para. Hún tók þátt í öllum verkefnum afrekshóps kvenna og meðal annars fór hún á mót í Ósló sem var hluti á Evróputúrnum. Spilaði hún þar best íslensku kvennkeilaranna.

12.umferð í deild

Merki Keilusambands Íslands

Í kvöld verður spiluð 12.umferð í 1 og 2 deild kvenna ásamt 3.deild karla
Þeir leikir sem að eru í kvöld eru allir spilaðir í sama olíuburði. Mercury 

Einnig fer fram frestaður leikur í 1.deild karla úr 7.umferð og er hann spilaður í Great wall of china

Þeir leikir sem að eru í kvöld eru:

5-6: KFR-Grænu töffararnir – ÍR-Fagmaður (1. deild karla 7)

7-8: KFR-Skutlurnar – KFR-Valkyrjur (1. deild kvenna 12)

9-10: KFR-Afturgöngurnar – ÍR-TT (1. deild kvenna 12)

11-12: ÍR-Buff – ÍR-BK (1. deild kvenna 12)

13-14: ÍR-Elding – ÍR-SK (1. deild kvenna 12)

15-16: ÖSP-Goðar – KFR-Keilufélagar (3. deild karla 12)

17-18: ÍR-Gaurar – ÍA-B (3. deild karla 12)

19-20: ÖSP-Gyðjur – ÍR-BK2 (2. deild kvenna 12)

21-22: ÍR-N – ÍR-KK (2. deild kvenna 12)

 

11.umferð í deild

Laugardaginn 14.des fara fram 16.leikir í öllum deildum
Kl: 09:00 eru það 1 & 2 deild karla sem að spila og svo kl: 12:00 eru það
1 & 2.deild kvenna ásamt 3.deild karla.

Þeir leikir sem að byrja kl 9:00 eru:
Mercury,
5-6: ÍR-Broskarlar – ÍA-W (2. deild karla 11)
7-8: KFR-JP-Kast – ÍR-T (2. deild karla 11)
9-10: KFR-Þröstur – KFR-Grænu töffararnir (1. deild karla 11)
WTBA
11-12: ÍR-PLS – ÍA (1. deild karla 11)
13-14: ÍR-Naddóður – ÍR-A (2. deild karla 11)
Great wall of china
15-16: ÍR-S – KFR-Lærlingar (1. deild karla 11)
17-18: ÍR-L – ÍR-KLS (1. deild karla 11)
19-20: KR-A – ÍR-Blikk (2. deild karla 11)

Þeir leikir sem að byrja kl 12:00 eru:
Mercury,
9-10: ÍR-Land – ÍR-Gaurar (3. deild karla 11)
11-12: ÍR-NAS – ÖSP-Goðar (3. deild karla 11)
13-14: KFR-Ásynjur – ÖSP-Gyðjur (2. deild kvenna 11)
15-16: ÍR-Píurnar – ÍR-N (2. deild kvenna 11)
17-18: ÍR-BK2 – ÍA-Meyjur (2. deild kvenna 11)
19-20: KFR-Valkyrjur – KFR-Afturgöngurnar (1. deild kvenna 11)
WTBA
21-22: ÍR-SK – KFR-Skutlurnar (1. deild kvenna 11)

Á Akranesi fer fram einn leikur í 3.deild karla kl: 12:00 og er hann spilaður í Mercury, 
3-4: ÍA-B – Þór-Víkingar (3. deild karla 11)

Á sunnudag er svo einn leikur úr 12.umferð í 2.deild kvenna kl: 12:00 og er hann spilaður í Mercury,
3-4: ÍA-Meyjur – ÍR-Píurnar (2. deild kvenna 12)

Á sunnudagskvöldið verður svo spiluð lokaumferð í AMF 1.umferð sem að upprunalega átti að fara fram síðasta þriðjudag en var frestað vegna veðurs. Enn er hægt að skrá sig í riðilin en það lokar fyrir skráningu föstudaginn 13.des kl 19:00 hægt er að skrá sig hér

 

 

Yfirlýsing frá afreksíþróttafólki

Í meðfylgjandi skjali er yfirlýsing frá afreksíþróttafólki um ástand réttinda þeirra og stöðu í samfélaginu. Því miður er staðan ekki góð og hafa því afreksíþróttafólk ákveðið að koma saman og veita ástandinu aukna athygli með það markmið að bæta stöðu þeirra og framtíð afreksíþróttafólks.

Þau eru þakklát fyrir þann stuðning sem þau fá nú þegar frá ÍSÍ, Afrekssjóð og sérsamböndum. Styrkurinn sem þau fá frá Afrekssjóði er nauðsynlegur til að koma til móts við þann kostnað sem fylgir æfinga- og keppnisferðum afreksíþróttafólks en því miður vinnur það þeim ekki inn réttindi í samfélaginu. Vonast þau eftir stuðning og náinni samvinnu í framhaldinu.

Yfirlýsing afreksíþróttafólks.

Olíuburðir fyrir 14.des 2019

14.des fer fram umferð í deild og vill mótanefnd minna á að fyrir þau heimalið sem að vilja annan burð en Mercury þurfa þau að vera búin að skila inn ósk um breytingu fyrir kl 22:00 mánudaginn 9.des 2019
Heimalið þarf að senda inn ósk um olíuburð á netfangið [email protected] 
Þeir burðir sem að eru í boði:
Stutti: WTBA 34fet
Miðlungs/Sjálfgefin: Mercury 40fet
Langur: Great wall of china 48fet

Búast má við að brautar niðurröðun breytist inn á dagskrá kli.is eftir að heimalið hafi skilað inn olíuburði

Frétt um réttar brautir kemur inn á miðvikudaginn 11.des en olíuburðir uppfærast jafn óðum inn á kli.is

Leikir í 16.liða bikar

Dregið var í 16.liða bikar í gær upp í Egilshöll
Leikdagar eru 7 og 8.janúar 2020

Leikir sem að eru spilaðir 7.janúar 2020
KFR Grænu Töffararnir – ÍR PLS (11-12)
ÍR A – ÍA (13-14)
ÍR Blikk – KFR Lærlingar (15-16)
ÍR Land – ÍR Keila.is (17-18)
ÍR KLS – ÍA B (19-20)
KFR Stormsveitin – ÍR L (21-22)

Leikir sem að eru spilaðir 8.janúar 2020
Egilshöll:
ÍR Buff – ÍR BK (3-4)
ÍR BK2 – ÍR Elding (5-6)
ÍR TT – KFR Ásynjur (7-8)
ÍR N – KFR Afturgöngur (9-10)
KFR Skutlurnar – ÍR Píurnar (11-12)
ÍR KK – ÍA Meyjur (13-14)

Akranes:
ÍA W – KFR JP Kast (3-4)

Sunnudaginn 19.jan fer fram einn leikur í Egilshöll kl 14:00
ÍR S – Þór (21-22)

Spilað er í Columbia 300

2 lið sitja hjá í bikar kvenna. Það eru bikarmeistarar 2019 KFR Valkyrjur og ÍR SK sem að kom síðast upp úr pottinum.

16.liða bikardráttur

Dregið verður í 16.liða bikar þriðjudaginn 3.des kl 18:30

Þegar dregið verður í 16 liða hjá konum koma til með að verða 6. leikir.
Valkyrjur sitja hjá sem sigurvegarar frá síðustu keppni ásamt því liði sem að verður dregið síðast upp úr hattinum. 


Þau lið sem skráð eru í hattinum eru:
í Karla:
ÍA
ÍA B
ÍA W
ÍR A
ÍR Blikk
ÍR Keila.is
ÍR KLS
ÍR L
ÍR Land
ÍR PLS
ÍR S
KFR Grænu Töffararnir
KFR JP Kast
KFR Lærlingar
KFR Stormsveitin
Þór

í Kvenna:
ÍA Meyjur
ÍR BK
ÍR BK 2
ÍR Buff
ÍR Elding
ÍR KK
ÍR N
ÍR Píurnar
ÍR SK
ÍR TT
KFR Afturgöngurnar
KFR Ásynjur
KFR Skutlurnar
KFR Valkyrjur

Dagsetningar fyrir bikar eru:
16 liða:  6 – 7.Janúar 2020
8 liða: 1.mars 2020
Undanúrslit: 22.mars 2020
Úrslit 26.Apríl 2020