Keppnisdagur 2 á WSOB

Mót nr 2 á WSOB er Chameleon Championship þar sem spilað er á samnefndum olíuburði. Arnar náði ekki flugi í dag og endaði í 92. sæti með skor uppá rúmlega par. 

Arnar situr svo í 92. sæti í PBA World Championship sem er mót úr samanlögðum árangri í þessum 3 mótum en efstu 40 fara áfram eftir þessi 3 mót. Það virðist sem að Evrópskum keilurum gangi erfiðlega í ár en einungis 3 Evrópskir spilarar eru í topp 40. 

Í dag spilar Arnar svo í Scorpion Championship og er það síðasti sénsinn til að koma sér áfram bæði í því móti og í World Championship. 

Hægt er að fylgjast með Arnari á Flobowling og heimasíðu PBA

Linda Hrönn ÍR & Freyr Bragason KFR Íslandsmeistarar Öldunga 2020

Dagana 7. – 9. mars fór fram Íslandsmót Öldunga.
Laugardag og sunnudag fór fram forkeppni þar sem að 11 karlar og 11 konur spiluðu 6 leiki hvorn dag. Eftir þessa 12 leiki voru það efstu 6 í hvorum hóp sem að spiluðu round robin og að endingu voru það efstu 3 í hvorum hóp sem að spiluðu til úrslita.

1. sæti Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR
2. sæti Snæfríður Telma Jónsson ÍR
3. sæti Bára Ágústsdóttir ÍR

 

 

 

 


1. sæti Freyr Bragason KFR
2. sæti Björn Guðgeir Sigurðsson KFR
3. sæti Björn Birgisson KFR

 

 

 

Skor úr mótinu:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Arnar Davíð á PBA túrnum!

Arnar Davíð Jónsson er staddur þessa dagana í Las Vegas að taka þátt í atvinnumannamótaröðinni í keilu (PBA). Arnar Davíð er 2. íslendingurinn til að taka þátt í WSOB (World Series Of Bowling) og sá 3. til að spila á PBA. 

Arnar þurfti að fara í gegnum úrtökumót til að öðlast keppnisrétt á mótaröðinni. Hann fór auðveldlega í gegn með frábærri spilamennsku og endaði í 2. sæti í úrtökumótinu og fær keppnisrétt á 3 mótum sem eru hluti af WSOB. Samanlagður árangur úr þessum 3 mótum myndar svo 4. mótið sem er PBA World Championship og er eitt af risamótunum á túrnum. 

Þegar þetta er skrifað hefur Arnar lokið leik á fyrsta mótinu (Cheetah Championship) og endaði hann í 80. sæti en næsta mót hefst strax en það er Chameleon Championship. 

Hægt er að fylgjast með Arnari á Flowbowling en það þarf áskrift til að horfa á. 

Keilusamband Íslands óskar Arnari góðs gengis það sem eftir er að mótaröðinni!

Tilmæli vegna Kórónaveirunnar

Það hefur ekki farið framhjá neinum hér á landi að þessi blessaða veira er komin til landsins. Stjórn Keilusambandsins hvetur sína félagsmenn til að taka þessu af fullri alvöru og fara eftir tilmælum opinberra aðila, sjá m.a. hér.

Það hefur verið gróðra siða háttur að í upphafi hvers leiks að keppendur heilsa hverjir öðrum með handabandi. Skv. leiðbeiningum og almennum varúðarráðstöfunum biðjum við keilara um að sýna samfélagslega ábyrgð og láta nægja óskir með orðum á meðan óværan gengur yfir.

Leikir í 4.liða Bikar

Dregið var í 4. liða bikar í kvöld 03.03.2020 og verður leikið 15. og 22. mars.

15. mars kl 19:00
ÍR S – ÍR PLS (21-22)

22. mars kl 19:00
Egilshöll
ÍR SK – ÍR BK (21-22)
ÍR Píurnar – KFR Valkyrjur (19-20)
Akranes kl 19:00
ÍA – ÍR KLS (3-4)

Úrslit fara svo fram í Egilshöll  26. apríl kl. 19:00

Leikir í vikunni

Í kvöld fara fram frestaðir leikir í 2.deild karla og í 2.deild kvenna
Þeir leikir sem að eru spilaðir í kvöld eru spilaðir í Mercury

19-20: ÍR-BK2 – ÍR-Píurnar (2. deild kvenna 17)
21-22: ÍR-Broskarlar – KR-A (2. deild karla 15)

Á morgun eru það svo 1 & 2.deild kvenna sem að spila ásamt 1 & 3.deild karla. Þar eru flestir leikir spilaðir í Mercury fyrir utan 2 leiki í 1.deild karla
Þeir leikir sem eru spilaðir í Mercury eru:
1-2: ÍR-NAS – KFR-Keilufélagar (3. deild karla 15) Mercury
3-4: ÖSP-Goðar – ÍR-Gaurar (3. deild karla 15) Mercury
5-6: KFR-Skutlurnar – ÍR-SK (1. deild kvenna 18) Mercury
7-8: ÍR-Elding – ÍR-BK (1. deild kvenna 18) Mercury
9-10: KFR-Afturgöngurnar – KFR-Valkyrjur (1. deild kvenna 18) Mercury
11-12: ÍR-Buff – ÍR-TT (1. deild kvenna 18) Mercury
13-14: KFR-Lærlingar – ÍA (1. deild karla 16) Mercury
15-16: ÍR-KLS – ÍR-S (1. deild karla 16) Mercury
17-18: KFR-Stormsveitin – ÍR-PLS (1. deild karla 16) Mercury

Þeir leikir sem að eru spilaðir í Great wall of china eru:
19-20: ÍR-L – KFR-Þröstur (1. deild karla 16
21-22: ÍR-Fagmaður – KFR-Grænu töffararnir (1. deild karla 16

Á Akranesi er svo einn leikur:
3-4: ÍA-B – ÍR-Land (3. deild karla 15)

 

Um næstu helgi er svo Íslandsmót öldunga þar sem að spilaðir eru 6.leikir í forkeppni á laugardag og svo 6.leikir á sunnudag 
Undanúrslit og úrslit eru svo spiluð á mánudag
Hægt er að skrá sig í mótið hér
Olíuburður í mótinu er ESC 2020



ETBF Level I námskeið

Um helgina fór fram ETBF Level I námskeið á vegum Keilusambandsins og var góð mæting. Námskeiðið var haldið af Stefáni Claessen sem lokið hefur Lvel III og Level I instructor. 11 manns sóttu sér Level I leiðbeinendaréttindi og óskum við þeim til hamingju með áfangann. ETBF Level I er sniðugt fyrir alla keilara sem vilja sækja sér meiri þekkingu um keilu og keilukastið sjálft.

Keilusambandið vill þakka Keiluhöllin Egilshöll fyrir samstarfið í tengslum við námskeiðið.

Þau sem sóttu námskeiðið voru:

  • Bjarki Sigurðsson Ösp/ÍR
  • Böðvar Már Böðvarsson ÍR
  • Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR
  • Ingi Geir Sveinsson ÍA
  • Jóhann Ársæll Atlason ÍA
  • Katrín Fjóla Bragadóttir KFR
  • Laufey Sigurðardóttir Ösp/ÍR
  • Magnús Sigurjón Guðmundsson ÍA
  • Málfríður Freysdóttir KFR
  • Sigurður Björn Bjarkason Ösp
  • Sigurður Þorsteinn Guðmundsson ÍA

Breyting á Íslandsmóti öldunga (50+)

Stjórn KLÍ samþykkti á síðasta fundi sínum breytingu á reglugerð um Íslandsmót öldunga (50+). Breytingin tekur strax gildi. 

Breytingin felur í sér að farið er í það form að forkeppnin samanstendur af tveim 6 leikja blokkum í forkeppni. Það fyrirkomulag er á í nánast öllum mótum m.a. Evrópumóti öldunga og er okkur keilurum vel kunnugt.

Auk þess er úrslitum breytt og eru nú eins og á Íslandsmóti einstaklinga þ.e. 3 efstu úr hvorum flokki eftir forkeppni og milliriðil leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Sjá má reglugerðina hér.

Stjórn KLÍ hefur einsett sér að yfirfara allar reglugerðir sambandsins og verður sú vinna í gangi næstu mánuðina og verða allar breytingar tilkynntar á vef sambandsins sem og á samfélagsmiðlum.

8. liða bikar um helgina

Um helgina fara fram 4 leikir í deild ásamt 8.liða bikar á sunnudag 1.mars

Laugardag 29.feb í Egilshöll
kl:10:00
21-22: KFR-Ásynjur – Þór-Þrumurnar (2. deild kvenna 5) Mercury
kl: 13:00
21-22: ÖSP-Gyðjur – Þór-Þrumurnar (2. deild kvenna 16) Mercury

Sunnudagur 1.mars
Akranes:
kl: 10:00
3-4:Þór-Þrumurnar – ÖSP-Gyðjur (2. deild kvenna 9) Mercury
kl: 13:00
3-4:Þór-Þrumurnar – ÍR-N (2. deild kvenna 17) Mercury
kl: 16:00 8.liða bikar karla
ÍA W – ÍR KLS (3-4)
kl 19:00 8.liða bikar kvenna
ÍA Meyjur – ÍR BK (3-4)

Egilshöll
kl 19:00 
KFR Lærlingar – ÍA (11-12)
ÍR Land – ÍR S (13-14)
KFR Stormsveitin – ÍR PLS (15-16)
KFR Valkyrjur – ÍR BK2 (17-18)
ÍR TT – ÍR SK (19-20)
ÍR Píurnar – KFR Afturgöngurnar (21-22)